Archives

Vikuseðill

 Einföld og góð sjávarréttasúpa með tælensku yfirbragði er frábær mánudagsmatur. Á morgun, þriðjudag ætla ég loksins að elda Mac’n Cheese í rjóma-beikonsósu. Já þetta er pasta og beikonvika, það hlýtur nú að mega?  Á miðvikudaginn ætla ég að gera einfalt og gott Sesar salat sem inniheldur kjúkling, beikon, stökka brauðteninga og ljúffenga salatsósu. Á fimmtudaginn ætla ég að hafa þessar gómsætu sænsku kjötbollur sem slá alltaf í gegn og allir á heimilinu borða vel af. Ingibjörg Rósa mín elskar þessar með nóg af sósu.   Á föstudaginn ætla ég að hafa einn af mínum eftirlætis réttum, spaghetti Bolognese. Ljómandi góður réttur með góðu rauðvínsglasi. Um helgina er tilvalið að skella í þessa æðislegu mexíkósku pizzu.  Tryllingslega gott karamellupæ er á bakstursplaninu mínu um helgina, ef…

Klístruð og ómótstæðileg rif

Klístruð og ómótstæðileg rif Svínarif 1 tsk Bezt á allt kryddblanda 1 tsk paprika 1 tsk cumin krydd 1 tsk kanill 1 dl Hoisin sósa 1 dl Soya sósa 1 msk hunang Salt og pipar ½ rautt chili 1 stilkur vorlaukur 1 hvítlauksrif 1 msk fersk nýrifið engifer 1 dl púðursykur Aðferð: Saxið chili og vorlauk, blandið öllum hráefnum saman í skál og leggið svínarif í form. Hellið sósunni yfir og geymið í kæli. Best er að leyfa kjötinu að liggja í sósunni í nokkrar klukkustundir. Pakkið kjötinu inn í álpappír og bakið við 110°C í 2,5-3 klukkustundir. Eftir þann tíma stillið þið ofninn á grillhita og opnið álpappírinn, steikið kjötið á þeim hita í 10-15 mínútur. Dreifið ristuðum sesamfræin yfir kjötið áður en þið berið…

Æðislegar kjúklinganúðlur

Kjúklinganúðlur með wasabi sósu 800 g kjúklingakjöt (ég notað úrbeinuð læri) 2 dl sojasósa 2 dl sweet chili sósa 200 g núðlur 1 rautt chili 1 agúrka 1 rauð paprika 2 stilkar vorlaukur kóríander límóna salt og pipar Wasabi hnetur Aðferð: Blandið sojasósu og sweet chili sósunni saman. Leggið kjúklingakjötið í eldfast mót og hellið sósunum yfir. Gott er að leyfa kjúklingnum að marinerast í 1 – 2 klst. Þess þarf ekki en kjúklingurinn verður bragðbetri. Kryddið til með salti og pipar. Eldið kjúklinginn við 180°C í 25 – 30 mínútur. Skerið agúrku, papriku og vorlauk mjög smátt. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Skerið kjúklinginn í munnbita þegar hann er klár og blandið honum saman við núðlurnar og grænmetið. Það ætti að vera sósa…

Vikuseðill

Gleðilega vinnuviku allir saman! Ég vona að þið hafið haft það einstaklega gott um páskana. Sjálf átti ég frábæra páska með fólkinu mínu og kom endurnærð til vinnu í morgun. Markmið vikunnar er að minnka súkkulaðiát haha og þá er tilvalið að hefja vikuna á þessum græna og fína drykk sem þið sjáið hér að ofan, æðislegur avókadó drykkur með sítrónu. Hér fyrir neðan finnið svo tillögur að kvöldmat út vikuna og ég vona að þið fáið nóg af hugmyndum. Njótið vel. Einföld grænmetisbaka með fetaosti er alltaf góð hugmynd eftir veisluhöld í marga daga. Það er upplagt að nota afganga í þessa böku t.d. kjöt eða kjúkling.  Fiski takkós er frábær leið til þess að fá alla fjölskylduna til þess að borða meira af fisk…

Vikuseðill

Nú styttist heldur betur í páskana og eflaust margir komnir í páskafrí og byrjaðir að njóta með fjölskyldu og vinum. Mig langaði að deila með ykkur vikuseðli sem er í betri kantinum að þessu sinn og ég vona að þið fáið hugmyndir að kvöldmatnum út vikuna. Njótið vel.   Góður fiskréttur er alltaf fín hugmynd á mánudegi og þessi fiskur með rjómaosti og grænmeti er í betri kantinum. Æðislegt kjúklingasalat með stökkum núðlum og fetaosti á þriðjudaginn, smá salat áður en veisluhöldin um helgina hefjast. Bragðmikil karrí- og eplasúpa með kjúkling, en það má sleppa honum að bæta við meira af grænmeti. Páskafríið byrjað og nú má sko gera vel við sig á fimmtudegi, hvernig hljómar Risotto með stökku beikoni, aspas og parmesan? Borið fram…

Páskalambið, fylltur hryggur með ofnbökuðum kartöflum og soðsósu

  Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, furuhnetum, ólífumauki, steinselju og sítrónuberki er afar ljúffeng steik sem passar einstaklega vel á veisluborðið um páskana. Með hryggnum er gott að hafa ofnbakaðar kartöflur í andafitu og auðvitað góða soðsósu, fullkomið fyrir þá sem vilja nostra aðeins við matargerðina og njóta í botn. Í þætti kvöldsins sýndi ég áhorfendum þessa einföldu og bragðmiklu uppskrift sem ég hvet ykkur til að prófa um páskana.   Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói Fyrir 4-6   1 lambahryggur ca. 2,5 kg, úrbeinaður Fylling: 1 krukka sólkysstir tómatar 3 msk ólífutapende 70 g ristaðar furuhnetur ½ laukur 2 hvítlauksrif 1 msk fersk steinselja Salt og nýmalaður pipar 1 msk jómfrúarolía Börkur af hálfri sítrónu 2 tsk smátt saxað rósmarín ½ L vatn  …

Æðislegt andasalat með ristuðum valhnetum, perum og geitaosti.

Í þætti kvöldsins lagði ég áherslu á rétti sem tilvalið er að elda um páskana. Þetta andasalat með steiktum perum, stökkum valhnetum og geitaosti er yfirgengilega gott. Andabringur eru auðvitað algjört sælgæti og eru frábærar í salöt, páskamaturinn þarf alls ekki að vera þungur í maga og tilvalið fyrir þá sem kjósa léttari rétti að bera þennan rétt fram um páskana. Andasalat með stökkum valhnetum og geitaosti 2 andabringur 1 poki klettasalat 1 granatepli 2 perur 1 tsk ólífuolía 1 tsk smjör Handfyll ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Salatdressing 1 tsk rauðvínsedik 1 dl jómfrúarolía 2 skallottulaukar 1 tsk dijon sinnep Salt og pipar Aðferð: Skerið aðeins í andabringurnar og steikið á pönnu. Kryddið bringuna til með salti og pipar og steikið bringurnar í…

Risotto með ferskum aspas og stökku beikoni

Risotto er guðdómlegur hrísgrjónaréttur sem sameinar allt það sem mér þykir gott. Hægt er að útfæra réttinn á marga vegu og í þætti gærkvöldsins eldaði ég Risotto með ferskum aspas, stökku beikoni og sveppum. Einfalt og brjálæðislega gott með miklum parmesan. Ég pantaði mér Risotto á veitingahúsi í London fyrir nokkrum árum og kolféll fyrir honum, silkimjúkur og ómótstæðilega góður… Risotto með ferskum aspas og stökku beikoni 1 msk ólífuolía + klípa smjör 1 laukur 1 sellerí stilkur 2 hvítlauksrif 4 dl arborio hrísgrjón 250 g smátt skorinn aspas 8 sveppir, smátt skornir 8 dl kjúklingasoð 2 dl hvítvín Salt og pipar 60-80 g parmesan ostur 2 msk smjör   Ofan á: 100 g beikon 100 g aspas 100 g sveppir   Aðferð: Hitið ólífuolíu…

Entrecôte með chili bernaise og frönskum kartöflum

Í þætti kvöldsins lagði ég áherslu á lúxus matseðil og setti saman þrjá ljúffenga rétti sem tilvalið er elda þegar þið viljið gera vel við ykkur. Nautasteik með öllu tilheyrandi er eitt af því besta sem ég get hugsað mér og ef ég ætla að elda eitthvað gott handa okkur Hadda þá verður þessi réttur yfirleitt fyrir valinu. Að vísu geri ég þá tvær sósu, annars vegar piparostasósu og hins vegar þessa ómótstæðilegu chili bernaise sósu sem ég fæ hreinlega ekki nóg af og gæti borðað hana eina og sér. Hún er algjört æði! Þið vitið hvernig þetta er, ef smjörið er í aðalhlutverki þá er bókað mál að rétturinn sé góður. Entrecôte með chili bernaise og ljúffengum kartöflum 5 eggjarauður 250 g smjör, skorið…

Spínat- og ostafyllt pasta sem bráðnar í munni

Ef ég ætti að velja minn uppáhalds pastarétt þá væri það án efa þessa hér, hann sameinar allt það sem mér þykir gott. Pasta, nóg af osti, góða sósu og spínat. Mjög djúsí og góður réttur sem þið ættuð endilega að prófa. Cannelloni fyrir þrjá til fjóra      Ólífuolía      1 laukur      3 hvítlauksrif      2 dósir hakkaðir tómatar      Salt og nýmalaður pipar      Handfylli basilíka      1 lárviðarlauf      ½ kjúklingateningur      500 g spínat      ½ tsk múskat      Börkur af hálfri sítrónu      500 g kotasæla      1 egg      4 msk nýrifinn parmesan ostur      200 g cannelloni pasta      150 mozzarella ostur…

1 8 9 10 11 12 17