Archives

Páskamaturinn

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir með æðislegri rjómasósu sem allir elska. Klassísk sem slær alltaf í gegn! Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, döðlum, fetaosti og furuhnetum borinn fram með smjörsteiktum kartöflum, ferskum aspas og æðislegu spergilkálssalati. Þetta salat! Mamma mía hvað það er gott og þið þurfið helst að prófa það, ekki seinna en núna strax. Lambakórónur með æðislegri kartöflumús og rauðvínssósu. Einfaldur og æðislegur réttur. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín, borið fram með perlukúskús. Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói. Kjötið er borið fram með kartöflum steiktum upp úr andafitu og æðislegri soðsósu. Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti og piparostasósu (uppáhalds uppskriftin mín). Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalundir. Fullkomið á grillið. Sous Vide nautalund með piparostasósu og hvítlaukshumar sem bráðnar í munni. Entrecóte…

Surf and Turf – hin fullkomna nautalund

Safarík og silkimjúk nautalund er eitt af því betra sem ég veit um! Ég smakkaði bestu nautalund sem ég hef smakkað hjá Atla vini mínum fyrr á þessu ári en hann eldaði hana með sous vide eldunargræju en slík matreiðsla felur í sér að elda matinn á jöfnu hitastigi í vatni. Ég hef oft smakkað góða nautalund og tel mig alveg ágæta að elda slíka en þessi eldunaraðferð er skotheld og útkoman verður fullkomin – ég er að segja ykkur það, fullkomin! Haddi átti afmæli í mars og við fengum fjölskylduna hans í mat og buðum upp á „surf and turf“ eða nautalund og humar. Ég hef alltaf verið svolítið stressuð að elda nautalund fyrir marga, þá verð ég stressuð um að ofelda steikina eða…