Archives

Páskamaturinn

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir með æðislegri rjómasósu sem allir elska. Klassísk sem slær alltaf í gegn! Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, döðlum, fetaosti og furuhnetum borinn fram með smjörsteiktum kartöflum, ferskum aspas og æðislegu spergilkálssalati. Þetta salat! Mamma mía hvað það er gott og þið þurfið helst að prófa það, ekki seinna en núna strax. Lambakórónur með æðislegri kartöflumús og rauðvínssósu. Einfaldur og æðislegur réttur. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín, borið fram með perlukúskús. Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói. Kjötið er borið fram með kartöflum steiktum upp úr andafitu og æðislegri soðsósu. Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti og piparostasósu (uppáhalds uppskriftin mín). Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalundir. Fullkomið á grillið. Sous Vide nautalund með piparostasósu og hvítlaukshumar sem bráðnar í munni. Entrecóte…

SMJÖRSTEIKTUR HUMAR ÚR EINFALT MEÐ EVU

SMJÖRSTEIKTUR HUMAR 1 kg humar í skel 2 hvítlauksrif 1 msk ólífuolía Salt og pipar 1 tsk sítrónupipar 100 g smjör Handfylli fersk steinselja 1 sítróna + fleiri sem meðlæti Aðferð: Hreinsið humarinn með því að klippa hann í tvennt, takið görnina úr og skolið vel undir köldu vatni. Þerrið humarinn vel áður en þið steikið hann. Hitið ólífuolíu og 1 matskeið af smjöri á pönnu, saxið niður 2 hvítlauksrif og steikið örstutt. Bætið humrinum út á pönnuna og kryddið til með salti, pipar og sítrónupipar. Saxið niður ferska steinselju og sáldrið yfir ásamt því að kreista safann úr hálfri sítrónu yfir. Bætið restinni af smjörinu út á pönnuna og blandið öllu vel saman, það tekur mjög stutta stund að elda humarinn eða um fimm…

Sushi – Humarrúlla með chili majónesi

Guðdómlegt sushi með djúpsteiktum humar og bragðmikilli chilisósu   Hráefnin sem þið þurfið í rúlluna: Sushi hrísgrjón 600 g skelflettur humar Tempura deig Ferskur aspas, soðinn í söltu vatni í 3 mínútur agúrka, skorin í þunnar og langar sneiðar rauð paprika, skorin þunnar og langar sneiðar lárpera ferskur kóríander chili majónes pikklaður engifer wasabi mauk sojasósa Nori blöð Sushi hrísgrjón 350 g sushi hrísgrjón 7 ½ dl vatn salt hrísgrjónaedik 1 tsk sykur Aðferð Skolið hrísgrjónin mjög vel, mér finnst best að skola þau í góðu sigti. Það tekur svolitla stund eða um 5 – 7 mínútur. Leggið hrísgrjónin í bleyti í köldu vatni í um það bil tvær klukkustundir, skiptið um vatn 2 – 3 sinnum. Setjið hrísgrjónin út í kalt vatn í þykkbotna…

Surf and Turf – hin fullkomna nautalund

Safarík og silkimjúk nautalund er eitt af því betra sem ég veit um! Ég smakkaði bestu nautalund sem ég hef smakkað hjá Atla vini mínum fyrr á þessu ári en hann eldaði hana með sous vide eldunargræju en slík matreiðsla felur í sér að elda matinn á jöfnu hitastigi í vatni. Ég hef oft smakkað góða nautalund og tel mig alveg ágæta að elda slíka en þessi eldunaraðferð er skotheld og útkoman verður fullkomin – ég er að segja ykkur það, fullkomin! Haddi átti afmæli í mars og við fengum fjölskylduna hans í mat og buðum upp á „surf and turf“ eða nautalund og humar. Ég hef alltaf verið svolítið stressuð að elda nautalund fyrir marga, þá verð ég stressuð um að ofelda steikina eða…

Brakandi ferskt humarsalat

Stærsta ferðahelgi ársins framundan og eflaust margir að velta fyrir sér matnum um helgina, að minnsta kosti er ég að spá í því en ég er svosem alltaf að spá í mat. Ég grillaði humar í lokaþætti Matargleði Evu sem sýndir voru á Stöð 2 í vor og útbjó þetta gómsæta humarsalat sem ég mæli með að þið prófið.  Þetta er auðvitað sælkerasalat fyrir þá sem vilja gera vel við sig og það er ekki vitlaust að fá sér glas af góðu hvítvíni með. Einfalt, fljótlegt og ofboðslega gott. Hvítlaukshumar á salatbeði 600 – 700 g humarhalar 100 g smjör 3 hvítlauksrif1 rautt chili, fræhreinsaðHandfylli steinselja Börkur af hálfri sítrónu Skvetta af hvítvíni Safi af hálfri sítrónu Salt og pipar Hitið smjör í potti. Saxið niður hvítlauk, chili og steinselju og bætið út…