Mars skyrkaka

  1. Mars skyrkaka

Botn:

  • 400 g hafrakex
  • 150 g brætt smjör

Aðferð:

  1. Setjið kex í matvinnsluvél og bræðið smjör, hellið smjörinu saman við kexið.
  2. Þrýstið kexblöndunni í formið og kælið á meðan fyllingin er búin til.

Fylling:

  • 500 ml rjómi
  • 500 g vanilluskyr
  • 1 tsk vanillufræ
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk flórsykur

Aðferð:

  1. Setjið rjóma, vanillufræ, vanilludropa og flórsykur í hrærivélaskál og þeytið.
  2. Blandið skyrinu saman við með sleikju.
  3. Setjið skyrblönduna yfir kexbotninn og dreifið vel úr.
  4. Hellið súkkulaðikreminu yfir og kælið kökuna í nokkrar klukkustundir (frábært yfir nótt).

Súkkulaðikrem:

  • 80 ml rjómi
  • 150 g suðusúkkulaði
  • 60 g mars súkkulaði

Aðferð:

  1. Hitið rjóma að suðu
  2. Saxið súkkulaði og setjið í skál, hellið rjómanum saman við og leyfið blöndunni að standa í 5 mínútur.
  3. Hrærið upp í súkkulaðikreminu, ef blandan er of þykk má setja smá meiri rjóma.
  4. Hellið yfir kökuna og skreytið kökuna gjarnan með ferskum berjum og smátt skornu mars súkkulaði.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *