Archives

Ómótstæðileg skyrkaka með jarðarberjum

Jarðarberjaskyrkaka með ferskum berjum Kexbotn:  1 pakki LU Bastogne kex (eða annað gott kex) 100 g brætt smjör Aðferð: Setjið kex og brætt smjör í matvinnsluvél og maukið, þrýstið kexblöndunni á botninn og upp með börmunum á bökunarforminu (ég notaði nokkur lítil en yfirleitt nota ég form í stærð 24x25cm) Setjið botninn í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna. Skyrfylling:  500 g jarðarberjaskyr 350 ml rjómi, þeyttur 2 msk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða fræ Fersk blönduð ber til skrauts Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Hellið skyrfyllingunni í formið og skreytið með ferskum berjum. Kælið í 1-2 klst ef þið viljið að kakan sé svolítið stíf annars má auðvitað bera hana strax fram. Svo má auðvitað útbúa kökuna…

HIMNESK DÖÐLUKAKA ÚR EINFALT MEÐ EVU

  Döðlukaka með karamellusósu   5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 100 g ristaðar kasjúhnetur 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 salt 1/2 vanillu extract, eða dropar 1 1/2 tsk lyftiduft  Aðferð: Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið  pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki far heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mistökum nokkrum sinnum) Þeytið smjör og sykur saman þar til…

HM Oreo brownies með vanillurjóma og berjum

HM Oreo brownie með vanillurjóma og berjum 170 g smjör 190 g súkkulaði 3 egg + 2 eggjarauður 160 g púðursykur 1 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 1 msk kakó 3 msk hveiti 160 g Oreo kexkökur Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. (blástur)Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Þeytið egg, eggjarauður og púðursykur saman þar til eggjablandan verður létt og ljós. Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu við eggjablönduna og hrærið vel saman. Bætið lyftidufti, salti, kakó,hveiti og smátt söxuðu Oreo út í deigið og blandið varlega saman með sleif. Hellið deiginu í smurt eða pappírsklætt form/mót (ég notaði 32 cm ferkantað eldfast mót) og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið…

Syndsamlega einfalt og fljótlegt eplapæ á örfáum mínútum

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við KELLOGGS  Syndsamlega gott og einfalt eplapæ 4 epli 1 tsk kanil 4 msk smjör 1 tsk vanilludropar 5 dl KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum 2 dl grískt jógúrt 1 msk hunang 1 vanillustöng ½ tsk vanilludropar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Flysjið epli, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og veltið upp úr kanil. Setjið eplin í eldfast mót, hellið vanilludropum yfir og skerið smjörið í bita og dreifið yfir. Að lokum fer KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum yfir og inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur eða þar til pæið er orðið gullinbrúnt (best er að hræra í pæinu einu sinni til tvisvar á meðan það er í ofninum). Blandið grísku…

Snickers ostakaka

Kexbotn: 400 g hafrakex 200 g brætt smjör Aðferð: Bræðið smjör við vægan hita, setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og hakkið fínt. Hellið smjörinu saman við og hellið síðan kexblöndunni í form. Sléttið úr blöndunni með bakhlið á skeið og þrýstið vel. Mér finnst best að nota smelluform en þá er þægilegra að ná kökunni úr forminu. Söltuð karamelluósu: 200 g sykur 2 msk smjör ½ – 1 dl rjómi sjávarsalt Aðferð:  Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín….

Súkkulaðikaka með blautri miðju – einfaldlega best!

Er nokkuð betra en heit súkkulaðikaka með blautri miðju, borin fram með ís og ferskum berjum? Ég hugsa að svarið sé einfaldlega nei, það gerist ekki betra. Ég gjörsamlega elska þennan eftirrétt og mér finnst hann henta fyrir öll tilefni, sparileg sem og þegar manni langar bara í eitthvað gott. Vinnuframlagið er í sögulegu lágmarki og útkoman vægast sagt ómótstæðileg… þetta er eftirrétturinn sem hreinlega bráðnar í munni og þú færð ekki nóg. Súkkalaðikaka með blautri miðju Ég fylgdi uppskrift af blogginu hennar Sally (sem þið verðið að skoða!) og breytti henni lítillega.. eða notaði meiri súkkulaði. 6 kökur  120 g smjör 200 g súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði) 31 g hveiti 60 g flórsykur salt á hnífsoddi 2 eggjarauður 2 egg Aðferð: Hitið ofninn í…

Vanillu Créme Brulée uppskrift

Þessi ofurvinsæla uppskrift slær alltaf í gegn og þá sérstaklega um jólin, ég tengi hana að minnsta kosti við jólahátíðarnar og mér finnst hún mjög mikið spari. Ég prófaði að búa til Créme Brulée í fyrsta sinn um daginn og það kom mér á óvart hversu einföld hún er. Það eina sem skiptir mestu máli er að kæla eftirréttinn vel og best að gera eftirréttinn degi áður en þið ætlið að bera hann fram, að vísu þykir mér slíkar uppskriftir algjör snilld og það getur sparað smá stress að vera búin að undirbúa hluta af matnum degi áður. Silkimjúkur vanillubúðingur með stökkum sykri ofan á… einfaldlega of gott til þess að prófa ekki! Vanillu Créme Brulée Fyrir 6 – 8 500 ml rjómi 1 vanillustöng…

Silkimjúkur súkkulaðibúðingur

Ég held áfram að deila með ykkur uppskriftum að girnilegum eftirréttum, fyrst ég er nú byrjuð! Um helgina var ég í miklu eftirréttastuði, það er í alvörunni hægt að vera í stuði fyrir ákveðnum réttum 🙂 Ég ákvað að búa til þennan einstaklega góða súkkulaðibúðing sem er í miklu uppáhaldi hjá manninum mínum honum Hadda. Þetta er líklega mest „save“ eftirréttur sem ég veit um, en það er mjög erfitt að klikka á þessari uppskrift og öllum finnst súkkulaðibúðingur góður, ég þori eiginlega að lofa því. Ég hef að minnsta kosti ekki hitt þann sem finnst súkkulaði vont 🙂 Ef þið eruð í stuði fyrir súkkulaði um jólin þá mæli ég eindregið með þessum eftirrétt. Silkimjúkur súkkulaðibúðingur 40 g smjör 240 g súkkulaði (til dæmsi…

Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu

Ég er svolítið að vinna með piparkökur og saltaða karamellusósu þessa dagana, einfaldlega vegna þess að mér þykir þessi tvenna svo óskaplega góð og hún virðist ganga með öllu! Fyrst voru það súkkulaðibollakökur og nú elsku skyrið… þessi skyrkaka er lygilega einföld og þið getið útbúið hana degi áður en þið ætlið að bera hana fram, með því móti getið þið losnað við allt auka stress 🙂  Þessi kaka er hrikalega góð og ég mæli með að þið prófið hana sem fyrst. Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu Piparkökubotn: 400 g piparkökur 100 g smjör, brætt Aðferð: Bræðið smjör í potti og setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og myljið fínt, þið getið líka notað kökukefli í verkið. Hellið smjörinu saman við piparkökublönduna og blandið vel saman. Hellið blöndunni…

Trylltar súkkulaðibollakökur með saltkaramellukremi og piparkökumulningi

Ég hef sjaldan fengið önnur eins viðbrögð og þegar ég deildi mynd af þessum girnilegu og svakalega bragðgóðu bollakökum með saltkaramellukremi og piparkökumulningi. Ég verð að viðurkenna að þessar bollakökur eru með þeim betri sem ég hef smakkað, ég er alltaf rosalega hógvær. Þið vitið það, haha! Í alvöru talað, það er ekki margt sem getur klikkað þegar súkkulaði, söltuð karamella og piparkökur koma saman. Þið verðið einfaldlega að prófa þessar kökur, fyrr en síðar. Súkkulaðibollakökur ca. 30 stk (ef þið notið hvítu bollakökuformin sem fást í nánast öllum matvöruverslunum, þau eru aðeins minni en þessi hefðbundnu bollakökuform, þið sjáið á myndinni hvaða form ég er að tala um) 7,5 dl hveiti 5 dl sykur 5 dl hrein AB mjólk 2,5 ljós olía 5 msk…

1 2 3 4 10