Archives

Jól í glasi – Æðislegur berjakokteill og stökkar parmesanflögur

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við AVA aldinvatn  Jól í glasi er nafnið á þessum kokteil, hann er einfaldlega svo jólalegur að þetta nafn smellpassar. Ég elska desember og allt sem honum fylgir, jólaboð og hittingar með vinum og fjölskyldu.. svo ekki sé minnst á spilakvöldin! Það er ferlega skemmtilegt að bjóða upp á góða kokteila í boðum og þessi er tilvalin. Einfaldur og bragðgóður… borin fram með stökkum og guðdómlega góðum parmesanflögum sem þið verðið að prófa. Berja moijto með jólaívafi Uppskrift fyrir 2 glös 2 límónur handfylli mintulauf 8 tsk hrásykur 8 cl ljóst romm (auðvitað má sleppa áfenginu) handfylli hindber mulinn klaki Sódavatn rósmarín, til skreytingar kanilstöng, til skreytingar 1 tsk flórsykur Aðferð: Skerið límónu í báta og skiptið…

Guðdómlegt bláberjaboozt

Bláber eru bæði ótrúlega holl og góð, þau eru stútfull af andoxunarefnum og bæta meltinguna. Ég elska bláber og nota þau mikið í bæði matargerð og bakstur, svo er auðvitað frábært að fá sér bláber sem nasl milli mála. Eitt af því besta sem ég fæ mér er bláberja boozt, ískalt og svakalega frískandi. Fullkomið á sumardögum! Bláberja boozt 200 g Bláberjaskyr Handfylli af bláberjum Einn banani Ein msk af hörfræjum Klakar Möndlumjólk, magn eftir smekk Aðferð: 1. Setjið öll hráefnin í blandarann í smá stund eða þar til drykkurinn er silkimjúkur. Mér finnst best að setja nokkra klaka út í drykkinn. 2. Hellið drykknum í glas og njótið.   Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift…

Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum

Á morgnana eða seinni partinn, já eða bara hvenær sem er yfir daginn elska ég að skella í hristing sem keyrir upp orkuna. Uppskriftin hér að neðan er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég elska döðlur, elska hnetusmjör og öll þau hráefni sem finna má í þessum ljúffenga hristing. Ferskt, einfalt og fljótlegt! Ég lofa að þið eigið eftir að gera þennan aftur og aftur. Hristingur með hnetusmjöri og döðlum 200 g vanilluskyr 1 banani 4 döðlur 1 msk gróft hnetusmjör 1/2 msk chiafræ eða önnur fræ t.d. hörfræ appelsínusafi, magn eftir smekk klakar Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið!   xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefnið sem notað er í þessa…

Frískandi berjaboozt

Frískandi berjaboozt  kemur manni í stuð, ég er að segja ykkur þetta satt. Þessa dagana er ég að vinna í nýjum þáttum og að klára lokaritgerð í viðskiptafræðinni. Ég þarf þess vegna góða orku til að koma mér í gegnum annasama daga. Boozt eru frábær að því leytinu að hægt er að skella allskonar góðum hráefnum saman og yfirleitt er útkoman ljúffeng, svo lengi sem það er ískalt og fallegt á litinn þá er ég glöð.       Shake it out – Hlustið á þetta lag og shake-ið ykkur í gang á þessum fína fimmtudegi     xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Æðislegur Oreo mjólkurhristingur

Oreo mjólkurhristingur 1/2 L eða 4 dl vanilluís 2 dl nýmjólk Oreo kexkökur, magn eftir smekk rjómi   Aðferð: Setjið allt í blandarann og maukið þar til ísblandan verður silkimjúk. Þið stjórnið þykktinni að sjálfsögðu með mjólkinni. Þeytið rjóma eða það sem betra er notið rjómasprautu og sprautið smá rjóma yfir í lokin. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefni sem eru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Fagurbleikur og bragðgóður

Fagurbleikur og bragðgóður boozt er fullkomin byrjun í góðu brönsboði. Á tyllidögum má svo fara alla leið og fylla drykkinn upp með kampavíni. Virkilega frískandi og góður drykkur sem tekur enga stund að búa til og allir elska. Bleika dásemdin 1 bolli frosin jarðarber 1 bolli frosin hindber 1 bolli klakar 4-5 góðar matskeiðar af grísku jógúrti 1 banani Appelsínusafi, magn eftir smekk Smá skvetta af hunangi Aðferð: Setjið allt í blandarann í 2-3 mínútur eða þar til drykkurinn er silkimjúkur. Berið strax fram og njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin sem voru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Smoothie skál sem er stútfull af hollustu

Í fyrsta þætti af Matargleði voru fljótlegar og hollar uppskriftir í aðalhlutverki, fyrsti rétturinn sem ég gerði í þættinum var einföld smoothie skál sem fangar auga og er algjört sælgæti. Vissulega er ekki alltaf tími á morgnana til þess að nostra við morgunmatinn og auðvitað er hægt að skella drykknum í drykkjarílat og bruna út. En, þegar tími gefst þá mæli ég með að þið gerið svona skál og njótið í botn.   Smoothie skál með allskonar berjum Handfylli spínat 1/2 lárpera 1 bolli frosið mangó 1 bolli frosin jarðarber 1 msk hnetusmjör 1 banani 1 tsk chia fræ Möndlumjólk eða appelsínusafi, magn eftir smekk Klakar 2 – 3 msk grískt jógúrt Aðferð: Setjið öll hráefnin í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur,…

Áramótakokteillinn

Á gamlárskvöld er tilvalið að bjóða upp á frískandi og bragðgóða kokteila, mér finnst voða gaman að búa til kokteila og ég vil að þeir séu einfaldir. Mojito er í sérstöku eftirlæti hjá mér og ég ákvað að setja hann í nýársbúning. Hann er afar einfaldur og það þarf ekki að kaupa alltof mörg hráefni til þess að búa hann til. Frískandi, bragðgóður og fallegur drykkur sem á eftir að slá í gegn í áramótpartíinu! Ég sá svo falleg brómber í Hagkaup í gær og mér datt strax í hug að nota þau í mojito, að sjálfsögðu getið þið notað hvaða ber sem er í þennan drykk og um að gera að prófa sig áfram. Sniðugt snarl til að bera fram með drykknum er poppkorn……

Piparmintusúkkulaði

Desember er genginn í garð og lætur heldur betur til sín taka. Veðrið er ekki upp á sitt besta eins og þið hafið eflaust tekið eftir og ekkert gott að vera að þvælast úti við ef erindið er ekki brýnt. Ég legg til að þið fáið ykkur þennan ómótstæðilega súkkulaðibolla, komið ykkur vel fyrir með teppi og njótið. Það er líka í fínasta lagi að setja eina jólamynd í tækið og finna jólaandann hellast yfir ykkur. Ég sit hér með hópnum mínum að læra undir próf, við erum búin að kveikja á kerti og koma okkur vel fyrir. Ætlum ekki að færa okkur um set í allan dag og ég vona að þið eigið góðan dag þrátt fyrir leiðindaveður. Piparmyntusúkkulaði 1 líter mjólk  175 g…

Kokteill sumarsins….

Kókos- og ananas kokteill sem kemur manni alltaf í sumarskap og í stuð ef út í það er farið. Bragðgóður, ferskur og auðveldur kokteill sem allir ættu að geta leikið eftir. Piña colada 4 dl frosinn ananas 2 dl ananassafi 1 dl kókosmjólk 1/2 – 1 dl kókosromm t.d. Malibu (magn fer auðvitað eftir smekk) Skvetta af sítrónusafa Allt blandað í blandara þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

1 2