Archives

Oreo bomba!

Í fyrsta þætti af Matarboði með Evu fékk ég vinkonu mína og hæfileikabúntið Evu Ruzu til þess að elda með mér og hún gerði meðal annars þennan Oreo eftirrétt sem margir hafa spurt um og hér er uppskriftin og þessi eftirréttur er súper einfaldur og góður. Ég bætti hvítu súkkulaði saman svona fyrst það eru páskar en það má sleppa því, en hver gerir svoleiðis? Það sleppir enginn súkkulaði Oreo ostakökueftirréttur Miðast við 4-6 manns. Hráefni 500 ml rjómi 600 g rjómaostur 2 msk vanillusykur 4 msk flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 300 g Oreo kexkökur Aðferð: Þeytið rjóma og vanillusykur. Setjið rjómann til hliðar í aðra skál. Þeytið rjómaost og flórsykur saman. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því í mjórri bunu saman…

Piparkökuís með saltaðri karamellu

Það er fastur liður á mörgum heimilinum fyrir jólin að útbúa jólaís. Á mínu heimili hefur aldrei verið sérstök eftirréttahefð en tengdamóðir mín býr alltaf til svo góðan ís og í ár langaði mig til þess að gera minn eigin sem ég ætla að bjóða upp á jólunum. Ég notaði grunnuppskrift frá Ingibjörgu, tengdamóður minni en það er ein eggjarauða á móti einni matskeið af sykri og þeyttur rjómi. Magnið fer svo eftir því hvað þið ætlið að gera mikið af ís. Piparkökur eru algjört lostæti og eru sérstaklega góðar í þennan ís, en þið getið auðvitað bætt t.d. súkkulaði eða karamellu út í ísinn. Ég mæli þó með að þið prófið þessa uppskrift, silkimjúkur ís og „crunch“ af piparkökunum. Ég bauð upp á salta…

TÍU JÓLAEFTIRRÉTTIR

Ris A La Mande – Jólalegasti eftirréttur allra tíma og einstaklega ljúffengur. Algjörlega ómissandi um jólin! Jóla Pavlova með Daim súkkulaðikremi og ferskum berjum. Þetta er kakan sem er fullkomin á jóladag. Súkkulaði Panna Cotta sem hreinlega bráðnar í munni.  Með dökku súkkulaði og hvítu súkkulaði. After Eight ísterta með berjum og súkkulaðis. Algjört sælgæti! Tiramisu og Skyramisu  – báðir tveir einstaklega ljúffengir og fullkomnir með kaffibollanum. Piparkökuís með saltaðri karamellusósu. Guðdómlega góður og einfaldur! Bökuð ostakaka með sítrónu og ferskum berjum. Eitt sinn smakkað þið getið ekki hætt – ég lofa ykkur því. Créme Brulée – ómissandi um jólin! Súkkulaðibúðingurinn sem allir elska og fá ekki nóg af. Súkkulaðikaka með mjúkri miðju. Svo góð að ég á erfitt með að lýsa henni – þið…

OFURNACHOS UM VERSLÓ

Einn besti og sennilega einn vinsælasti partíréttur fyrr og síðar, ofnbakað nachos með allskyns gúmmilaði. Ég setti þessa uppskrift á Instastory hjá mér í gærkvöldi og ég fékk vægast sagt tryllt viðbrögð og ég hreinlega varð að drífa í því að setja inn uppskriftina. Þið getið enn séð aðferðina á Instastory og hún er lygilega einföld – alveg eins og við viljum hafa það. evalaufeykjaran á Instagram OFURNACHOS MEÐ KJÚKLING OG NÓG AF OSTI *Fyrir 3 – 4  1 poki tortillaflögur með salti 1 kjúklingabringa, forelduð 120 g cheddar ostur Tómatasalsa Lárperumauk Sýrður rjómi 1 rautt chili Handfylli kóríander 1 stilkur vorlaukur 1 límóna Aðferð Útbúið tómatasalsa og lárperumauk samkvæmt uppskriftum hér að neðan. Rífið niður cheddar ostinn og kjúklingabringuna (Ég nota yfirleitt sous-vide kjúklingabringur…

Vanillu Créme Brulée uppskrift

Þessi ofurvinsæla uppskrift slær alltaf í gegn og þá sérstaklega um jólin, ég tengi hana að minnsta kosti við jólahátíðarnar og mér finnst hún mjög mikið spari. Ég prófaði að búa til Créme Brulée í fyrsta sinn um daginn og það kom mér á óvart hversu einföld hún er. Það eina sem skiptir mestu máli er að kæla eftirréttinn vel og best að gera eftirréttinn degi áður en þið ætlið að bera hann fram, að vísu þykir mér slíkar uppskriftir algjör snilld og það getur sparað smá stress að vera búin að undirbúa hluta af matnum degi áður. Silkimjúkur vanillubúðingur með stökkum sykri ofan á… einfaldlega of gott til þess að prófa ekki! Vanillu Créme Brulée Fyrir 6 – 8 500 ml rjómi 1 vanillustöng…

Silkimjúkur súkkulaðibúðingur

Ég held áfram að deila með ykkur uppskriftum að girnilegum eftirréttum, fyrst ég er nú byrjuð! Um helgina var ég í miklu eftirréttastuði, það er í alvörunni hægt að vera í stuði fyrir ákveðnum réttum 🙂 Ég ákvað að búa til þennan einstaklega góða súkkulaðibúðing sem er í miklu uppáhaldi hjá manninum mínum honum Hadda. Þetta er líklega mest „save“ eftirréttur sem ég veit um, en það er mjög erfitt að klikka á þessari uppskrift og öllum finnst súkkulaðibúðingur góður, ég þori eiginlega að lofa því. Ég hef að minnsta kosti ekki hitt þann sem finnst súkkulaði vont 🙂 Ef þið eruð í stuði fyrir súkkulaði um jólin þá mæli ég eindregið með þessum eftirrétt. Silkimjúkur súkkulaðibúðingur 40 g smjör 240 g súkkulaði (til dæmsi…

Tiramisú – einn besti eftirréttur í heimi

  Tiramisú 4 egg 100 g sykur 400 g mascarpone ostur, við stofuhita ½ tsk vanilluduft eða vanillusykur 4 dl þeyttur rjómi 250 g kökufingur(Lady Fingers) 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi kakó eftir þörfum smátt saxað súkkulaði Aðferð: Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast. Blandið mascarpone ostinum saman við eggjablönduna og hrærið vel. Bætið vanillu og rjómanum varlega saman við með sleif. Hellið upp á sterkt kaffi og setjið kaffið í skál. Veltið kökufingrunum upp úr kaffinu og raðið þeim í há glös. Setjið 2 – 3 matskeiðar af ostablöndunni ofan á og sigtið vel af góðu kakó yfir. Það er fullkomið að saxa niður dökkt súkkulaði og sáldra yfir réttinn í lokin. Þessi eftirréttur þarf að fá að standa í kæli í…

Grillaður karamellu ananas með ferskum berjum og mintusósu

Grillaður karamellu ananas með ferskum berjum og mintusósu Ananas, ferskur 1 dl karamellusósa Jarðarber Brómber Ristaðar pekanhnetur Mintusósa 3 dl grískt jógúrt 2 tsk hunang 1 msk smátt söxuð minta rifinn börkur af 1/4 af límónu safi úr 1/4 af límónu Aðferð: Skerið ananas í sneiðar, penslið sneiðarnar með karamellusósu og grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Raðið ananasbitum á fat og skerið niður ferska ávexti sem þið dreifið yfir. Ristið pekanhnetur og sáldrið yfir. Útbúið einfalda mintusósu með því að blanda öllum hráefnum saman í skál eða maukið í matvinnsluvél, setjið nokkrar skeiðar af mintusósunni yfir ásamt því að rífa smávegis af límónubörk yfir réttinn í lokin. Berið strax fram. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefni í þessa uppskrift fást…

Grilluð eplakaka með súkkulaði og kókosmulningi

Grilluð eplabaka með karamellusósu Eplabaka 6  stór græn epli 2 msk. sykur 2 tsk kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 – 60 g. Hakkað súkkulaði Mulningur 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Kókosmjöl Aðferð: Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf…

Súkkulaðimús sem bráðnar í munni

Himnesk súkkulaðimús  Fyrir fjóra til fimm   30 g smjör 220 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði  260 ml rjómi 3 stk egg 2 msk sykur 1 tsk vanillu extrakt (eða vanillusykur) Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Hellið súkkulaðiblöndunni í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við. Kælið blönduna Þeytið rjóma og bætið að því loknu súkkulaðiblöndunni saman við í þremur hlutum. Leggið blönduna. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið eggjahvítublönduna mjög varlega samanvið súkkulaðiblönduna með sleikju, hrærið vanillu út í að lokum. Skiptið súkkulaðimúsinni niður í  falleg glös eða skálar og geymið í kælií lágmark 3 klukkustundir áður en þið berið hana fram. Góða helgi kæru lesendur. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

1 2 3