Súkkulaðimús sem bráðnar í munni

Himnesk súkkulaðimús 
Fyrir fjóra til fimm
 
 • 30 g smjör
 • 220 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 
 • 260 ml rjómi
 • 3 stk egg
 • 2 msk sykur
 • 1 tsk vanillu extrakt (eða vanillusykur)

Aðferð:

 1. Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti.
 2. Hellið súkkulaðiblöndunni í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við. Kælið blönduna
 3. Þeytið rjóma og bætið að því loknu súkkulaðiblöndunni saman við í þremur hlutum. Leggið blönduna.
 4. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt saman við.
 5. Hrærið eggjahvítublönduna mjög varlega samanvið súkkulaðiblönduna með sleikju, hrærið vanillu út í að lokum.
 6. Skiptið súkkulaðimúsinni niður í  falleg glös eða skálar og geymið í kælií lágmark 3 klukkustundir áður en þið berið hana fram.
Góða helgi kæru lesendur.
xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *