Archives

Portóbelló tacos

Portóbello tacos Fyrir 2: Hráefni: 4 portóbelló sveppir 1 rauð paprika 1 hvítlauksrif ¼ rautt chili 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd Salt og pipar 2 msk ólífuolía 1 límóna 2 stilkar vorlaukur Kirsuberjatómatar 2 lárperur 1 dós Sýrður rjómi Handfylli kóríander Tortilla kökur Hreinn fetaostur, magn eftir smekk Aðferð: Skerið sveppina í sneiðar, saxið chili, hvítlauk, kóríander og blandið öllu saman. Kryddið til með salti, pipar, paprikukryddi og cumin kryddi. Hellið olíu saman við og hrærið. Það er frábært ef þið hafið tíma að leyfa sveppunum að liggja í marineringunni í smá tíma. Á meðan sveppirnir liggja í marineringunni er ágætt að útbúa meðlætið. Setjið sýrðan rjóma, lárperur, 1 hvítlauksrif, handfylli kóríander, salt, pipar og safann úr hálfri límónu í matvinnsluvél og maukið…

Blómkáls tacos

Blómkáls tacos Fyrir 2-3 1 stórt blómkál 2 msk olía 1 ½  tsk salt 1 ½  tsk pipar 1 ½  tsk paprika 1 ½  cumin krydd 1 ½  kóríander, malaður Aðferð: Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og olíu, blandið vel saman (best að nota hendurnar í verkið). Þið getið annaðhvort ofnbakað blómkálið eða djúpsteikt. Ef þið ætlið að ofnbaka þá stillið þið ofninn á 220°C, leggið blómkálið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur. Snúið blómkálinu einu sinni við og bakið áfram í 15 mínútur. Þá er það tilbúið! Ef þið viljið djúpsteikja, þá veltið þið blómkálsbitunum upp úr hveiti og síðan upp úr  orly deigi. Steikið í olíu sem…

Djúpsteikt tacos!

Djúpsteikt tacos! Þriðjudagar eru taco dagar á okkar heimili og ég sýni frá því á Instagram, þetta er orðin virkilega skemmtileg hefð og ég er spennt alla vikuna að elda ljúffengt taco á þriðjudögum. Í síðustu viku eldaði ég eða djúpsteikti öllu heldur fisk og bar fram í tortilla vefjum, guðdómlega gott… ég hef í raun ekki hætt að hugsa um þennan rétt og hann verður á matseðlinum fljótlega aftur. Ég mæli mjöög mikið með að þið prófið. Uppskriftin miðast við fjóra – fimm Hráefni í þeirri röð sem ég nota þau: Mangósalsa: 1 mangó 1 rauð paprika Handfylli kóríander 10 – 12 kirsuberjatómatar Salt og pipar Safi úr hálfri límónu 1 msk ólífuolía Aðferð: Skerið grænmetið mjög smátt og blandið saman í skál. Kreistið…

Trylltar föstudagspizzur

Föstudagspizzan   Pizzadeig 2 1/2 dl volgt vatn 3 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi saman við og hrærið vel í. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í klukkustund. Fletjið deigið út og smyrjið deigið með pizzasósu. Setjið það…

OFURNACHOS UM VERSLÓ

Einn besti og sennilega einn vinsælasti partíréttur fyrr og síðar, ofnbakað nachos með allskyns gúmmilaði. Ég setti þessa uppskrift á Instastory hjá mér í gærkvöldi og ég fékk vægast sagt tryllt viðbrögð og ég hreinlega varð að drífa í því að setja inn uppskriftina. Þið getið enn séð aðferðina á Instastory og hún er lygilega einföld – alveg eins og við viljum hafa það. evalaufeykjaran á Instagram OFURNACHOS MEÐ KJÚKLING OG NÓG AF OSTI *Fyrir 3 – 4  1 poki tortillaflögur með salti 1 kjúklingabringa, forelduð 120 g cheddar ostur Tómatasalsa Lárperumauk Sýrður rjómi 1 rautt chili Handfylli kóríander 1 stilkur vorlaukur 1 límóna Aðferð Útbúið tómatasalsa og lárperumauk samkvæmt uppskriftum hér að neðan. Rífið niður cheddar ostinn og kjúklingabringuna (Ég nota yfirleitt sous-vide kjúklingabringur…

GEGGJAÐ RÆKJUTACOS MEÐ FERSKU SALSA

Mánudagsfiskurinn í þessari viku var risarækjutacos með bræddum osti, stökkum tortilla vefjum og fersku salsa. Ég ætlaði reyndar bara að kaupa fisk til þess að steikja en brjálæðislega girnilegar tortilla vefjur fönguðu hug minn en þær voru ólíkar þeim sem ég kaupi venjulega og ég gat ekki annað en gripið þær með mér heim. Þetta kallaði einfaldlega á gott tacos kvöld! Tortilla vefjurnar  gegna lykilhlutverki í þessum rétti, ég segi ykkur það satt. Bragðið af þeim gerir matinn svo spennandi og hann verður líkari ekta mexíkóskum mat fyrir vikið, ég verð eiginlega að mæla með að þið kaupið þessar tortilla vefjur og þá vitið þið hvað ég er að tala um. Bragðmikið rækjutacos með fersku salsa Fyrir fjóra 2 pakkar risa- eða tígrisrækja (um það…

Laxatacos með mangósalsa og kóríandersósu

Laxa tacos Uppskrift.  600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd salt og pipar, magn eftir smekk 1 hvítlauksrif Við steikingu: 1 msk ólífuolía 1 límóna 1 msk sesamfræ Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita, kryddið til með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og bætið olíunni saman við. Rífið niður hvítlauk og bætið honum saman við. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið fiskinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Sáldrið sesamfræjum yfir fiskinn í lokin og kreistið safann úr hálfri límónu yfir fiskinn. Blandið laxinum saman við mangósalsa og berið fram í tacoskeljum. Mangósalsa 1 ferskt mangó í teningum 1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður ½ agúrka, smátt…

Grilluð tortillapizza með hvítlauksrækjum

Grilluð tortilla pizza með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2 – 3 msk ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif 1/2 rautt chilialdin safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Aðferð: Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, smátt söxuðu chili, salti, pipar og steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Tortillapizzur Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Aðferð: Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er…

Mexíkósk pizza

Um helgar þá nýt ég þess að borða eitthvað gott og á föstudögum finnst mér eiginlega nauðsynlegt að fá mér pizzu, það eru örugglega margir sem borða pizzu á föstudagskvöldum enda er ágætt að enda vinnuvikuna á góðum mat og sjónvarpsglápi fram eftir kvöldi, það er ekkert verra að maula á súkkulaði á meðan. Ég útbjó gómsæta mexíkóska pizzu sem mig langar að deila með ykkur, ég var svöng þegar ég fór í búðina og keypti allt það sem mig langaði í. Það er auðvitað lykilregla að fara ekki út í búð svöng, ég keypti allt í taco og þegar heim var komið ákvað ég að útbúa pizzu með mexíkósku ívafi. Einföld og bragðmikil pizza sem ég mæli með að þið prófið. Ítalskur pizzabotn  Þessi…