Pavlova fyllt með Daim rjómafyllingu og ferskum berjum

MARENSBOTNAR

 • 6 stk Stk eggjahvítur
 • 300 g sykur
 • 1 ½ tsk mataredik
 • 1 tsk vanilludropar
 • Salt á hnífsoddi

 Aðferð:

 1. Forhitið ofninn í 100°C.
 2. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli.
 3. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur.
 4. eiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín.
 5. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst í ofninum eða yfir nótt eins og ég geri gjarnan.

Rjómakrem með Daim súkkulaði

 • 200 ml rjómi
 • 2 – 3 msk flórsykur
 • 100 g Daim súkkulaði

 Aðferð:

 1. Léttþeytið rjóma og bætið flórsykrinum út í.  
 2. Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið súkkulaðinu  varlega saman við rjómann með sleikju.
 3. Setjið rjómakremið á tertuna og skreytið kökuna  með allskyns berjum,  setjið smávegis af smátt söxuðu daim yfir og ef þið viljið þá er æðislegt að setja eina eða tvær matskeiðar af góðri karamellusósu yfir í lokin. Berið strax fram og njótið vel.  

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *