Archives

Tómata- og basilíkusúpa með hreinum fetaosti

Uppskriftin miðast við fjóra Hráefni: 3 msk góð ólífuolía 1,2 kg tómatar 16-18 kirsuberjatómatar 2 tsk oreganó salt og pipar 1 laukur 3 hvítlaukrsif 700 ml kjúklingasoð (soðið vatn + 1 kjúklingateningur) 1 búnt basilíka Hreinn fetaostur, magn eftir smekk Aðferð: Forhitið ofninn í 160°C (blástur) Skerið tómatana í litla bita og dreifið tómötum á pappírsklædda ofnplötu. Skerið einnig kirsuberjatómatana í tvennt og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Kryddið með oreganó, salti og pipar. Hellið vel af ólífuolíu yfir. Bakið við 160°C í 40-50 mínútur. Þegar tómatarnir eru tilbúnir þá takið þið nokkra kirsuberjatómata frá sem þið notið ofan á súpuna síðar. Hitið ólífuolíu í pott, saxið lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er mjúkur í ggen. Bætið tómötum út í pottinn og maukið…

Mexíkó panna sem þú verður að prófa

Taco Tuesday heldur áfram að sjálfsögðu og ég var farin að þrá mexíkóskan mat. Þessi panna er nákvæmlega það sem mig vantaði í líf mitt! Kjúklingur, stökkar tortillakökur, nóg af osti, rjómaostur og var ég búin að segja nóg af osti? Þið þurfið hreinlega að prófa þennan rétt sem allra fyrst. Þið finnið skref fyrir skref myndir á Instagram – finnið mig undir evalaufeykjaran. Mexíkósk panna *Uppskriftin miðast við fjóra 600 g kjúklingabringur, skornar í litla bita 1 msk ólífuolía 3 msk fajitas krydd Salt og pipar ½ laukur, skorinn í strimla ½ rauð paprika, skorin í strimla ½ græn paprika, skorin í strimla 5 sveppir, smátt skornir 2 hvítlauksrif, pressuð 3 dl tómata passata ½ kjúklingateningur 5 msk rjómaostur 1 dl maísbaunir Tortillavefjur Rifinn…

Páskakökur

Súkkulaðikaka með ljúffengu frosting kremi og súkkulaðieggjum.  Fyrsta páskakakan mín og páskaboðið á myndunum hér að neðan, árið 2012 bauð ég fjölskyldunni minni í páskakaffi og það hef ég gert öll ár síðan.  Páskabröns með fjölskyldu og vinum er frábær hugmynd að góðum degi.  Súkkulaðibollakökur með hvítsúkkulaðikremi  Mömmudraumur með silkimjúku súkkulaðikremi  Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdótir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Páskamaturinn

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir með æðislegri rjómasósu sem allir elska. Klassísk sem slær alltaf í gegn! Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, döðlum, fetaosti og furuhnetum borinn fram með smjörsteiktum kartöflum, ferskum aspas og æðislegu spergilkálssalati. Þetta salat! Mamma mía hvað það er gott og þið þurfið helst að prófa það, ekki seinna en núna strax. Lambakórónur með æðislegri kartöflumús og rauðvínssósu. Einfaldur og æðislegur réttur. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín, borið fram með perlukúskús. Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói. Kjötið er borið fram með kartöflum steiktum upp úr andafitu og æðislegri soðsósu. Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti og piparostasósu (uppáhalds uppskriftin mín). Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalundir. Fullkomið á grillið. Sous Vide nautalund með piparostasósu og hvítlaukshumar sem bráðnar í munni. Entrecóte…

Portóbelló tacos

Portóbello tacos Fyrir 2: Hráefni: 4 portóbelló sveppir 1 rauð paprika 1 hvítlauksrif ¼ rautt chili 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd Salt og pipar 2 msk ólífuolía 1 límóna 2 stilkar vorlaukur Kirsuberjatómatar 2 lárperur 1 dós Sýrður rjómi Handfylli kóríander Tortilla kökur Hreinn fetaostur, magn eftir smekk Aðferð: Skerið sveppina í sneiðar, saxið chili, hvítlauk, kóríander og blandið öllu saman. Kryddið til með salti, pipar, paprikukryddi og cumin kryddi. Hellið olíu saman við og hrærið. Það er frábært ef þið hafið tíma að leyfa sveppunum að liggja í marineringunni í smá tíma. Á meðan sveppirnir liggja í marineringunni er ágætt að útbúa meðlætið. Setjið sýrðan rjóma, lárperur, 1 hvítlauksrif, handfylli kóríander, salt, pipar og safann úr hálfri límónu í matvinnsluvél og maukið…

Indversk veisla

Tikka masala kjúklingur Fyrir 3-4 3 hvítlauksrif 1 msk rifið ferskt engifer 3 msk sítrónusafi 1 dl hrein jógúrt 1 tsk salti ½ rautt chilialdin 1 tsk kóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur. Sósan: 2 – 3 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk rifið engifer ½ rautt chilialdin 1 tsk túrmerik 1 tsk cumin 1 tsk múskat 2 msk tómatpúrra 200…

Blómkáls tacos

Blómkáls tacos Fyrir 2-3 1 stórt blómkál 2 msk olía 1 ½  tsk salt 1 ½  tsk pipar 1 ½  tsk paprika 1 ½  cumin krydd 1 ½  kóríander, malaður Aðferð: Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og olíu, blandið vel saman (best að nota hendurnar í verkið). Þið getið annaðhvort ofnbakað blómkálið eða djúpsteikt. Ef þið ætlið að ofnbaka þá stillið þið ofninn á 220°C, leggið blómkálið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur. Snúið blómkálinu einu sinni við og bakið áfram í 15 mínútur. Þá er það tilbúið! Ef þið viljið djúpsteikja, þá veltið þið blómkálsbitunum upp úr hveiti og síðan upp úr  orly deigi. Steikið í olíu sem…

Pavlova fyllt með Daim rjómafyllingu og ferskum berjum

MARENSBOTNAR 6 stk Stk eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk mataredik 1 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi  Aðferð: Forhitið ofninn í 100°C. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. eiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst í ofninum eða yfir nótt eins og ég geri gjarnan. Rjómakrem með Daim súkkulaði 200 ml rjómi 2 – 3 msk flórsykur 100 g Daim súkkulaði  Aðferð: Léttþeytið rjóma og bætið flórsykrinum út í.   Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið…

Toblerone jólaterta

Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Toblerone kremið góða. 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð:   Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í…

Piparkökukaka

Hráefni 500 g sykur 280 g smjör, við stofuhita 6 egg við stofuhita 500 g hveiti 2 tsk lyftiduft 4 dl rjómi 4 tsk vanilludropar 2,5 tsk kanill 1 tsk malaður negull 1 tsk hvítur pipar 1 tsk engifer krydd Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk. Smyrjið þrjú jafn stór kökuform og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið kökubotnanna við 180°C í 35-37 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem. Karamellukrem 500 g…

1 2 3 21