Bækur

Kökugleði Evu

Hér töfrar Eva Laufey, sjónvarpskokkur og matarbloggari, fram rúmlega 80 gómsætar uppskriftir að fjölbreyttum kökum sem kitla bragðlaukana.

Bókin er væntanleg í lok október 2016 og er hún núna fáanleg í forsölu á sérstökum 25% afslætti. Við látum vita með tölvupósti um leið og bókin kemur og sendum þeim sem hafa valið þann afhendingarmáta.

Matargleði Evu

„Mínar bestu og eftirminnilegustu stundir eru með fjölskyldu og vinum. Það er mín trú að það sé okkur lífsnauðsyn að gefa okkur stund fyrir sameiginlegan matartíma. Nú til dags eru flestir svo uppteknir og með meira en nóg á sinni könnu að oft virðist fólk neita sér um þessa gæðastund. Þetta er þó gullið tækifæri til að setjast niður, spjalla saman um daginn og veginn og njóta samverunnar.“

Þessi bók ber svo sannarlega nafn með rentu, því hér fer saman girnilegur matur og persónuleg stemning þar sem hver biti minnir okkur á gildi þess að njóta lífsins við matarborðið. Hér töfrar Eva Laufey, sjónvarpskokkurinn og matarbloggarinn góðkunni, fram rúmlega 80 gómsætar uppskriftir að fjölbreyttum mat við öll tækifæri.

Gullfalleg bók sem lífgar upp á tilveruna og matarboðið.