Archives

Jól í glasi – Æðislegur berjakokteill og stökkar parmesanflögur

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við AVA aldinvatn  Jól í glasi er nafnið á þessum kokteil, hann er einfaldlega svo jólalegur að þetta nafn smellpassar. Ég elska desember og allt sem honum fylgir, jólaboð og hittingar með vinum og fjölskyldu.. svo ekki sé minnst á spilakvöldin! Það er ferlega skemmtilegt að bjóða upp á góða kokteila í boðum og þessi er tilvalin. Einfaldur og bragðgóður… borin fram með stökkum og guðdómlega góðum parmesanflögum sem þið verðið að prófa. Berja moijto með jólaívafi Uppskrift fyrir 2 glös 2 límónur handfylli mintulauf 8 tsk hrásykur 8 cl ljóst romm (auðvitað má sleppa áfenginu) handfylli hindber mulinn klaki Sódavatn rósmarín, til skreytingar kanilstöng, til skreytingar 1 tsk flórsykur Aðferð: Skerið límónu í báta og skiptið…

Ástaraldin mojito, suðrænn og seiðandi.

Síðastliðinn fimmtudag dæmdi ég í Íslandsmeistarakeppni barþjóna, þar bragðaði ég á mörgum ótrúlega góðum kokteilum og það var ansi skemmtilegt að sjá mismunandi kokteila og metnaðurinn var mikill hjá barþjónunum. Það skapar oft skemmtilega stemningu að bera fram fallegan og frískandi drykk í boðum, að mínu mati þurfa þeir ekkert endilega að vera áfengir. Á meðan ég var ólétt fékk ég mér oft góðan kokteil með vinkonum mínum, óáfenga og mjög góða. Ég mæli með að þið prófið að gera kokteil heima við, það getur verið mjög skemmtilegt. Í bókinni minni Matargleði Evu er að finna uppskriftir að nokkrum ljúffengum kokteilum og hér kemur ein uppskrift sem er í mínu uppáhaldi. Ástaraldin mojito, suðrænn og seiðandi. Mojito 2 – glös 4 límónur 20 myntulauf, og…