Jól í glasi – Æðislegur berjakokteill og stökkar parmesanflögur

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við AVA aldinvatn 

Jól í glasi er nafnið á þessum kokteil, hann er einfaldlega svo jólalegur að þetta nafn smellpassar. Ég elska desember og allt sem honum fylgir, jólaboð og hittingar með vinum og fjölskyldu.. svo ekki sé minnst á spilakvöldin! Það er ferlega skemmtilegt að bjóða upp á góða kokteila í boðum og þessi er tilvalin. Einfaldur og bragðgóður… borin fram með stökkum og guðdómlega góðum parmesanflögum sem þið verðið að prófa.

Berja moijto með jólaívafi

Uppskrift fyrir 2 glös

  • 2 límónur
  • handfylli mintulauf
  • 8 tsk hrásykur
  • 8 cl ljóst romm (auðvitað má sleppa áfenginu)
  • handfylli hindber
  • mulinn klaki
  • Sódavatn
  • rósmarín, til skreytingar
  • kanilstöng, til skreytingar
  • 1 tsk flórsykur

Aðferð:

  1. Skerið límónu í báta og skiptið niður í tvö glös.
  2. Skiptið sömuleiðis mintulaufum, hrásykri, rommi og hindberjum í glösin, merjið allt saman.
  3. Setjið mulinn klaka í glösin, allt upp að brún og hrærið vel í.
  4. Fyllið upp með sódavatni og skreytið drykkinn með rósmaríngrein, rífið niður smá kanil af kanilstönginni og sigtið flórsykur yfir drykkinn í lokin.

Berið strax fram og njótið vel.

Parmesanflögur með rósmarín

  • 100 g parmesan
  • 1/2 tsk rósmarín
  • svartur pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Rífið niður parmesan.
  3. Skiptið ostinum niður í nokkra bita á pappírsklæddri ofnplötu, mótið hring.
  4. Sáldrið rósmarín yfir hvern hring.
  5. Kryddið með smá pipar og bakið í ofni við 200°C í 3 – 4 mínútur.
  6. Kælið og berið fram.

Stökkar og dásamlegar parmesanflögur.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *