Archives

Piparkökuís með saltaðri karamellu

Það er fastur liður á mörgum heimilinum fyrir jólin að útbúa jólaís. Á mínu heimili hefur aldrei verið sérstök eftirréttahefð en tengdamóðir mín býr alltaf til svo góðan ís og í ár langaði mig til þess að gera minn eigin sem ég ætla að bjóða upp á jólunum. Ég notaði grunnuppskrift frá Ingibjörgu, tengdamóður minni en það er ein eggjarauða á móti einni matskeið af sykri og þeyttur rjómi. Magnið fer svo eftir því hvað þið ætlið að gera mikið af ís. Piparkökur eru algjört lostæti og eru sérstaklega góðar í þennan ís, en þið getið auðvitað bætt t.d. súkkulaði eða karamellu út í ísinn. Ég mæli þó með að þið prófið þessa uppskrift, silkimjúkur ís og „crunch“ af piparkökunum. Ég bauð upp á salta…

TÍU JÓLAEFTIRRÉTTIR

Ris A La Mande – Jólalegasti eftirréttur allra tíma og einstaklega ljúffengur. Algjörlega ómissandi um jólin! Jóla Pavlova með Daim súkkulaðikremi og ferskum berjum. Þetta er kakan sem er fullkomin á jóladag. Súkkulaði Panna Cotta sem hreinlega bráðnar í munni.  Með dökku súkkulaði og hvítu súkkulaði. After Eight ísterta með berjum og súkkulaðis. Algjört sælgæti! Tiramisu og Skyramisu  – báðir tveir einstaklega ljúffengir og fullkomnir með kaffibollanum. Piparkökuís með saltaðri karamellusósu. Guðdómlega góður og einfaldur! Bökuð ostakaka með sítrónu og ferskum berjum. Eitt sinn smakkað þið getið ekki hætt – ég lofa ykkur því. Créme Brulée – ómissandi um jólin! Súkkulaðibúðingurinn sem allir elska og fá ekki nóg af. Súkkulaðikaka með mjúkri miðju. Svo góð að ég á erfitt með að lýsa henni – þið…

Grilluð eplakaka með súkkulaði og kókosmulningi

Grilluð eplabaka með karamellusósu Eplabaka 6  stór græn epli 2 msk. sykur 2 tsk kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 – 60 g. Hakkað súkkulaði Mulningur 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Kókosmjöl Aðferð: Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf…

Brownie með himneskum kaffiís

Volg súkkulaðikaka með kaffiís Eftirréttur sem sameinar súkkulaði og kaffi er fullkomin fyrir mér.  Í síðasta þætti útbjó ég þessa ljúffengu súkkulaði brownie og gerði einfaldasta ís í heimi, kaffiís sem passar mjög vel með nýbakaðri köku. Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g hveiti 1 tskvanillusykur 2 msk kakó 70 ghnetur/möndlur 70súkkulaðibitar/dropar Aðferð:  Hitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið…

Ísterta með After Eight súkkulaði

  Í vikunni kom út hátíðarbæklingur Hagkaups og þar má finna ljúffengar uppskriftir fyrir jólin. Kalkúnn, önd, nautakjöt og miklu meira í fallegu blaði sem þið getið skoðað hér.  Ég er að minnsta kosti búin að velja nokkra rétti sem mig langar að prófa núna um jólin en ég er til dæmis ein af þeim sem er aldrei með það sama á aðfangadag og nýt þess að prófa eitthvað nýtt og gott. Í blaðinu má finna nokkrar uppskriftir eftir mig, þar á meðal after eight ísterta sem fangar bæði augað og leikur við bragðlaukana. Ég elska þessa tertu og hlakka til að bjóða fjölskyldunni upp á hana um jólin. Tilvalin sem eftirréttur eða þá með kaffinu yfir hátíðarnar <3 After eight ísterta Botnar • 4 eggjahvítur •…

Sjúklega góður Oreo mjólkurhristingur

Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er að finna þátt sem  tileinkaður er mjólkurhristingum, ég kolféll fyrir þessum hugmyndum og bjó til einn ljúffengan með Oreo. Það er einmitt þess vegna sem ég er áskrifandi af Gestgjafanum, það er svo gaman að fá góðar hugmyndir. Netið er auðvitað þægilegt en mér þykir svo gaman að fletta í gegnum tímarit og bækur. Ég bíð með eftirvæntingu eftir blaðini í hverjum mánuði. Ég var lausapenni um tíma hjá Gestgjafanum og það var mjög skemmtilegt, allt sem viðkemur mat er auðvitað af hinu góða. En nóg um það, nú að Oreo mjólkurhristingnum sem þið verðið að prófa…ekki seinna en í dag. Oreo mjólkurhristingur 1/2 L eða 4 dl súkkulaðiís (ég notaði ís með súkkulaðibitum) 2 dl nýmjólk Oreo kexkökur, magn…

1.Þáttur. Matargleði Evu. Hollir og fljótlegir réttir.

„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“  Morgun hristingar Spínat hristingur Handfylli spínat 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl) 2 cm engifer 1 msk chia fræ 1/2 banani Létt AB mjólk, magn eftir smekk Berja hristingur 3 dl frosin ber 1/2 banani 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ Létt AB mjólk, magn eftir smekk Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi…