Jarðarberjaskyrkaka með ferskum berjum Kexbotn: 1 pakki LU Bastogne kex (eða annað gott kex) 100 g brætt smjör Aðferð: Setjið kex og brætt smjör í matvinnsluvél og maukið, þrýstið kexblöndunni á botninn og upp með börmunum á bökunarforminu (ég notaði nokkur lítil en yfirleitt nota ég form í stærð 24x25cm) Setjið botninn í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna. Skyrfylling: 500 g jarðarberjaskyr 350 ml rjómi, þeyttur 2 msk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða fræ Fersk blönduð ber til skrauts Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Hellið skyrfyllingunni í formið og skreytið með ferskum berjum. Kælið í 1-2 klst ef þið viljið að kakan sé svolítið stíf annars má auðvitað bera hana strax fram. Svo má auðvitað útbúa kökuna…