Archives

Djúpsteiktur ostur hjúpaður í Doritos mulningi

Í gærkvöldi ætlaði ég ekki að sofna, pínu vandræðalegt að segja frá ástæðu þess en ég var með hugmynd að djúpsteiktum ost í huga. Já, stundum valda uppskriftir mér andvökunætum sem er mjög hressandi. Þegar ég vaknaði í morgun var ég staðráðin í því að prófa uppskriftina sem ég var búin að setja saman í huganum og útkoman var miklu betri en einhver draumur, ég held að þetta sé ein besta uppskrift að djúpsteiktum Camenbert sem ég hef smakkað. Mögulega ætti maður að vera hógvær þegar um ræðir uppskriftir frá manni sjálfum en þessi er of góð til þess, það er ekkert hægt að vera hógvær þegar djúpsteiktur ostur á í hlut og hvað þá ef hann er hjúpaður Doritos mulning. Þetta er einn einfaldasti…

Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti

Þetta er langt frá því að vera jólaleg uppskrift en hún á samt sem áður vel við þessa dagana þegar flestir eru á ferð og flugi að undirbúa jólin og lítill tími gefst fyrir matargerð en allir eru á því að vilja njóta.. þá er gott að eiga eina svona uppskrift sem mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum í fjölskyldunni. Tilvalið sem einfaldur kvöldmatur eða þá sem snarl með vinum, með einum öl eða svo. 🙂 Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti Hráefni 1 poki Doritos (ég notaði appelsínugulan) 300 g eldað kjúklingakjöt, bragðsterkt 1 dl gular baunir 1 rauð paprika 5-6 msk hreinn rjómaostur 100 g rifinn ostur kóríander, magn eftir smekk salsa sósa sýrður rjómi Aðferð: Steikið kjúklingakjötið eða notið foreldað…

Tryllingslega góð ostaídýfa

Nú eru eflaust margir að skipuleggja EM kvöld með vinum og fjölskyldunni, mér fannst þess vegna tilvalið að deila með ykkur uppskrift að æðislegri ídýfu sem ég fæ ekki nóg af. Ég elska ost og hann fer með aðalhlutverk í þessari sósu, það er nauðsynlegt að nota Cheddar ostinn en hann gefur sósunni mikið bragð og er einstaklega fallegur á litinn. Það tekur enga stund að útbúa sósuna og ég þori að veðja að þið eigið eftir að slá í gegn með því að bjóða upp á hana með góðu snakki. Ég mun tvímælalaust gera sósuna aftur og aftur!  En hér er uppskriftin, ég vona að þið njótið vel. Æðisleg ostaídýfa borin fram með Doritos flögum Hráefni: 1 msk ólífuolía 1 laukur 1 rautt chili…

Tryllingslega gott humarsalat með mangósósu

Þetta humarsalat er sannkallað lúxussalat þegar við viljum gera sérlega vel við okkur. Ég gjörsamlega elska þetta salat og gæti borðað það í öll mál… en þið vitið, maður borðar víst ekki humar í öll mál 🙂 Ég hvet ykkur til þess að prófa það og þá sér í lagi ef þið eigið von á góðum gestum, þá er bókað mál að þið sláið í gegn. Humarsalat með mangósósu og ristuðum furuhnetum Einföld matreiðsla Áætlaður tími frá byrjun til enda: 40 mínútur Fyrir 3-4  Gott salat t.d. klettasalat og lambhagasalat 1 askja kirsuberjatómatar 1 askja jarðarber ca. 10 stk ½ melóna (má vera hvaða tegund sem er) 1 mangó ½ rauðlaukur ½ rauð paprika 600 g humar, skelflettur smjör ólífuolía 2 hvítlauksrif ½ chili 1 tsk fersk…

Brúsketta með sítrónurjómaosti og reyktum laxi

Í gærkvöldi var sérstakt sítrónuþema í Matargleðinni og ég útbjó þessar sjúklega einföldu brúskettur sem eru tilvaldar í sumar, sem forréttur eða bara sem léttur kvöldverður.  Gott brauð, rjómaostur og reyktur lax fara einstaklega vel saman. Það tekur líka enga stund að skella í þessar einföldu og bragðgóðu brúskettur, sumsé þið eigið eftir að elska þær. Ljúffengt laxabrauð með sítrónurjómaosti Einföld matreiðsla  Áætlaður tími frá byrjun til enda: 20 mínútur Fyrir 3-4  1 gott brauð t.d. súrdeigsbrauð reyktur lax, í sneiðum 200 g rjómaostur, hreinn salt og pipar safi af hálfri sítrónu börkur af hálfri sítrónu 1 msk smátt saxaður graslaukur Klettasalat Ólífuolía Hreinn fetaostur Sítrónubátar   Aðferð: Skerið gróft brauð í sneiðar og leggið í eldfast mót, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í ofni…

Sumarlegt kjúklingasalat með Mexíkó-ostasósu

Nú er sumarið gengið í garð og með hækkandi sól skiptum við út þungum vetrarmat yfir í léttari og sumarlegri rétti. Kjúklingasalöt flokkast að mínu mati undir sumarlega rétti en þau eru bæði svakalega góð og einföld, auðvelt að blanda góðum hráefnum saman á örfáum mínútum. Ég elska þetta einfalda og góða salat sem ég útbjó um daginn, ég hef ekki hætt að hugsa um það síðan ég borðaði það. Sem betur fer fæ ég til mín góða gesti í kvöldmat í kvöld og ætla að hafa þetta salat á boðstólnum.  Sósan setur punktinn yfir i-ið en það er létt mexíkó-ostasósa sem passar fullkomnlega með kjúklingnum og Doritos snakkinu. Sumarsalatið 2016, gjörið þið svo vel. Sumarlegt kjúklingasalat með Mexíkó-ostasósu   Einföld matreiðsla  Áætlaður tími frá…

Pottabrauð og æðislegt pestó úr öðrum þætti af Matargleði Evu

Í þætti gærkvöldsins bakaði ég þetta ofur einfalda brauð og gerði æðislegt pestó með sem tekur enga stund að búa til. Ég geri mjög oft pestó og það er lygilega einfalt, nota yfirleitt bara það sem ég á til hverju sinni og útkoman verður alltaf góð. Það er aðalatriði að eiga góða basilíku, hnetur, parmesan og ólífuolíu. Svo er hægt að bæta öðrum hráefnum við, það fer bara eftir stuðinu í manni 🙂 Rósmarín-og hvítlauksbrauð með æðislegu pestói 470 g brauðhveiti 370 ml volgt vatn 1 tsk salt 1/4 tsk þurrger 1 msk ferskt rósmarín 2 hvítlauksrif   Aðferð: Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir. Hellið deiginu…

Tryllingslega gott grænmetislasagna

Ég deildi þessari uppskrift með áhorfendum Stöðvar 2 í þættinum mínum Matargleði á síðasta ári, einhverra hluta vegna rataði uppskriftin ekki hingað inn og nú bætum við úr því. Það er svo sannarlega alltaf staður og stund fyrir gott lasagna og ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift. Gott grænmeti, pasta og góður ostur. Þurfum við nokkuð eitthvað meira? Ég þori að lofa ykkur að þið eigið eftir að elda uppskriftina aftur og aftur – hún er sáraeinföld og þið getið auðvitað notað það grænmetið sem þið eigið til í ísskápnum hverju sinni.   Grænmetislasagna með pestókartöflum Grænmetislasagna     Ólífuolía 1 laukur 4 hvítlauksrif 2 gulrætur 2 sellerístangir 1 rauð paprika 1 græn paprika ½ kúrbítur 150 g spergilkál 1 dós niðursoðnir tómatar…

Ofnbakaðar brauðsnittur í einum grænum

  Ég fékk vinkonur mínar í sunnudagskaffi um daginn og ákvað að gera nokkrar snittur, mér finnst nefnilega mikilvægt að hafa eitthvað brauðmeti á boðstólnum og þá sérstaklega ofnbakað. Með öllum sætu kökunum þarf að vera brauðbiti inn á milli, til að jafna þetta út. Ég elska góða osta og ákvað að gera einfaldar brauðsnittur með Dala Koll og mangó chutney. Snitturnar kláruðust og ég á eftir að gera þessar oftar en einu sinni í viðbót. Mig langar líka að búa til mitt eigið mangó chutney í bráð, en það fær að bíða aðeins til betri tíma og auðvitað fáið þið að fylgjast með því þegar ég ræðst í það verkefni. Ofnbakaðar brauðsnittur með hvítmygluosti og mangó chutney   1 snittubrauð Dala kollur Mangó chutney…

Einfaldasta brauð í heimi og guðdómleg bruschetta með Mozzarella

  Í gærkvöldi ákvað ég að skella í einfaldasta brauð veraldar, já ég er að segja ykkur það satt. Ég átti hveiti, þurrger, salt og vatn… og meira var það ekki. Það eina sem þessi uppskrift krefst er pínu þolinmæði, brauðið þarf að hefast í 12 – 24 klst en ef þið skellið í deigið að kvöldi þá er það tilbúið um morguninn og eina sem þarf þá að gera er að skella því inn í ofn og eftir 45 mínútur er fína og góða brauðið tilbúið. (sem lítur út fyrir að hafa verið rosa mikil vinna) Brauðið er auðvitað best nýbakað og ákvað ég að nota það í bruschettu með tómötum og Mozzarella. Algjört lostæti og svo einfalt, ég elska allt sem er einfalt…

1 2 3 4