Archives

Kalt pastasalat sem tekur enga stund að búa til

Fyrir fjóra – sex 350 g pasta að eigin vali Handfylli basilíka Handfylli spínat 1 hvítlauksrif Safi úr hálfri sítrónu 1 dl ólífuolía Salt og pipar 1 rauðlaukur 1 rauð paprika 12 kirsuberjatómatar 2 dl fetaostur Hnetukröns (blandaðar hnetur að eign vali + smá sojasósa) Aðferð: Sjóðið pastað í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og kælið þegar það er tilbúið. Útbúið einfalt pestó með því að setja basilíku, spínat, hvítlauk, safa úr hálfri sítrónu, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél þar til pestóið er orðið fínt, þið stjórnið þykktinni með ólífuolíunni. Saxið rauðlauk, papriku og kirsuberjatómata smátt. Útbúið hnetukröns með því að þurrrista hneturnar á heitri pönnu og þegar þær eru gullinbrúnar bætið þið smá sojasósu út á og blandið vel saman. Blandið…

Kjúklinga enchiladas

Taco tuesday er orðinn vinsæll liður hér á heimilinu og í gær fengum við mjög góða gesti í mat og að sjálfsögðu þá var mexíkóskt þema. Hér er uppskriftin að sumarlegu og ljúffengu kjúklinga enchiladas með mexíkóosti. Virkilega ljúffengt! Fyrir 4 – 6 Ólífuolía 1 laukur 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 hvítlauksrif Salt og pipar Enchiladas kryddblanda (hægt að kaupa í pokum) 8 úrbeinuð kjúklingalæri 1 mexíkóostur 2 dl rifinn ostur Tortilla vefjur Salsa sósa, magn eftir smekk Fetaostur, magn eftir smekk Kóríander, magn eftir smekk Ferskt salsa, uppskrift hér að neðan Aðferð:  Hitið ofninn í 180°C. Skerið papriku, lauk og hvítlauk niður og setjið í eldfast mót. Hellið smávegis af olíu yfir og kryddið með salti. Setjið kjúklingalærin í skál, hellið olíu…

Mexíkóskt salat í tortillaskál

Mexíkóskt salat í tortillaskál Salatskálar Tortillahveitikökur Ólífuolía Aðferð: Setjið smá ólífuolíu í pott, skál eða form sem þolir að fara inn í ofn. Setjið eina tortillahveitiköku í formið og mótið skál. Bakið við 180°C í 10–15 mínútur eða þar til kakan er orðin stökk.   Lárperusósa: 1 lárpera 2 hvítlauksrif 4–5 msk. grískt jógúrt Safinn úr 1/2 límónu Skvetta af hunangi Salt og pipar Aðferð: Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, smakkið ykkur  til með salti og pipar. Best er að geyma sósuna í ísskápnum í smá stund áður en þið berið hana fram.   Salatið: 800 g kjúklingakjöt, helst kjúklingalæri með skinni Salt og pipar 1/2 tsk. kumminkrydd 1 tsk. Bezt á allt-krydd 1 askja kirsuberjatómatar 1 laukur Handfylli kóríander 1 mangó…

Djúpsteikt tacos!

Djúpsteikt tacos! Þriðjudagar eru taco dagar á okkar heimili og ég sýni frá því á Instagram, þetta er orðin virkilega skemmtileg hefð og ég er spennt alla vikuna að elda ljúffengt taco á þriðjudögum. Í síðustu viku eldaði ég eða djúpsteikti öllu heldur fisk og bar fram í tortilla vefjum, guðdómlega gott… ég hef í raun ekki hætt að hugsa um þennan rétt og hann verður á matseðlinum fljótlega aftur. Ég mæli mjöög mikið með að þið prófið. Uppskriftin miðast við fjóra – fimm Hráefni í þeirri röð sem ég nota þau: Mangósalsa: 1 mangó 1 rauð paprika Handfylli kóríander 10 – 12 kirsuberjatómatar Salt og pipar Safi úr hálfri límónu 1 msk ólífuolía Aðferð: Skerið grænmetið mjög smátt og blandið saman í skál. Kreistið…

Ítalskar kjötbollur fylltar með mozzarellaSænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi.Mexíkóskar kjötbollur með nachos flögum. Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu. Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu með asískum blæ.   Njótið bolludagsins í botn kæru lesendur. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Trylltar föstudagspizzur

Föstudagspizzan   Pizzadeig 2 1/2 dl volgt vatn 3 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi saman við og hrærið vel í. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í klukkustund. Fletjið deigið út og smyrjið deigið með pizzasósu. Setjið það…

Heimalagað múslí

Ljúffengt múslí 3 dl tröllahafrar 2 dl pekanhnetur 1 dl sólblómafræ 1 dl graskersfræ 1 dl kasjúhnetur 2 msk kókosolía 2 msk eplasafi 1 tsk hunang eða döðlusíróp 1 tsk kanill 1 dl þurrkuð trönuber (fara út í eftir að múslíið kemur út úr ofninum) Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Blandið öllum hráefnum vel saman í skál. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið múslíinu á plötuna. Bakið í um það bil 30 mínútur eða lengur. Fylgist vel með og hrærið nokkrum sinnum í blöndunni á meðan bökunartíma stendur. Þegar múslíið er orðið gullinbrúnt þá er það tilbúið. Kælið vel áður en þið berið fram. Bætið t.d. þurrkuðum berjum eða kókosflögum við múslíið þegar það kemur út úr ofninum. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir…

Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

Uppskrift fyrir fjóra 800 g þorskur, roðlaus og beinhreinsaður Salt og pipar 4 msk sýrður rjómi 150 g pekanhnetur 2 msk steinselja 1 tsk sítrónubörkur Safi úr hálfri sítrónu 30 g parmesan ostur Salt og pipar 2 tsk tímían 2 hvítlauksrif Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt) Parmesan Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesan, salt, pipar, tímían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki. Smyrjið maukinu yfir fiskinn ásamt því að rífa niður parmesan sem þið sáldrið yfir fiskinn í lokin. Inn í ofn við 25 mínútur við 180°C. Berið fram með ofnbökuðum…

Vikuseðillinn

  Mánudagur: Súperskálin með bragðmiklum þorski  Þriðjudagur: Geggjað kjúklingasalat með ostasósu og stökkum brauðteningum (Sesar salatið góða)  Miðvikudagur: Grænmetislasagna með ljúffengu pestó. Þið eigið eftir að elska þennan rétt! Fimmtudagur: Nauðsynlegt að fá aftur fisk og þessi réttur er ótrúlega góður, pestó og fiskur passa einstaklega vel saman. Föstudagur: Þetta eru yfirleitt pizzakvöld á þessu heimili en það er alltof langt síðan ég hef eldað pítu og þessi uppskrift er tryllt og þá meina ég tryllt. Grísk píta með nautakjöti og tzaziki sósu.  Helgarmaturinn: Lambakórónur með ljúffengri kartöflumús og heimsins bestu rauðvínssósu.   Baksturinn: Ójá, kaka drauma minna. Snickers ostakaka sem er bæði fáránlega einföld og mjööööög góð. Mæli svo sannarlega með henni í vikunni eða um helgina, þið megið ráða því.   Ég vona að…

Föstudagspizzan

Pizzadeig 2 1/2 dl volgt vatn 2 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi við og hrærið vel saman. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í 40 – 60 mínútur. Pizza með hráskinku 1 pizzadeig 1 skammtur pizzasósa (mér finnst…

1 2 3 4 21