Toblerone marengsterta
Fyrir 8 – 10
Botnar:
- 4 eggjahvítur
- 2 dl púðursykur
- 2 dl sykur
Aðferð:
- Stillið ofn á 110°C.
- Setjið bökunarpappír á
ofnplötu eða bökunarpappír í botninn
á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. - Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum.
Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft.
Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C.
Toblerone kremið góða.
- 500ml rjómi
- 2 eggjarauður
- 4 tsk flórsykur
- 1 tsk vanillusykur eða dropar
- 150 g Toblerone, smátt saxað
Aðferð:
- Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt.
- Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu.
- Í lokin fer smátt saxað súkkulaði út í rjómablönduna.
- Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. Skreytið kökuna með ferskum berjum og nokkrum súkkulaðibitum.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir