Archives

Trylltar súkkulaðibollakökur með saltkaramellukremi og piparkökumulningi

Ég hef sjaldan fengið önnur eins viðbrögð og þegar ég deildi mynd af þessum girnilegu og svakalega bragðgóðu bollakökum með saltkaramellukremi og piparkökumulningi. Ég verð að viðurkenna að þessar bollakökur eru með þeim betri sem ég hef smakkað, ég er alltaf rosalega hógvær. Þið vitið það, haha! Í alvöru talað, það er ekki margt sem getur klikkað þegar súkkulaði, söltuð karamella og piparkökur koma saman. Þið verðið einfaldlega að prófa þessar kökur, fyrr en síðar. Súkkulaðibollakökur ca. 30 stk (ef þið notið hvítu bollakökuformin sem fást í nánast öllum matvöruverslunum, þau eru aðeins minni en þessi hefðbundnu bollakökuform, þið sjáið á myndinni hvaða form ég er að tala um) 7,5 dl hveiti 5 dl sykur 5 dl hrein AB mjólk 2,5 ljós olía 5 msk…

Bláberjamúffur með grísku jógúrti og múslí

Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi  Bláberjamúffur með grísku jógúrti og stökku múslí Þegar ég bjó í Bretlandi þá fannst mér ekkert betra en að fara á góð kaffihús, panta mér kaffi og fá mér eina bláberjamúffu. Morgunverðarmúffur eru ansi vinsælar í Bretlandi, þær eru ekki eins sætar og venjulegu múffurnar eða bollakökurnar og eru því tilvaldar í morgunsárið þegar við viljum eitthvað aðeins meira en morgunkornið… fullkomið með fyrsta kaffibollanum. Bláberjabollakökur 1 egg 60 g brætt smjör 75 g sykur 65 ml mjólk 2 tsk vanilla 240 g grískt jógúrt 135 g hveiti 80 g haframjöl salt á hnífsoddi ½ tsk kanil 1 ½ tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 3 dl frosin eða fersk bláber KELLOGGS múslí, magn…

Vanillubollakökur með fluffy smjörkremi

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru lesendur! Það er tilvalið að deila einni uppskrift að ljúffengum bollakökum í tilefni dagsins, í gærkvöldi kom yfir mig löngun í vanillubollakökur og að sjálfsögðu svaraði ég þeirri löngun 🙂 Það tekur enga stund að baka þessar og hráefnin eru ekki ýkja mörg og þess vegna átti ég sem betur fer allt til hér heima, ég hefði sjálfsagt ekki nennt að stökkva út í búð eftir einhverjum hráefnum svo það er alltaf plús þegar hráefnin eru ekki mörg. Ingibjörg Rósa og frænka hennar fengu að taka þátt í bakstrinum og þeim leiddist það ekki – ég sýndi uppskriftina skref fyrir skref í Insta – stories og fyrir áhugasama finnið þið mig á Instagram undir evalaufeykjaran. Ég reyni að vera dugleg að sýna…

Piparkökubollakökur með ómótstæðilegu karamellukremi

Það styttist í jólin og  eflaust margir í miklu bakstursstuði þessa dagana, þetta er nefnilega tíminn til að njóta. Ég elska að koma heim eftir vinnu, kveikja á kertum og baka eitthvað gott með Ingibjörgu Rósu minni. Við bökuðum þessar ljúffengu piparkökubollakökur um daginn og þær voru virkilega góðar og skemmtileg tilbreyting frá klassísku piparkökunum. Einföld, fljótleg og góð uppskrift sem ég mæli með að þið prófið fyrir jólin. Endilega fáið börnin ykkar til þess að taka þátt í bakstrinum, þau eru nefnilega svo miklir snillingar og hafa gaman af þessu. Piparkökubollakökur með karamellukremi ca. 18 – 20 bollakökur 250g sykur 140g smjör, við stofuhita 3egg við stofuhita 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi 2 tsk vanilla extract eða vanillusykur (það er…

Súkkulaðibollakökur með páskakremi

  Súkkulaðibollakaka með hvítu súkkulaðismjörkremi er alltaf góð hugmynd og sérstaklega um páskana. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert rosalega mikið fyrir páskaegg, ég vil heldur baka eitthvað gott og njóta þess. Ekki að ég stelist ekki í páskeggin hjá fjölskyldumeðlimum, það er önnur saga. Súkkulaðibollakökur með súkkulaðibitum og nóg af kremi er fullkomið á páskadag og ég mæli með að þið prófið þessar, þær eru mjög einfaldar og ég elska hvað maður er fljótur að baka bollakökur. Við erum búin að hafa það ótrúlega gott undanfarna daga, erum í sveitinni og ætlum svo í dag upp á Akranes að hitta fjölskylduna okkar þar. Göngutúrar, lestur, leti, sund, góður matur og félagsskapur einkennir þessa helgi og mikið elska ég það. Ég vona að…

Æðislegar súkkulaði- og lakkrísbollakökur.

    Í gærkvöldi var mér boðið í ævintýralega lakkrísveislu á Kolabrautinni. Réttirnir voru fimm talsins og innihéldu allir lakkrís frá heimsþekkta fyrirtækinu Lakrids By Johan Bülow. Eftir þessa veislu og gott spjall við Johan er ég enn hrifnari af lakkrísnum hans og ákvað strax í morgun að hefja þennan sunnudaginn á súkkulaðibakstri með góðum lakkrís.  Það tekur enga stund að baka kökurnar og lakkrísinn setur punktinn yfir i-ið en súkkulaði og lakkrís fara mjög vel saman, vægt til orða tekið. Nú ætla ég hins vegar að hætta þessu blaðri og deila uppskriftinn með ykkur, ég mæli með að þið prófið hana… strax í dag 🙂 Súkkulaði- og lakkrísbollakökur Súkkulaðideig: 3 bollar Kornax hveiti (Amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 2 bollar AB…

Súper einfaldar bláberjabollakökur

Í þætti kvöldsins lagði ég sérstaka áherslu á brönsrétti og bakaði meðal annars þessar súper einföldu og bragðgóðu bláberjabollakökur. Það tekur enga stund að skella í þessar og þær eru algjört æði með morgunkaffinu. Þið getið bæði notað fersk eða frosin ber, það skiptir ekki öllu máli. Bláberjabollakökur af einföldustu gerð 12 – 14 bollakökur 8 msk smjör, brætt 150 ml mjólk 2 egg 300 g hveiti 120 g sykur 1 tsk vanilla 2 tsk lyftiduft 2 – 2 ½ bolli bláber, fersk eða frosin Haframjölsmulningur 50 g hveiti 35 g smjör 25 g haframjöl 30 g púðursykur   Aðferð: Setjið allt saman í skál og blandið þessu vel saman með höndunum, þar til þetta verður að fíngerðu deigi Bollakökudeigið: Aðferð: Stillið ofninn í 180°C….

1 árs afmæli Ingibjargar Rósu og bestu bollakökurnar

  Ingibjörg Rósa varð eins árs þann 6.júlí og við fögnuðum vel og innilega með fólkinu okkar um helgina. Ég ákvað að hafa afmælið eins einfalt og kostur væri, hamborgarar, ein tegund af köku og ís. Spáin var sæmileg og það var slegið upp garðapartí á Akranesi. Það var ekkert smá skemmtilegt að fá ættingja og vini í smá kaffi og fagna fyrsta ári Ingibjargar. Ég bakaði bestu bollakökurnar, en það eru súkkulaðibollakökur með súkkulaðikreminu sem ég geri alltaf. Uppskriftin er hér að neðan ásamt nokkrum myndum frá deginum. Við keyptum ís hjá Valdís og fengum ískæli með, það er algjör snilld sem ég mæli með. Allir voru yfir sig ánægðir með ísinn enda er hann svakalega góður.   Bestu súkkulaðibollakökurnar með hvítu smjörkremi um…

Klassískar vanillubollakökur með silkimjúku súkkulaðikremi

  Það eru ekki mörg ár síðan ég smakkaði bollakökur í fyrsta skipti. Ég var auðvitað búin að smakka jógúrtmuffins en bollakökur með miklu kremi og fallegu skrauti heilluðu mig upp úr skónum og það má með sanni segja að það hafi verið ást við fyrsta bita. Vanillubollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og skemmtilegast þykir mér hvað þær bjóða upp á marga möguleika. Það er hægt að leika sér með þessar kökur og bæta við því hráefni sem hverjum þykir gott t.d. súkkulaðibitum eða berjum.  Klassískar vanillubollakökur með súkkulaðikremi 250 g sykur 140 g smjör, við stofuhita (mikilvægt) 3 egg, við stofuhita (mikilvægt) 250 g Kornax hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi eða nýmjólk 2 tsk vanilla extract eða vanillusykur (það er…