Archives

Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

Uppskrift fyrir fjóra 800 g þorskur, roðlaus og beinhreinsaður Salt og pipar 4 msk sýrður rjómi 150 g pekanhnetur 2 msk steinselja 1 tsk sítrónubörkur Safi úr hálfri sítrónu 30 g parmesan ostur Salt og pipar 2 tsk tímían 2 hvítlauksrif Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt) Parmesan Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesan, salt, pipar, tímían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki. Smyrjið maukinu yfir fiskinn ásamt því að rífa niður parmesan sem þið sáldrið yfir fiskinn í lokin. Inn í ofn við 25 mínútur við 180°C. Berið fram með ofnbökuðum…

Jól í glasi – Æðislegur berjakokteill og stökkar parmesanflögur

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við AVA aldinvatn  Jól í glasi er nafnið á þessum kokteil, hann er einfaldlega svo jólalegur að þetta nafn smellpassar. Ég elska desember og allt sem honum fylgir, jólaboð og hittingar með vinum og fjölskyldu.. svo ekki sé minnst á spilakvöldin! Það er ferlega skemmtilegt að bjóða upp á góða kokteila í boðum og þessi er tilvalin. Einfaldur og bragðgóður… borin fram með stökkum og guðdómlega góðum parmesanflögum sem þið verðið að prófa. Berja moijto með jólaívafi Uppskrift fyrir 2 glös 2 límónur handfylli mintulauf 8 tsk hrásykur 8 cl ljóst romm (auðvitað má sleppa áfenginu) handfylli hindber mulinn klaki Sódavatn rósmarín, til skreytingar kanilstöng, til skreytingar 1 tsk flórsykur Aðferð: Skerið límónu í báta og skiptið…

OFNBÖKUÐ BLEIKJA Í TERYAKI SÓSU – EINFALT MEÐ EVU

  Ofnbökuð bleikja í Teryaki sósu með æðislegu hrásalati Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska. • 4 bleikjuflök • 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör • Salt og pipar • 6-8 msk Teriyaki sósa • 1 hvítlauksrif • 2 stilkar vorlaukur • 6 msk hreinn fetaostur • Ristuð sesamfræ Hrásalat • ½ höfuð Hvítkál • ½ höfuð Rauðkál • 4 gulrætur • 4 radísur • Handfylli kóríander • Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: 1. Hitið ofninn í 180°C. 2. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. 3. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel…

OFURNACHOS UM VERSLÓ

Einn besti og sennilega einn vinsælasti partíréttur fyrr og síðar, ofnbakað nachos með allskyns gúmmilaði. Ég setti þessa uppskrift á Instastory hjá mér í gærkvöldi og ég fékk vægast sagt tryllt viðbrögð og ég hreinlega varð að drífa í því að setja inn uppskriftina. Þið getið enn séð aðferðina á Instastory og hún er lygilega einföld – alveg eins og við viljum hafa það. evalaufeykjaran á Instagram OFURNACHOS MEÐ KJÚKLING OG NÓG AF OSTI *Fyrir 3 – 4  1 poki tortillaflögur með salti 1 kjúklingabringa, forelduð 120 g cheddar ostur Tómatasalsa Lárperumauk Sýrður rjómi 1 rautt chili Handfylli kóríander 1 stilkur vorlaukur 1 límóna Aðferð Útbúið tómatasalsa og lárperumauk samkvæmt uppskriftum hér að neðan. Rífið niður cheddar ostinn og kjúklingabringuna (Ég nota yfirleitt sous-vide kjúklingabringur…

GRILLAÐUR MAÍS – BESTA MEÐLÆTIÐ FYRR OG SÍÐAR.

Það stytti upp í korter í vikunni og þá var tilefni til þess að grilla, mig langar að skrifa langloku um veðrið og röfla en ég er að reyna að halda röflinu í lágmarki. Ég er samt orðin svo súr á þessu, en jæja.. ég ætla að tala um góðan mat sem gleður! Ég grillaði maís í fyrsta sinn og ég skil raunverulega ekkert í sjálfri mér að hafa ekki prófað það fyrr, þetta var guðdómlega gott. Stökkur maís í hvítlaukssmjöri með fetaosti, radísum, ferskum kryddjurtum og límónusafa… namm!! Þið verðið hreinlega að prófa, ég lofa að þið eigið eftir að gera þetta aftur og aftur. Grillaður maís í hvítlaukssmjöri 2 ferskir maísstönglar í hýðinu Salt og pipar Chipotle parmesan krydd 50 g smjör 1…

Litlar sætkartöflupizzur með lárperumauki og fetaostmulningi

Ég er mjög hrifin af sætkartöflum og er aðeins að prófa mig áfram með uppskriftir þar sem þær eru í aðalhlutverki. Ég prófaði að útbúa litlar sætkartöflupizzur í hádeginu um daginn og þær voru ansi ljúffengar og þess vegna langar mig að deila uppskriftinni með ykkur. Þetta er sáraeinföld uppskrift og þessi réttur er tilvalin sem forréttur eða létt máltíð, það má alltaf gera gott salat eða eitthvað álíka til þess að hafa sem meðlæti. Einfalt, fljótlegt, hollt og gott! Sætkartöflupizza með lárperumauki og fetaostmulningi Fyrir fjóra (2 – 3 á mann) 2 stórar sætar kartöflur ólífuolía salt og pipar ferskt eða þurrkað timían 2 lárperur 1 hvítlauksrif 1 límóna kirsuberjatómatar fetaostur, hreinn basilíka Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið sætar kartöflur í sneiðar og…

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu *Fyrir fjóra  800 g fiskur til dæmis þorskur eða ýsa 5 dl hveiti salt og pipar 1 msk karrí 1 msk sinnepsduft 2 msk  fersk smátt söxuð steinselja salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk 3 egg ólífuolía til steikingar + smá smjör Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita. Blandið saman í skál hveitinu og kryddum. Pískið þrjú egg saman í skál. Hitið ólífuolíu á pönnu. Veltið fiskbitunum upp úr hveitiblöndunni og síðan upp úr eggjablöndunni.  Steikið fiskinn á pönnu í ca tvær mínútur á hvorri hlið, setjið síðan fiskinn í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 10 – 12 mínútur. Það er ágætt að setja smá smjörklípu ofan á fiskinn áður en hann fer inn í…

Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu

Uppáhalds forrétturinn minn er án efa nauta carpaccio og ég elska hvað það er auðvelt að útbúa þennan rétt. Lykillinn er eins og alltaf, að velja bestu hráefnin og að þau fái að njóta sín. Gott nautakjöt, úrvals ólífuolía, góður parmesan og góð piparrótarsósa. Lúxus skyndibiti ef svo má að orði komast, þið eruð sennilega 10 mínútur frá byrjun til enda að útbúa réttinn. Það er ekki að ástæðulausu að þessi réttur var borin fram sem forréttur í brúðkaupinu okkar, ég gjörsamlega elska hann. Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu Fyrir 4 400 g nautalund góð ólífuolía salt og pipar klettasalat sítróna parmesan ostur 100 g ristaðar furuhnetur Aðferð: Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð…

Ómótstæðilegur graflax með ljúffengri sósu

  Eitt af því sem mér þykir algjörlega ómóstæðilegt og nauðsynlegt fyrir jólin er graflax með góðri sósu. Ég hreinlega elska grafinn lax og gæti borðað hann í öll mál yfir jólin.. þessi uppskrift er afar einföld og þið ættuð þess vegna öll að geta leikið hana eftir. Graflax 1 laxaflak ca. 700 g. Beinlaust. 200 g salt 200 g púðursykur 6 piparkorn 2 msk vatn 1 msk graflaxblanda frá Pottagöldrum 4 – 5 msk dill ½ sítróna Aðferð: Leggið laxflakið í mót. Blandið saman salti, púðursykri, piparkornum og vatni í matvinnsluvél. Hellið síðan blöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið kryddinu jafnt yfir flakið og saxið dillið mjög smátt og stráið yfir. Rífið börk af hálfri sítrónu yfir laxaflakið í lokin….

Einfalt og fljótlegt hummus sem bragð er af

Ég er búin að vera með æði fyrir hummus í nokkra daga og ég fæ bara ekki nóg af því! Ég elska að fá mér hummus ofan á hrökkbrauð eða með fersku grænmeti, ótrúlega einfalt og gott. Þessi uppskrift sem ég deili með ykkur í dag er afar einföld og fljótleg, en ég nota tilbúnar kjúklingabaunir en þið getið auðvitað keypt þær ósoðnar, lagt þær í bleyti og eldað. Það tekur aðeins lengri tíma en stundum hefur maður meiri tíma í eldamennskuna 🙂 Einfalt og fljótlegt hummus (Sem klárast eins og skot) 1 dós kjúklingabaunir 2 msk tahini mauk handfylli kóríander skvetta úr sítrónu 2 hvítlauksrif 1/2 dl góð ólífuolía 1 tsk paprikukrydd salt og pipar Aðferð: Kjúklingabaunirnar eru skolaðar og þerraðar Setjið öll hráefnin…

1 2 3 4