Archives

Heimalagað múslí

Ljúffengt múslí 3 dl tröllahafrar 2 dl pekanhnetur 1 dl sólblómafræ 1 dl graskersfræ 1 dl kasjúhnetur 2 msk kókosolía 2 msk eplasafi 1 tsk hunang eða döðlusíróp 1 tsk kanill 1 dl þurrkuð trönuber (fara út í eftir að múslíið kemur út úr ofninum) Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Blandið öllum hráefnum vel saman í skál. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið múslíinu á plötuna. Bakið í um það bil 30 mínútur eða lengur. Fylgist vel með og hrærið nokkrum sinnum í blöndunni á meðan bökunartíma stendur. Þegar múslíið er orðið gullinbrúnt þá er það tilbúið. Kælið vel áður en þið berið fram. Bætið t.d. þurrkuðum berjum eða kókosflögum við múslíið þegar það kemur út úr ofninum. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir…

EGG BENEDICT

Egg Benedict – besti brönsréttur fyrr og síðar! Fyrir 2  Hráefni: 4 egg 2 l vatn ½ tsk salt 2 brauðsneiðar, til dæmis gott súrdeigsbrauð 100 g spínat Smjörklípa 2 sneiðar hráskinka 2 sneiðar reyktur lax Paprikuduft Hollandaise sósa 5 eggjarauður 250 g smjör 1 msk sítrónusafi Salt og pipar Aðferð: Byrjið á því að útbúa sósuna. Setjið eggjarauður í skál og hitið yfir vatnsbaði, hrærið stöðugt í eggjunum og gætið þess að þau ofhitni ekki. Ef skálin er orðin of heit þá er nauðsynlegt að taka hana af hitanum og kæla örlítið, en það verður að hræra stöðugt í á meðan. Skerið smjör í teninga og bætið þeim smám saman út í, pískið á meðan smjörið bráðnar og þegar allt smjörið er komið út…

ACAI MORGUNVERÐARSKÁL – EINFALT MEÐ EVU

Súper morgunverðarskál með acai berjum • 1 dl Acai ber • 1 dl frosin blönduð ber • Hálfur banani • 2 dl möndlumjólk • 1 dl grískt jógúrt • Fersk ber • Múslí • Döðlusíróp Aðferð: • Setjið öll hráefnin í blandarann og maukið þar til blandan er orðin silkimjúk. • Hellið blöndunni í skál og skreytið með ávöxtum, sáldrið smávegis af döðlusírópi yfir og berið strax fram. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Syndsamlega einfalt og fljótlegt eplapæ á örfáum mínútum

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við KELLOGGS  Syndsamlega gott og einfalt eplapæ 4 epli 1 tsk kanil 4 msk smjör 1 tsk vanilludropar 5 dl KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum 2 dl grískt jógúrt 1 msk hunang 1 vanillustöng ½ tsk vanilludropar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Flysjið epli, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og veltið upp úr kanil. Setjið eplin í eldfast mót, hellið vanilludropum yfir og skerið smjörið í bita og dreifið yfir. Að lokum fer KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum yfir og inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur eða þar til pæið er orðið gullinbrúnt (best er að hræra í pæinu einu sinni til tvisvar á meðan það er í ofninum). Blandið grísku…

Morgunverðarkaka með stökku múslí, æðislegri ástaraldinfyllingu og ferskum berjum.

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi.  Morgunverðarkaka með stökku múslí, æðislegri ástaraldinfyllingu og ferskum berjum Kaka sem má borða í morgunmat með góðri samvisku – einfaldlega ljúffengt. Botn: 1 poki KELLOGGS múslí (500g) 100 g smjör, brætt 10 döðlur, smátt skornar Aðferð: Myljið múslíið mjög fínt, bræðið smjör og saxið döðlurnar afar smátt. Blandið öllu saman í skál og dreifið blöndunni í fallegt fat eða litlar skálar. Setjið blönduna/botninn í ísskáp á meðan þið útbúið fyllinguna. Fylling: 300 g grískt jógúrt 2 msk hunang 3 ástaraldin 1 tsk vanilla Kíví Jarðarber Bláber Aðferð: Skafið innan úr ástaraldinávextinum og blandið kjötinu saman við gríska jógúrtið, hunangið og vanilluna. Dreifið jógúrtblöndunni yfir múslíbotninn og skerið niður ferska ávexti sem þið raðið…

Bláberjamúffur með grísku jógúrti og múslí

Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi  Bláberjamúffur með grísku jógúrti og stökku múslí Þegar ég bjó í Bretlandi þá fannst mér ekkert betra en að fara á góð kaffihús, panta mér kaffi og fá mér eina bláberjamúffu. Morgunverðarmúffur eru ansi vinsælar í Bretlandi, þær eru ekki eins sætar og venjulegu múffurnar eða bollakökurnar og eru því tilvaldar í morgunsárið þegar við viljum eitthvað aðeins meira en morgunkornið… fullkomið með fyrsta kaffibollanum. Bláberjabollakökur 1 egg 60 g brætt smjör 75 g sykur 65 ml mjólk 2 tsk vanilla 240 g grískt jógúrt 135 g hveiti 80 g haframjöl salt á hnífsoddi ½ tsk kanil 1 ½ tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 3 dl frosin eða fersk bláber KELLOGGS múslí, magn…

Nutella pönnukökur

Ég elska, elska, elska amerískar pönnukökur með allskyns góðgæti og þessar einföldu pönnukökur með Nutella eru algjört sælgæti. Ég bakaði þessar í gær, jájá konur sem eru komnar 38 vikur á leið þurfa ekki að afsaka pönnukökubakstur í virkum dögum 😉 Ég fékk allt í einu löngun í pönnukökur og var ekki lengi að skella í þessar enda er uppskriftin afar einföld og fljótleg… sem er alltaf plús og ég verð að mæla með að þið prófið þessar sem allra fyrst. Nutella pönnukökur 260 g hveiti 2 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 3 msk sykur 2 tsk vanilla 2 egg 4 msk smjör, brætt 250 ml mjólk Nutella, magn eftir smekk Aðferð: Blandið þurrefnum saman í skál. Pískið eggin saman við mjólk og vanilludropa. Bræðið…

Æðislegt múslí á örskotstundu

Ég hef nú nefnt það við ykkur einu sinni eða tvisvar sinnum hvað ég elska heimalagað múslí og hér er uppskrift sem er mjög einföld og fljótleg. Ilmurinn sem fer um heimilið þegar múslíið er í vinnslu er dásamlega hlýlegur og fullkomið á haustin. Uppáhaldið mitt er að hræra saman grísku jógúrti og smá hunangi, síðan læt ég vel af múslíinu og svo fersk ber til dæmis jarðarber. Algjör lostæti – og það má gjarnan bera jógúrtið fram í háu glasi en allt sem er fallega borið fram smakkast betur 😉 Þið getið séð aðferðina á Instastory hjá mér en þið finnið mig á Instagram undir nafninu evalaufeykjaran   1 bolli haframjöl 1 bolli kókosmjöl 1 bolli hörfræ 1 bolli graskersfræ 1 bolli saxaðar möndlur…

Guðdómlegt bláberjaboozt

Bláber eru bæði ótrúlega holl og góð, þau eru stútfull af andoxunarefnum og bæta meltinguna. Ég elska bláber og nota þau mikið í bæði matargerð og bakstur, svo er auðvitað frábært að fá sér bláber sem nasl milli mála. Eitt af því besta sem ég fæ mér er bláberja boozt, ískalt og svakalega frískandi. Fullkomið á sumardögum! Bláberja boozt 200 g Bláberjaskyr Handfylli af bláberjum Einn banani Ein msk af hörfræjum Klakar Möndlumjólk, magn eftir smekk Aðferð: 1. Setjið öll hráefnin í blandarann í smá stund eða þar til drykkurinn er silkimjúkur. Mér finnst best að setja nokkra klaka út í drykkinn. 2. Hellið drykknum í glas og njótið.   Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift…

Heimalagað múslí

Á morgnana vil ég eitthvað mjög einfalt, helst eitthvað sem ég get gripið með mér út í fljótu bragði. Þess vegna elska ég að búa til gott múslí sem ég get sett út á jógúrt ásamt góðum berjum. Einnig finnst mér æði að narta í múslí yfir daginn – þess vegna klárast þetta yfirleitt mjög fljótt hjá mér og þá er gott að þetta sé súper einfalt og fljótlegt. Ekki hafa áhyggjur ef þið eigið ekki allar hneturnar sem ég tel upp hér að neðan eða öll þau fræ, notið bara það sem þið eigið og kaupið það sem ykkur langar í. Þið getið notað hvað sem er í þetta múslí og um að gera að nota sem það til er í skápunum hjá ykkur….

1 2 3