Archives

Súkkulaðibomba

Súkkulaðibotnar 1 bolli = 2.5 dl 3 bollar hveiti 2 bollar sykur 4 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðlítil olía 6 msk kakó 2 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Matarsódi 2 tsk. Vanilludropar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C (blástur). Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið er orðið silkimjúkt. Smyrjið tvö eða þrjú lausbotna form og skiptið deiginu niður í formin. Bakið við 180°C í 20 –22 mínútur. Tíminn fer auðvitað eftir ofnum, eins og alltaf. Gott er að athuga baksturinnmeð því að stinga prjóni í kökuna, prjóninn á að koma hreinn út og þá er kakanklár. Leyfið botnunum að kólna alveg áður en þið setjið á þá krem. Klassískt og ómótstæðilegt smjörkrem. 500 g smjör 500 g…

Oreo bomba!

Í fyrsta þætti af Matarboði með Evu fékk ég vinkonu mína og hæfileikabúntið Evu Ruzu til þess að elda með mér og hún gerði meðal annars þennan Oreo eftirrétt sem margir hafa spurt um og hér er uppskriftin og þessi eftirréttur er súper einfaldur og góður. Ég bætti hvítu súkkulaði saman svona fyrst það eru páskar en það má sleppa því, en hver gerir svoleiðis? Það sleppir enginn súkkulaði Oreo ostakökueftirréttur Miðast við 4-6 manns. Hráefni 500 ml rjómi 600 g rjómaostur 2 msk vanillusykur 4 msk flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 300 g Oreo kexkökur Aðferð: Þeytið rjóma og vanillusykur. Setjið rjómann til hliðar í aðra skál. Þeytið rjómaost og flórsykur saman. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því í mjórri bunu saman…

Súkkulaðibitakökur

Hráefnin: 140 g púðursykur 200 g sykur 200 g smjör, við stofuhita 2 egg 2 tsk vanilludropar eða sykur 375 g hveiti 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi salt á hnífsoddi 150 g rjómasúkkulaðidropar 150 g suðusúkkulaðidropar Aðferð: Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan er létt í sér. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli. Blandið þurrefnum og vanillu út í og hrærið áfram, gott að skafa meðfram hliðum amk einu sinni. Í lokin blandið þið súkkulaðinu saman við. Gott að kæla deigið í klst. (það má samt sem áður baka strax en lögunin á kökunum verður betri ef deigið fær aðeins að kólna) Forhitið ofninn í 180°C. Mótið kúlur með höndunum og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið…

Páskakökur

Súkkulaðikaka með ljúffengu frosting kremi og súkkulaðieggjum.  Fyrsta páskakakan mín og páskaboðið á myndunum hér að neðan, árið 2012 bauð ég fjölskyldunni minni í páskakaffi og það hef ég gert öll ár síðan.  Páskabröns með fjölskyldu og vinum er frábær hugmynd að góðum degi.  Súkkulaðibollakökur með hvítsúkkulaðikremi  Mömmudraumur með silkimjúku súkkulaðikremi  Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdótir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Mars skyrkaka

Mars skyrkaka Botn: 400 g hafrakex 150 g brætt smjör Aðferð: Setjið kex í matvinnsluvél og bræðið smjör, hellið smjörinu saman við kexið. Þrýstið kexblöndunni í formið og kælið á meðan fyllingin er búin til. Fylling: 500 ml rjómi 500 g vanilluskyr 1 tsk vanillufræ 1 tsk vanilludropar 2 msk flórsykur Aðferð: Setjið rjóma, vanillufræ, vanilludropa og flórsykur í hrærivélaskál og þeytið. Blandið skyrinu saman við með sleikju. Setjið skyrblönduna yfir kexbotninn og dreifið vel úr. Hellið súkkulaðikreminu yfir og kælið kökuna í nokkrar klukkustundir (frábært yfir nótt). Súkkulaðikrem: 80 ml rjómi 150 g suðusúkkulaði 60 g mars súkkulaði Aðferð: Hitið rjóma að suðu Saxið súkkulaði og setjið í skál, hellið rjómanum saman við og leyfið blöndunni að standa í 5 mínútur. Hrærið upp í…

Pavlova fyllt með Daim rjómafyllingu og ferskum berjum

MARENSBOTNAR 6 stk Stk eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk mataredik 1 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi  Aðferð: Forhitið ofninn í 100°C. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. eiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst í ofninum eða yfir nótt eins og ég geri gjarnan. Rjómakrem með Daim súkkulaði 200 ml rjómi 2 – 3 msk flórsykur 100 g Daim súkkulaði  Aðferð: Léttþeytið rjóma og bætið flórsykrinum út í.   Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið…

Toblerone jólaterta

Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Toblerone kremið góða. 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð:   Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í…

Ostakaka með eplum og karamellusósu

Kexbotn 230 Lu Bastogne kexkökur. 80 g smjör, brætt. Aðferð: Forhitið ofninn í 150°C. Setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið fínt, hellið brædda smjörinu saman við og hrærið saman. Klæðið hringlaga form með smjörpappír (sjáið aðferð á Instagram) og hellið blöndunni í formið, sléttið úr með skeið og þrýstið blöndunni í formið. Bakið við 150°C í 10 mínútur. Rjómostafylling með eplabitum 700 g hreinn rjómaostur 100 g sykur 3 egg 2 tsk vanilludropar 2 epli 2 tsk sykur + 1 tsk kanill Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur, skafið meðfram hliðum og þeytið áfram. Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel. Bætið einu og einu eggi út í og þeytið vel á milli. Í lokin fara vanilludropar út í fyllinguna.   Hellið…

Tryllt Snickerskaka

Snickers brownies Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g KORNAX hveiti 1 tsk vanillusykur 2 msk kakó Karamellufylling 1 krukka Dulce de leche, karamellusósa 5 góðar matskeiðar af hnetusmjöri 1 dós sykurpúðakrem, sjá mynd hér að neðan 100 g ristaðar kasjúhnetur Súkkulaðikrem: 250 g mjólkursúkkulaði Aðferð:  Hitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Í lokin hellið þið súkkulaðiblöndunni við og blandið vel…

Marengsbomba

MARENGSBOMBAN   TVÖFÖLD UPPSKRIFT • 8 stk eggjahvítur • 400 g sykur • 1 tsk lyftiduft • Salt á hnífsoddi 1. Forhitið ofninn í 130°C. (blástur) 2. Stífþeytið eggjahvíturnar, þegar froða byrjar að myndast í skálinni bætið þið sykrinum smám saman við ásamt lyftiduftinu og saltinu. 3. Sprautið marengsblöndunni á pappírsklædda ofnplötu ef þið ætlið að útbúa ákveðið form eins og til dæmis tölustafi, annars getið þið bara skellt blöndunni á formið og mótað að vild. 4. Þessi uppskrift er sem fyrr segir tvöföld og ég náði fjórum botnum. 5. Bakið botnana við 130°C í 90 mínútur. 6. Kælið botnana vel áður en þið setjið rjómafyllinguna á milli og ofan á kökuna. Rjómafylling 500 ml rjómi 500 ml jurtarjómi 3 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur…

1 2 3 10