Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu

*Fyrir fjóra 
 • 800 g fiskur til dæmis þorskur eða ýsa
 • 5 dl hveiti
 • salt og pipar
 • 1 msk karrí
 • 1 msk sinnepsduft
 • 2 msk  fersk smátt söxuð steinselja
 • salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk
 • 3 egg
 • ólífuolía til steikingar + smá smjör
Aðferð:
 1. Skerið fiskinn í jafn stóra bita.
 2. Blandið saman í skál hveitinu og kryddum.
 3. Pískið þrjú egg saman í skál.
 4. Hitið ólífuolíu á pönnu.
 5. Veltið fiskbitunum upp úr hveitiblöndunni og síðan upp úr eggjablöndunni.
 6.  Steikið fiskinn á pönnu í ca tvær mínútur á hvorri hlið, setjið síðan fiskinn í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 10 – 12 mínútur. Það er ágætt að setja smá smjörklípu ofan á fiskinn áður en hann fer inn í ofn.

Á meðan fiskurinn er í ofninum er brjálæðislega góð og einföld jógúrtsósan útbúin…

Jógúrtsósa

 • 300 ml grísk jógúrt
 • safi úr 1/2 límónu
 • 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð
 • 1 hvítlauksrif, pressað
 • 1 tsk hunang
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið vel saman, það er einnig gott að mauka sósuna í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Berið strax fram!
.
Fljótlegt, einfalt og gott! 
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *