Archives

Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu

Uppáhalds forrétturinn minn er án efa nauta carpaccio og ég elska hvað það er auðvelt að útbúa þennan rétt. Lykillinn er eins og alltaf, að velja bestu hráefnin og að þau fái að njóta sín. Gott nautakjöt, úrvals ólífuolía, góður parmesan og góð piparrótarsósa. Lúxus skyndibiti ef svo má að orði komast, þið eruð sennilega 10 mínútur frá byrjun til enda að útbúa réttinn. Það er ekki að ástæðulausu að þessi réttur var borin fram sem forréttur í brúðkaupinu okkar, ég gjörsamlega elska hann. Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu Fyrir 4 400 g nautalund góð ólífuolía salt og pipar klettasalat sítróna parmesan ostur 100 g ristaðar furuhnetur Aðferð: Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð…

Grillaður lax með sítrónu, fetaosti, hvítlauk og kirsuberjatómötum

Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk ólífuolía salt og pipar 1 hvítlauksrif 10 kirsuberjatómatar sítróna 1 ½ dl fetaostur 1 msk graslaukur, smátt saxaður Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita og raðið honum í álbakka eða á álpappír, dreifið olíu yfir laxinn og kryddið með salti og pipar. Rífið niður eitt hvítlauksrif, skerið niður tómata og graslauk og dreifið yfir laxinn. Skerið sítrónu í sneiðar og leggið eina sneið yfir hvern bita ásamt því að mylja fetaost yfir í lokin. Grillið í 5 – 7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Grillaður aspas Ferskur aspas Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar Smjör Aðferð: Snyrtið aspasinn vel og skerið trénaða hlutann af, það er gott ráð…

Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti

Þetta er langt frá því að vera jólaleg uppskrift en hún á samt sem áður vel við þessa dagana þegar flestir eru á ferð og flugi að undirbúa jólin og lítill tími gefst fyrir matargerð en allir eru á því að vilja njóta.. þá er gott að eiga eina svona uppskrift sem mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum í fjölskyldunni. Tilvalið sem einfaldur kvöldmatur eða þá sem snarl með vinum, með einum öl eða svo. 🙂 Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti Hráefni 1 poki Doritos (ég notaði appelsínugulan) 300 g eldað kjúklingakjöt, bragðsterkt 1 dl gular baunir 1 rauð paprika 5-6 msk hreinn rjómaostur 100 g rifinn ostur kóríander, magn eftir smekk salsa sósa sýrður rjómi Aðferð: Steikið kjúklingakjötið eða notið foreldað…

Tryllingslega góð ostaídýfa

Nú eru eflaust margir að skipuleggja EM kvöld með vinum og fjölskyldunni, mér fannst þess vegna tilvalið að deila með ykkur uppskrift að æðislegri ídýfu sem ég fæ ekki nóg af. Ég elska ost og hann fer með aðalhlutverk í þessari sósu, það er nauðsynlegt að nota Cheddar ostinn en hann gefur sósunni mikið bragð og er einstaklega fallegur á litinn. Það tekur enga stund að útbúa sósuna og ég þori að veðja að þið eigið eftir að slá í gegn með því að bjóða upp á hana með góðu snakki. Ég mun tvímælalaust gera sósuna aftur og aftur!  En hér er uppskriftin, ég vona að þið njótið vel. Æðisleg ostaídýfa borin fram með Doritos flögum Hráefni: 1 msk ólífuolía 1 laukur 1 rautt chili…