Snickers ostakaka

Kexbotn:

 • 400 g hafrakex
 • 200 g brætt smjör

Aðferð:

 1. Bræðið smjör við vægan hita, setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og hakkið fínt.
 2. Hellið smjörinu saman við og hellið síðan kexblöndunni í form.
 3. Sléttið úr blöndunni með bakhlið á skeið og þrýstið vel. Mér finnst best að nota smelluform en þá er þægilegra að ná kökunni úr forminu.

Söltuð karamelluósu:

 • 200 g sykur
 • 2 msk smjör
 • ½ – 1 dl rjómi
 • sjávarsalt

Aðferð:

 1.  Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað.
 2. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel.
 3. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín.
 4. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið hellið henni yfir kökuna. Ég notaði um það bil 1 – ½ dl af sósunni í botninn á kökunni, þ.e.a.s. þið hellið karamellusósunni yfir kexbotninn og kælið á meðan þið útbúið ostakökufyllinguna.

Ostakökufylling

 • 400 g hreinn rjómaostur
 • 2 msk flórsykur
 • fræin úr einni vanillustöng
 • 2 tsk vanilludropar
 • 150 ml rjómi, þeyttur
 • 1 snickers, smátt skorið (50 g)

Aðferð:

 1. Þeytið rjómaost, vanillufræ, vanilludropa og flórsykur saman þar til blandan er létt og ljós.
 2. Þeytið rjóma og blandið honum varlega saman við ostafyllinguna.
 3. Skerið snickers súkkulaði mjög smátt og bætið út í lokin, hrærið öllu vel saman og hellið blöndunni ofan á kexblönduna. Setjið kökuna inn í kæli 3 – 4 klukkustundir (jafnvel yfir nótt ef þið hafið tök á því) Rétt áður en kakan er borin fram setjið þið á hana súkkulaðibráð og skreytið með snickers súkkulaði.

Súkkulaðibráð:

 • 200 g suðusúkkulaði
 • 80 ml rjómi (+ meiri ef ykkur finnst súkkulaðibráðin of þykk)
 • 2 snickers til skrauts (100 g)

Aðferð:

 1. Saxið niður suðusúkkulaði og setjið í skál, hitið rjómann að suðu og hellið honum yfir súkkulaðið. Leyfið súkkulaðiblöndunni að standa í um það bil fimm mínútur áður en þið hrærið. Um leið og súkkulaðið er orðið kalt og hefur þykknað má hella því yfir kökuna og best er að kæla kökuna aðeins áður en hún er borin fram, með því stífnar súkkulaðið svolítið. (ég læt hana inn í frysti í örfáar mínútur)

Skerið niður snickers og skreytið kökuna að vild.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *