Archives

Bláberjamúffur með grísku jógúrti og múslí

Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi  Bláberjamúffur með grísku jógúrti og stökku múslí Þegar ég bjó í Bretlandi þá fannst mér ekkert betra en að fara á góð kaffihús, panta mér kaffi og fá mér eina bláberjamúffu. Morgunverðarmúffur eru ansi vinsælar í Bretlandi, þær eru ekki eins sætar og venjulegu múffurnar eða bollakökurnar og eru því tilvaldar í morgunsárið þegar við viljum eitthvað aðeins meira en morgunkornið… fullkomið með fyrsta kaffibollanum. Bláberjabollakökur 1 egg 60 g brætt smjör 75 g sykur 65 ml mjólk 2 tsk vanilla 240 g grískt jógúrt 135 g hveiti 80 g haframjöl salt á hnífsoddi ½ tsk kanil 1 ½ tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 3 dl frosin eða fersk bláber KELLOGGS múslí, magn…

Skírnarveisla Kristínar Rannveigar

Þann tólfta nóvember fékk Kristín Rannveig formlega nafnið sitt við fallega athöfn heima hjá tengdaforeldrum mínum. Við buðum okkar allra nánasta fólki og áttum saman dásamlegan dag. Ég er svo montin af stelpunum mínum að ég fer alveg að springa! Hér eru nokkrar myndir og uppskriftir af þeim kökum sem ég bauð upp á (ég keypti makkarónur, tilbúnar..hneisa ég veit haha) Það var sveppasúpa í aðalrétt sem mamma bjó til, með súpunni voru snittubrauð og pestó sem ég þarf endilega að deila með ykkur fljótt. Ég ákvað að hafa þetta einfalt og bauð upp á nokkrar tegundir af sætum bitum en mér finnst bæði fallegt og þægilegt að bjóða upp á svona litla sæta bita. Pavlovur – Makkarónur og frönsk súkkulaðikaka. Confetti Sisters buðu mér…

Syndsamlega góð Rice Krispies kaka

Í gær  kom yfir mig svakaleg köku löngun, þá sjaldan sem það nú gerist. Ég átti von á gestum um kvöldið svo ég ákvað að gera Rice Krispies köku, ég fékk þessa uppskrift hjá vinkonu minni fyrir nokkrum árum og ég geri þessa köku reglulega. Það tekur enga stund að búa til kökuna og í öll skipti sem ég hef boðið upp á þessa köku þá hefur hún vakið lukku. Það er mjög erfitt að standast súkkulaðihjúpað Rice Krispies, það er svo syndsamlega gott.   Rice Krispies kaka með bönunum og karamellusósu.   Botn: 100 g smjör 100 g suðusúkkulaði 100 g Mars súkkulaði 4 msk síróp 5 bollar Rice Krispies  Aðferð: Bræðið smjör við vægan hita, setjið súkkulaðið saman við og leyfið því að bráðna….

Pekanpæ – fullkomið á haustin

Ég elska góð pæ og þá sérstaklega þetta pekanpæ sem ég ætla að deila með ykkur en uppskriftin er í kökubókinni minni Kökugleði Evu, það er að verða komið ár frá því að bókin kom út!! Tíminn gjörsamlega flýgur áfram og ég ætla í tilefni þess að hún á ársafmæli að vera dugleg að baka upp úr henni og deila uppskriftum með ykkur í leiðinni. Ég fékk svo mikla löngun í þetta pæ þann sjöunda september.. og daginn eftir fór ég af stað og eignaðist hana Kristínu Rannveigu, ég vil þess vegna meina að pekanpæið hafi komið mér af stað 😉 Svo ef þið eruð á lokametrunum á meðgöngunni þá mæli ég sérstaklega með þessum bakstri. Hér er uppskriftin – njótið vel. Pekanpæ með súkkulaðibitum…

Ómótstæðileg marengsterta með Marskremi

Í dag deili ég með ykkur æðislegri uppskrift að marengstertu sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en kakan er bæði ótrúlega góð og einföld – uppskriftin kemur úr uppskriftabók eða uppskrifabækling sem amma mín gaf mér, bókin/bæklingurinn heitir Önnur veisla við Lækinn. Bæklingurinn er greinilega svolítið gamall en uppskriftirnar eru frábærar og því tilvalið að deila þeim áfram! Marengsterta með miklum rjóma, ómótstæðilegu kremi og ferskum berjum. Hvað getur klikkað? Marengsterta með marskremi Marengsbotn: 4 eggjahvítur 2 dl sykur  1 dl púðursykur 2 dl Rice Krispies Aðferð: Hitið ofninn í 150°C (blástur) Þeytið eggjahvítur þar til byrjar að freyða í skálinni, bætið þá sykrinum smám saman við og þeytið vel saman þar til marengsblandan er orðin stíf. Merjið Rice Krispies og blandið varlega saman…

Sítrónukaka með glassúr

Eitt kvöldið gat ég ekki sofnað… það var ekki vegna þess að ég fann ekki þægilega stellingu til þess að sofa í (já það er vandamál hjá óléttum konum haha) en ég gat ekki hætt að hugsa um sítrónukökur… ég sofnaði loksins en um leið og ég vaknaði þá dró ég fram bakstursdótið og prófaði þessa undursamlegu uppskrift að sítrónuköku sem róaði kökuóðu mig og ég gat sofnað vært næstu nótt. Kakan er svo eiginlega enn betri daginn eftir með morgunkaffinu! Mæli innilega með að þið prófið þessa sem allra fyrst. Sítrónukaka sem allir elska 400 g sykur 240 g smjör 3 egg 380 g hveiti 1 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 2,5 dl vanillujógúrt eða ab mjólk 1 sítróna, safi og börkur 1 tsk vanilla…

Grilluð eplakaka með súkkulaði og kókosmulningi

Grilluð eplabaka með karamellusósu Eplabaka 6  stór græn epli 2 msk. sykur 2 tsk kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 – 60 g. Hakkað súkkulaði Mulningur 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Kókosmjöl Aðferð: Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf…

Vanillubollakökur með fluffy smjörkremi

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru lesendur! Það er tilvalið að deila einni uppskrift að ljúffengum bollakökum í tilefni dagsins, í gærkvöldi kom yfir mig löngun í vanillubollakökur og að sjálfsögðu svaraði ég þeirri löngun 🙂 Það tekur enga stund að baka þessar og hráefnin eru ekki ýkja mörg og þess vegna átti ég sem betur fer allt til hér heima, ég hefði sjálfsagt ekki nennt að stökkva út í búð eftir einhverjum hráefnum svo það er alltaf plús þegar hráefnin eru ekki mörg. Ingibjörg Rósa og frænka hennar fengu að taka þátt í bakstrinum og þeim leiddist það ekki – ég sýndi uppskriftina skref fyrir skref í Insta – stories og fyrir áhugasama finnið þið mig á Instagram undir evalaufeykjaran. Ég reyni að vera dugleg að sýna…

Ofnbökuð sítrónuostakaka borin fram með ferskum berjum

Ofnbökuð sítrónuostakaka borin fram með ferskum berjum Kexbotn 400 g kexkökur til dæmis Digestive 120 g smjör 1 tsk sykur Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og maukið, bræðið smjör og hellið því í matvinnsluvélina ásamt einni teskeið af sykri og maukið enn betur saman. Hellið blöndunni í hringlaga smelluform. Ostafylling 900 g hreinn rjómaostur, við stofuhita 170 g sykur 250 g sýrður rjómi 2 egg 2 tsk vanilludropar – eða sykur fræin úr einni vanillustöng ½ dl nýrifinn sítrónubörkur Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Þeytið rjómaost og sykur saman þar til osturinn verður léttur og mjúkur, bætið sýrða rjómanum við og þeytið vel. Bætið því næst eggjum, sítróog vanillu saman við og þeytið áfram þar til deigið er orðið silkimjúkt. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn og…

Súkkulaðidraumur sem bráðnar í munni

* K O S T U Ð – F Æ R S L A / K Y N N I N G Haddi minn átti afmæli í síðustu viku og er nú orðinn 28 ára. Það var þess vegna heldur betur tilefni til þess að baka súkkulaðiköku en það er hans uppáhald og þá sérstaklega franskar súkkulaðikökur, ég elska þær líka svo þetta var perfecto. Ég notaði dökkt súkkulaði frá Valor í kökuna sjálfa en svo Valor súkkulaði með sjávarsalti í kremið, það eru margar spenanndi tegundir sem Valor býður upp á og það má gjarnan prófa hvaða tegund af súkkulaði í þessa köku. Súkkulaði er alltaf góð hugmynd – ég segi ykkur það satt 🙂   Frönsk súkkulaðikaka með Valor súkkulaði 4 egg 2…

1 2 3 4 5 10