Einfalt og fljótlegt hummus sem bragð er af

Ég er búin að vera með æði fyrir hummus í nokkra daga og ég fæ bara ekki nóg af því! Ég elska að fá mér hummus ofan á hrökkbrauð eða með fersku grænmeti, ótrúlega einfalt og gott. Þessi uppskrift sem ég deili með ykkur í dag er afar einföld og fljótleg, en ég nota tilbúnar kjúklingabaunir en þið getið auðvitað keypt þær ósoðnar, lagt þær í bleyti og eldað. Það tekur aðeins lengri tíma en stundum hefur maður meiri tíma í eldamennskuna 🙂

Einfalt og fljótlegt hummus

(Sem klárast eins og skot)

  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 2 msk tahini mauk
  • handfylli kóríander
  • skvetta úr sítrónu
  • 2 hvítlauksrif
  • 1/2 dl góð ólífuolía
  • 1 tsk paprikukrydd
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Kjúklingabaunirnar eru skolaðar og þerraðar
  2. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, smakkið ykkur til og kryddið eftir þörfum.
  3. Steikið nokkrar kjúklingabaunir upp úr olíu og kryddið með paprikukryddi, svona rétt til þess að skreyta hummusinn ef þið eruð í stuði.
  4. Berið fram með til dæmis hrökkbrauði, agúrku, gulrætum og papriku.

Einfalt og ómótstæðilega gott!!

Fylgið mér endilega á Instagram, en þar sýni ég stunudm uppskriftirnar skref fyrir skref. Notendanafnið mitt þar er: evalaufeykjaran

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *