Archives

MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA ÚR EINFALT MEÐ EVU

MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA Hráefni:  • 2 msk olía • 1 laukur • 2 hvítlauksrif • ½ rautt chili • 3 stilkar vorlaukur • 250 lax, roðlaus og beinlaus • 250 g blandaðir sjávarréttir • 1 dós kókosmjólk (400 ml) • 1 L soðið vatn + 1 ½ fiskiteningur • 1 límóna • 2 paprikur, appelsínugul og rauð • Handfylli kóríander • ½ msk fiskisósa • 250 g risarækjur, ósoðnar • ½ – 1 msk karrí • 1 tsk paprikukrydd • Cayenne pipar á hnífsoddi • Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: 1. Skerið niður lauk, hvítlauk, chili og vorlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. 2. Skerið papriku smátt og bætið út í pottinn, steikið áfram þar til…

Ómótstæðilegur graflax með ljúffengri sósu

  Eitt af því sem mér þykir algjörlega ómóstæðilegt og nauðsynlegt fyrir jólin er graflax með góðri sósu. Ég hreinlega elska grafinn lax og gæti borðað hann í öll mál yfir jólin.. þessi uppskrift er afar einföld og þið ættuð þess vegna öll að geta leikið hana eftir. Graflax 1 laxaflak ca. 700 g. Beinlaust. 200 g salt 200 g púðursykur 6 piparkorn 2 msk vatn 1 msk graflaxblanda frá Pottagöldrum 4 – 5 msk dill ½ sítróna Aðferð: Leggið laxflakið í mót. Blandið saman salti, púðursykri, piparkornum og vatni í matvinnsluvél. Hellið síðan blöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið kryddinu jafnt yfir flakið og saxið dillið mjög smátt og stráið yfir. Rífið börk af hálfri sítrónu yfir laxaflakið í lokin….

Lax í æðislegri rjómasósu með sólþurrkuðum tómötum og döðlum

Lax í rjómasósu með döðlum og sólþurrkuðum tómötum 500 – 600 g lax, beinhreinsaður olía til steikingar + smá smjörklípa 1 1/2 dl smátt skorinn blaðlaukur 10 döðlur, mjúkar og smátt skornar 10 sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir 1/2 tsk. timían salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk 2 – 3 dl rjómi. Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Hitið olíu  á pönnu, skerið laxinn í jafn stóra bita og steikið á hvorri hlið í tvær mínútur. (byrjið á því að steikja laxinn á roðhliðinni) Kryddið laxinn með timían, salti og pipar. Bætið vænni smjörklípu út á pönnuna rétt í lokin. Setjið laxinn í eldfast mót og byrjið að undirbúa sósuna. Skerið blaðlauk, döðlur og sólþurrkaða tómata afar smátt og steikið upp úr olíu í smá stund,…

Laxatacos með mangósalsa og kóríandersósu

Laxa tacos Uppskrift.  600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd salt og pipar, magn eftir smekk 1 hvítlauksrif Við steikingu: 1 msk ólífuolía 1 límóna 1 msk sesamfræ Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita, kryddið til með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og bætið olíunni saman við. Rífið niður hvítlauk og bætið honum saman við. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið fiskinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Sáldrið sesamfræjum yfir fiskinn í lokin og kreistið safann úr hálfri límónu yfir fiskinn. Blandið laxinum saman við mangósalsa og berið fram í tacoskeljum. Mangósalsa 1 ferskt mangó í teningum 1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður ½ agúrka, smátt…

Grillaður lax með sítrónu, fetaosti, hvítlauk og kirsuberjatómötum

Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk ólífuolía salt og pipar 1 hvítlauksrif 10 kirsuberjatómatar sítróna 1 ½ dl fetaostur 1 msk graslaukur, smátt saxaður Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita og raðið honum í álbakka eða á álpappír, dreifið olíu yfir laxinn og kryddið með salti og pipar. Rífið niður eitt hvítlauksrif, skerið niður tómata og graslauk og dreifið yfir laxinn. Skerið sítrónu í sneiðar og leggið eina sneið yfir hvern bita ásamt því að mylja fetaost yfir í lokin. Grillið í 5 – 7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Grillaður aspas Ferskur aspas Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar Smjör Aðferð: Snyrtið aspasinn vel og skerið trénaða hlutann af, það er gott ráð…

Sashimi salat með ponzusósu

Sashimi salat með ponzusósu   Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið  sem forréttur eða léttur aðalréttur. Hráefni: 300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar 1 lárpera, vel þroskað 1 mangó, vel þroskað Blandað salat 1 dl límónusafi ¾ dl sojasósa ½ rautt chili 1 ½ msk kóríander ¼ tsk rifið engifer 1 msk vorlaukur, smátt skorinn sesamfræ, ristuð Aðferð Best er að byrja á Ponzusósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa.  Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt…

Ofnbakaður lax í sítrónu- og smjörsósu

Ef það væri hægt að finna lykt af matnum í gegnum sjónvarp/tölvu þá væruð þið eflaust kolfallin fyrir þessum ljúffenga rétti. Hann er það einfaldur að hann gæti flokkast sem skyndibiti, það tekur rúmlega fimmtán mínútur að búa hann til og er hann algjört sælgæti. Einfaldleikinn er of bestur og þessi réttur sannar það. Ofnbakaður lax með ferskum tómötum 800 g beinhreinsað laxaflak með roði Salt og pipar 1 sítróna, börkur og safi 5-6 msk smjör Ólífuolía 1 askja kirsuberjatómatar 1 stór tómatur 1 rauðlaukur Balsmikgljái Ólífuolía Handfylli basilíka   Aðferð: Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki. Sáldrið ólífuolíu yfir og smjöri. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt tómatasalat….

Villtur lax með blómkálsmauki og smjöri

Eftir ljúft frí á Spáni hlakkaði ég til að fá mánudagsfiskinn minn, auðvitað er gott og gaman að borða allt sem hugurinn girnist þegar maður er í fríi en mig var farin að lengja eftir fisk. Það gladdi mig mjög mikið er ég sá að í fiskborðinu í Hagkaup var þessi glæsilegi villti lax, ég týndi til einfalt meðlæti. Blómkál, kirsuberjatómata, ferskan aspas og púrrulauk. Ef hráefnið er gott þá þarf ekki að flækja hlutina. Ég dreif mig heim, í bílnum á leiðinni var ég búin að ákveða hvernig ég ætlaði að matreiða fiskinn en þetta átti að vera eins einfalt og kostur væri, enda klukkan að ganga sjö og allir svangir. Pönnusteiktur lax með blómkálsmauki, ofnbökuðum aspas, tómötum og púrrlaukssmjörsósu. Þetta var einn besti…

Sjúklega gott og hollt laxasalat

Ég elska fisk og gæti borðað hann hvern einasta dag, hann er ekki bara ljúffengur heldur er hann einnig mjög hollur. Í kvöld langaði mig í eitthvað létt og gott og þá var laxasalat fyrir valinu. Það er tilvalið að nota fiskmeti í salöt og þetta salat á eftir að koma ykkur á óvart. Einfalt, fljótlegt og afar gott bæði fyrir líkama og sál.   Laxasalat með jógúrtdressingu   fyrir þrjá til fjóra ólífuolía smjör 1 stór sæt kartafla eða tvær meðalstórar 500 g lax, beinhreinsaður salt og nýmalaður pipar tímían 1 poki gott salat t.d. spínat eins og ég notaði í kvöld ferskt dill sítróna ristaðar pekanhnetur fetaostur Aðferð: Afhýðið kartöfluna og skerið í litla bita, kryddið til með salti og pipar og leggið…

Lax í pekanhnetuhjúp

Lax er með því hollara sem við getum í okkur látið og er hann sannkölluð ofurfæða. Það er hægt að matreiða lax á marga vegu og er hann sérstaklega bragðgóður bakaður í ofni. 1 laxaflak gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar hunangs djion sinnep Hnetuhjúpur 100 g hnetur t.d. hesli og pekanhnetur 4 msk brauðrasp steinselja börkur af einni sítrónu 1 msk olía 2 hvítlauksrif, fínt rifnir sjávarsalt Aðferð 1.   Hitið ofninn í 180°C. 2.   Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírsklædda bökunarplötu. 3.   Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með hönfunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið…