Archives

Pavlova fyllt með Daim rjómafyllingu og ferskum berjum

MARENSBOTNAR 6 stk Stk eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk mataredik 1 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi  Aðferð: Forhitið ofninn í 100°C. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. eiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst í ofninum eða yfir nótt eins og ég geri gjarnan. Rjómakrem með Daim súkkulaði 200 ml rjómi 2 – 3 msk flórsykur 100 g Daim súkkulaði  Aðferð: Léttþeytið rjóma og bætið flórsykrinum út í.   Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið…

Púðursykurmarens með kókosbollurjóma og karamellusósu

Um helgina bakaði ég þessa marensköku með kókosbollurjóma og karamellukremi. Já, hún er eins góð og hún hljómar! Afi minn átti afmæli um helgina og hittumst við fjölskyldan og áttum góða stund saman, ég ákvað þess vegna að skella í eina marensbombu þar sem marensinn er afar vinsæll í okkar fjölskyldu. Marensbakstur er afar einfaldur og það er svo auðvelt að skella saman í góða köku, útkoman verður alltaf dásamleg. Ég LOFA ykkur því að hún er ofsalega bragðgóð og á eftir að slá í gegn… hún allra hitaeiningana virði.   Púðursykurmarens með kókosbollurjóma og karamellusósu Bakstur Áætlaður tími frá byrjun til enda: 2 tímar  Fyrir 8-10 einstaklinga     Botnar 5 eggjahvítur 1 dl sykur 3 1/2 dl púðursykur Aðferð: Hitið ofninn í 150°C Þeytið…