Archives

Kanilsnúðar með rjómaostakremi

Þessir kanilsnúðar eru gjörsamlega geggjaðir og ég mun baka þá aftur og aftur. Amerískir kanilsnúðar eins og þeir gerast bestir! Ég fékk þessa uppskrift að láni hér, verður maður ekki að prófa uppskrift sem kemur frá Ameríku fyrst maður er að þessu? 😉 *Þessi uppskrift gefur 12-14 snúða Deigið: 1 msk þurrger 175 ml mjólk 95 g sykur + 1 msk 95 g smjör (brætt, ég gleymdi að bræða það og notaði smjör við stofuhita sem kom vel út ) 1 tsk kanill 2 egg 600 g hveiti 2 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Hitið mjólkina, hún á að vera volg. Bætið þurrgeri og 1 matskeið af sykri eða hunangi saman við og hrærið. Setjið viskastykki yfir skálina og látið standa þar til byrjar…

Tómata- og basilíkusúpa með hreinum fetaosti

Uppskriftin miðast við fjóra Hráefni: 3 msk góð ólífuolía 1,2 kg tómatar 16-18 kirsuberjatómatar 2 tsk oreganó salt og pipar 1 laukur 3 hvítlaukrsif 700 ml kjúklingasoð (soðið vatn + 1 kjúklingateningur) 1 búnt basilíka Hreinn fetaostur, magn eftir smekk Aðferð: Forhitið ofninn í 160°C (blástur) Skerið tómatana í litla bita og dreifið tómötum á pappírsklædda ofnplötu. Skerið einnig kirsuberjatómatana í tvennt og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Kryddið með oreganó, salti og pipar. Hellið vel af ólífuolíu yfir. Bakið við 160°C í 40-50 mínútur. Þegar tómatarnir eru tilbúnir þá takið þið nokkra kirsuberjatómata frá sem þið notið ofan á súpuna síðar. Hitið ólífuolíu í pott, saxið lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er mjúkur í ggen. Bætið tómötum út í pottinn og maukið…

Focaccia úr Í eldhúsi Evu

Hráefni 600 g hveiti 1 msk hunang 12 g þurrger 5 dl volgt vatn 1/2 tsk salt 1 dl olífuolía Ofan á: 1 dl ólífuolía 1 msk. smátt saxað rósmarín 1 dl fetaostur, mulin 12-14 grænar ólífur Aðferð: Blandið volgu vatni, þurrgeri og hunangi saman í skál. Hrærið vel í blöndunni og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða í skálinni. Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélaskál og hnoðið deigið vel eða þar til deigið er slétt og sprungulaust. Látið deigið hefast undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð eða í um það bil 35-40 mínútur. Hitið ofninn í 200°C (blástur). Smyrjið því næst ofnskúffu með ólífuolíu, setjið deigið í skúffuna og þrýstið því jafnt út í alla…

Súkkulaðibomba

Súkkulaðibotnar 1 bolli = 2.5 dl 3 bollar hveiti 2 bollar sykur 4 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðlítil olía 6 msk kakó 2 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Matarsódi 2 tsk. Vanilludropar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C (blástur). Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið er orðið silkimjúkt. Smyrjið tvö eða þrjú lausbotna form og skiptið deiginu niður í formin. Bakið við 180°C í 20 –22 mínútur. Tíminn fer auðvitað eftir ofnum, eins og alltaf. Gott er að athuga baksturinnmeð því að stinga prjóni í kökuna, prjóninn á að koma hreinn út og þá er kakanklár. Leyfið botnunum að kólna alveg áður en þið setjið á þá krem. Klassískt og ómótstæðilegt smjörkrem. 500 g smjör 500 g…

Oreo bomba!

Í fyrsta þætti af Matarboði með Evu fékk ég vinkonu mína og hæfileikabúntið Evu Ruzu til þess að elda með mér og hún gerði meðal annars þennan Oreo eftirrétt sem margir hafa spurt um og hér er uppskriftin og þessi eftirréttur er súper einfaldur og góður. Ég bætti hvítu súkkulaði saman svona fyrst það eru páskar en það má sleppa því, en hver gerir svoleiðis? Það sleppir enginn súkkulaði Oreo ostakökueftirréttur Miðast við 4-6 manns. Hráefni 500 ml rjómi 600 g rjómaostur 2 msk vanillusykur 4 msk flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 300 g Oreo kexkökur Aðferð: Þeytið rjóma og vanillusykur. Setjið rjómann til hliðar í aðra skál. Þeytið rjómaost og flórsykur saman. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því í mjórri bunu saman…

Súkkulaðibitakökur

Hráefnin: 140 g púðursykur 200 g sykur 200 g smjör, við stofuhita 2 egg 2 tsk vanilludropar eða sykur 375 g hveiti 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi salt á hnífsoddi 150 g rjómasúkkulaðidropar 150 g suðusúkkulaðidropar Aðferð: Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan er létt í sér. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli. Blandið þurrefnum og vanillu út í og hrærið áfram, gott að skafa meðfram hliðum amk einu sinni. Í lokin blandið þið súkkulaðinu saman við. Gott að kæla deigið í klst. (það má samt sem áður baka strax en lögunin á kökunum verður betri ef deigið fær aðeins að kólna) Forhitið ofninn í 180°C. Mótið kúlur með höndunum og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið…

Súkkulaðisæla – Kladdkaka með súkkulaðimús

Kladdkaka er sænsk að uppruna og nýtur mikilla vinsælda, það má líkja henni við franska súkkulaðiköku. Stökk að utan en mjúk að innan. Í gærkvöldi sofnaði ég út frá hugsunum um girnilegar súkkulaðikökur og þegar ég vaknaði í morgun klukkan sex með dóttur minni þá var það mitt fyrsta verk að baka kökuna sem ég hafði í huga. Sænsk kladdakaka með súkkulaðimús, já hún er jafn góð og hún hljómar. Í fyrstu var ég hrædd um að hún yrði kannski svolítið þung en svo var ekki, e þið elskið súkkulaði og langar í eitthvað gott í dag þá er þetta kakan. Það góða við þessa köku að það þarf ekki mörg hráefni og flest eigum við þau inn í skáp nú þegar. Ingibjörg Rósa dundaði…

Páskakökur

Súkkulaðikaka með ljúffengu frosting kremi og súkkulaðieggjum.  Fyrsta páskakakan mín og páskaboðið á myndunum hér að neðan, árið 2012 bauð ég fjölskyldunni minni í páskakaffi og það hef ég gert öll ár síðan.  Páskabröns með fjölskyldu og vinum er frábær hugmynd að góðum degi.  Súkkulaðibollakökur með hvítsúkkulaðikremi  Mömmudraumur með silkimjúku súkkulaðikremi  Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdótir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Mars skyrkaka

Mars skyrkaka Botn: 400 g hafrakex 150 g brætt smjör Aðferð: Setjið kex í matvinnsluvél og bræðið smjör, hellið smjörinu saman við kexið. Þrýstið kexblöndunni í formið og kælið á meðan fyllingin er búin til. Fylling: 500 ml rjómi 500 g vanilluskyr 1 tsk vanillufræ 1 tsk vanilludropar 2 msk flórsykur Aðferð: Setjið rjóma, vanillufræ, vanilludropa og flórsykur í hrærivélaskál og þeytið. Blandið skyrinu saman við með sleikju. Setjið skyrblönduna yfir kexbotninn og dreifið vel úr. Hellið súkkulaðikreminu yfir og kælið kökuna í nokkrar klukkustundir (frábært yfir nótt). Súkkulaðikrem: 80 ml rjómi 150 g suðusúkkulaði 60 g mars súkkulaði Aðferð: Hitið rjóma að suðu Saxið súkkulaði og setjið í skál, hellið rjómanum saman við og leyfið blöndunni að standa í 5 mínútur. Hrærið upp í…

Vatnsdeigshringur með karamellufyllingu

Vatnsdeigsbollur/hringur 10 – 12 bollur eða einn stór hringur Hráefni: 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: Forhitið ofninn í 200°C. (blástur) Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 – 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. Setjið deigið  í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka…

1 2 3 18