Archives

Piparkökuís með saltaðri karamellu

Það er fastur liður á mörgum heimilinum fyrir jólin að útbúa jólaís. Á mínu heimili hefur aldrei verið sérstök eftirréttahefð en tengdamóðir mín býr alltaf til svo góðan ís og í ár langaði mig til þess að gera minn eigin sem ég ætla að bjóða upp á jólunum. Ég notaði grunnuppskrift frá Ingibjörgu, tengdamóður minni en það er ein eggjarauða á móti einni matskeið af sykri og þeyttur rjómi. Magnið fer svo eftir því hvað þið ætlið að gera mikið af ís. Piparkökur eru algjört lostæti og eru sérstaklega góðar í þennan ís, en þið getið auðvitað bætt t.d. súkkulaði eða karamellu út í ísinn. Ég mæli þó með að þið prófið þessa uppskrift, silkimjúkur ís og „crunch“ af piparkökunum. Ég bauð upp á salta…

Þorskur í pestósósu á örfáum mínútum

Þorskhnakkar í pestósósu með ólífum Eins og þið sjálfsagt vitið þá elska ég einfaldar og fljótlegar uppskriftir, þessi er einmitt þannig og þið þurfið helst að prófa hana sem fyrst. 800 g þorskur Salt og pipar 300 g rautt pestó 1 dl rjómi 1 dl fetaostur Grænar ólífur Nýrifinn parmesan Ferskt salat Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Blandið pestóinu, fetaostinum og rjómanum saman í skál. Hellið yfir fiskinn og raðið ólífum yfir. Eldið í ofni við 180°C í 25 – 30 mínútur. Berið fram með nýrifnum parmesan osti og fersku salati. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

TÍU JÓLAEFTIRRÉTTIR

Ris A La Mande – Jólalegasti eftirréttur allra tíma og einstaklega ljúffengur. Algjörlega ómissandi um jólin! Jóla Pavlova með Daim súkkulaðikremi og ferskum berjum. Þetta er kakan sem er fullkomin á jóladag. Súkkulaði Panna Cotta sem hreinlega bráðnar í munni.  Með dökku súkkulaði og hvítu súkkulaði. After Eight ísterta með berjum og súkkulaðis. Algjört sælgæti! Tiramisu og Skyramisu  – báðir tveir einstaklega ljúffengir og fullkomnir með kaffibollanum. Piparkökuís með saltaðri karamellusósu. Guðdómlega góður og einfaldur! Bökuð ostakaka með sítrónu og ferskum berjum. Eitt sinn smakkað þið getið ekki hætt – ég lofa ykkur því. Créme Brulée – ómissandi um jólin! Súkkulaðibúðingurinn sem allir elska og fá ekki nóg af. Súkkulaðikaka með mjúkri miðju. Svo góð að ég á erfitt með að lýsa henni – þið…

Jól í glasi – Æðislegur berjakokteill og stökkar parmesanflögur

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við AVA aldinvatn  Jól í glasi er nafnið á þessum kokteil, hann er einfaldlega svo jólalegur að þetta nafn smellpassar. Ég elska desember og allt sem honum fylgir, jólaboð og hittingar með vinum og fjölskyldu.. svo ekki sé minnst á spilakvöldin! Það er ferlega skemmtilegt að bjóða upp á góða kokteila í boðum og þessi er tilvalin. Einfaldur og bragðgóður… borin fram með stökkum og guðdómlega góðum parmesanflögum sem þið verðið að prófa. Berja moijto með jólaívafi Uppskrift fyrir 2 glös 2 límónur handfylli mintulauf 8 tsk hrásykur 8 cl ljóst romm (auðvitað má sleppa áfenginu) handfylli hindber mulinn klaki Sódavatn rósmarín, til skreytingar kanilstöng, til skreytingar 1 tsk flórsykur Aðferð: Skerið límónu í báta og skiptið…

Ekta rúgbrauð!

   Góðar uppskriftir eru eins og fjársjóður og var ég svo heppin að fá uppskriftina að rúgbrauðinu hjá ömmu hans Hadda. Þetta var í fyrsta skipti sem ég baka rúgbrauð og þetta er mun einfaldara en mig grunaði. Uppskriftin er stór og tilvalið að skera brauðið niður og frysta, já eða pakka því fallega inn og gefa með jólapakkanum. Einfalt og stórgott rúgbrauð sem allir ættu að prófa fyrir jólin.   Rúgbrauð frá ömmu Möggu ** 1 bolli = 2 dl 15 bollar rúgmjöl 3 bollar hveiti 2 bollar sykur 1 bolli síróp 20 teskeiðar lyftiduft 1 tsk salt 2 L nýmjólk Aðferð: Hitið ofninn í 100°C (ég notaði blástur) Blandið öllum hráefnum vel saman, þið þurfið stórt fat. Það getur verið svolítið stíft að…

SÚPERSKÁL MEÐ ÞORSKI

Mexíkósk súperskál Fyrir 2 Hráefni: 600 g þorskur, roð-og beinlaus 1 msk paprikukrydd salt og pipar 1 msk ólífuolía 2 tsk smjör 1 msk sweet chili sósa 200 g hýðishrísgrjón, soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar. Hitið ólífuolíu á pönnu þar til hún er orðin mjög heit, steikið fiskinn í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið. Penslið fiskinn með smávegis af sweet chili sósu í lokin og bætið einnig smá smjöri út á pönnuna. Berið fiskinn fram með hýðishrísgrjónum, fersku salati, lárperu og bragðmikilli sósu. Grænmeti:  4 regnbogagulrætur 1 límóna 2 tómatar 1/2 rauðlaukur 1 stilkur vorlaukur 1 lárpera salt Aðferð: Rífið gulrætur niður með rifjárni, kryddið með salti og kreistið smávegis…

LAMBAKÓRÓNUR ÚR EINFALT MEÐ EVU

Lambakórónur með parmesan kartöflumús, rótargrænmeti og bestu rauðvínssósu í heimi Lambakórónur 1,5 kg lambakórónur Salt og pipar   Ólía Smjör Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar.  Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir  kjötið. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur. Parmesan kartöflumús 800 g bökunarkartöflur 100 g sellerírót 1 dl rjómi 60 g smjör 50 g rifinn parmesan ostur Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt. Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með…

SMJÖRSTEIKTUR HUMAR ÚR EINFALT MEÐ EVU

SMJÖRSTEIKTUR HUMAR 1 kg humar í skel 2 hvítlauksrif 1 msk ólífuolía Salt og pipar 1 tsk sítrónupipar 100 g smjör Handfylli fersk steinselja 1 sítróna + fleiri sem meðlæti Aðferð: Hreinsið humarinn með því að klippa hann í tvennt, takið görnina úr og skolið vel undir köldu vatni. Þerrið humarinn vel áður en þið steikið hann. Hitið ólífuolíu og 1 matskeið af smjöri á pönnu, saxið niður 2 hvítlauksrif og steikið örstutt. Bætið humrinum út á pönnuna og kryddið til með salti, pipar og sítrónupipar. Saxið niður ferska steinselju og sáldrið yfir ásamt því að kreista safann úr hálfri sítrónu yfir. Bætið restinni af smjörinu út á pönnuna og blandið öllu vel saman, það tekur mjög stutta stund að elda humarinn eða um fimm…

GRÆNMETISLASAGNA ÚR EINFALT MEÐ EVU

Grænmetislasagna með eggaldinplötum • 1 msk ólífuolía • 1 rauðlaukur • 2 hvítlauksrif • 1 rauð paprika • 3 gulrætur • ½ kúrbítur • ½ spergilkálshöfuð • 3 sveppir • 1 msk tómatpúrra • 1 krukka maukaðir tómatar (425 g) • 1 grænmetisteningur • 1 msk smátt söxuð basilíka • Salt og pipar • 2 eggaldin • Rifinn ostur • 1 stór dós kotasæla • Ferskur aspas Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 180°C. 2. Hitið ólífuolíu á pönnu. Skerið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er mjúkur í gegn. 3. Skerið öll hráefnin mjög smátt, bætið þeim út á pönnuna og steikið áfram þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. 4. Bætið maukuðum tómötum, tómatpúrru og grænmetistening út á…

GEGGJAÐ SESAR SALAT ÚR EINFALT MEÐ EVU

Sesar salat Hvítlauks-og parmesansósa • 3 dl sýrður rjómi • 1 tsk dijon sinnep • 1/2 hvítlauksrif • safi úr hálfri sítrónu • salt og pipar • 60 g nýrifinn parmesan ostur Aðferð: 1. Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkið ykkur til með salti og pipar. Það er gott að kæla sósuna aðeins í ísskáp áður en hún er borin fram með salatinu. Brauðteningar • Brauð að eigin vali • Ólífuolía • Salt og pipar Aðferð: 1. Skerið brauð í jafn stóra teninga, hitið ólífuolíu á pönnu og steikið þar til brauðteningarnir eru gullinbrúnir og stökkir. Salatið • 4 kjúklingalæri með legg • 1 msk ólífuolía • Salt og pipar, magn eftir smekk • 1 höfuð romain kál • 1 askja…

1 2 3 4 5 21