Föstudagspizzan

Pizzadeig

  • 2 1/2 dl volgt vatn
  • 2 tsk þurrger
  • 2 tsk hunang
  • 2 msk ólífuolía
  • 400 – 450 g hveiti

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt.
  2. Bætið hunangi við og hrærið vel saman. Þegar byrjar að freyða í skálinni er
    gerið klárt.
  3. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið
    auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á
    hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur.
  4. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina.
  5. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í 40 – 60 mínútur.

Pizza með hráskinku

  • 1 pizzadeig
  • 1 skammtur pizzasósa (mér finnst líka gott að setja tómata passata)
  • Rifinn ostur
  • 1 bréf hráskinka ca. 8 sneiðar
  • Klettasalat, magn eftir smekk
  • Hægeldaðir tómatar (Skerið kirsuberjatómata í tvennt og leggið þá í eldfast mót, hellið smávegis af olíu yfir og kryddið til með salti og pipar. Bakið í ofni við 150°C í 1,5 – 2 klst. Því lengur sem þeir eru í ofninum því betri verða þeir)
  • Parmesan ostur
  • Salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

  1. Fletjið út pizzadeigið og leggið á pappírsklædda ofnplötu.
  2. Smyrjið botninn með sósunni og dreifið rifnum osti yfir.
  3. Setjið hráskinku yfir og bakið við 220°C í 10 – 12 mínútur. !Ofnar eru auðvitað misjafnir og það gæti verið að þið þurfið að baka hana lengur en pizzan er klár þegar pizzan er gullinbrún og hráskinkan stökk.
  4. Setjið ferskt klettasalat yfir pizzuna og rífið niður nóg af ferskum parmesan.

Pizza með forsteiktu beikoni og rjómaosti

  • 1 pizzadeig
  • 1 skammtur pizzasósa (mér finnst gott að nota tómata passata)
  • Rifinn ostur
  • 100 g forsteikt beikon
  • Rauð paprika, smátt skorin
  • Hreinn rjómaostur, magn eftir smekk
  • Salt og nýmalaður pipar
  • Fersk basilíka

Aðferð:

  1. Fletjið út pizzadeigið og leggið á pappírsklædda ofnplötu.
  2. Smyrjið botninn með sósunni og dreifið rifnum osti yfir.
  3. Steikið beikon og þerrið á eldhúspappír, raðið því á pizzuna og dreifið paprikunni yfir.
  4. Setjið nokkrar matskeiðar af rjómaosti á pizzuna og verið ekkert að spara hann. Bakið við 220°C í 10 – 12 mínútur. ! Ofnar eru auðvitað misjafnir og það gæti verið að þið þurfið að baka hana lengur en pizzan er klár þegar pizzan er gullinbrún.
  5. Þegar pizzan er komin út úr ofninum er gott að setja nokkur fersk basilíkulauf yfir.

Sveppaveisla

  • Einn skammtur pizzadeig
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 villisveppaostur
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 200 g sveppir steiktir upp úr smjöri og hvítlauk
  • Hægeldaðir tómatar
  • Smátt söxuð steinselja

Aðferð:

  1. Fletjið út pizzadeigið og leggið á pappírsklædda ofnplötu.
  2. Rífið niður villisveppaostinn og hrærið saman við sýrða rjómann, pressið hvítlauksrifið og blandið saman við.
  3. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið ostablöndunni á botninn.Steikið sveppina upp úr smjöri og pressið eitt hvítlauksrif út í pottinn, þerrið sveppina vel áður en þið setjið þá á pizzuna.
  4. Bakið við 220°C í 10 – 12 mínútur. ! Ofnar eru auðvitað misjafnir og það gæti verið að þið þurfið að baka hana lengur en pizzan er klár þegar hún er gullinbrún. Það er mjög gott að setja hægeldaða tómata og smátt saxaða steinselju yfir pizzuna í lokin.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

 

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *