Í fyrsta þætti af Matarboði með Evu fékk ég vinkonu mína og hæfileikabúntið Evu Ruzu til þess að elda með mér og hún gerði meðal annars þennan Oreo eftirrétt sem margir hafa spurt um og hér er uppskriftin og þessi eftirréttur er súper einfaldur og góður. Ég bætti hvítu súkkulaði saman svona fyrst það eru páskar en það má sleppa því, en hver gerir svoleiðis? Það sleppir enginn súkkulaði Oreo ostakökueftirréttur Miðast við 4-6 manns. Hráefni 500 ml rjómi 600 g rjómaostur 2 msk vanillusykur 4 msk flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 300 g Oreo kexkökur Aðferð: Þeytið rjóma og vanillusykur. Setjið rjómann til hliðar í aðra skál. Þeytið rjómaost og flórsykur saman. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því í mjórri bunu saman…