Archives

Æðislegt andasalat með ristuðum valhnetum, perum og geitaosti.

Í þætti kvöldsins lagði ég áherslu á rétti sem tilvalið er að elda um páskana. Þetta andasalat með steiktum perum, stökkum valhnetum og geitaosti er yfirgengilega gott. Andabringur eru auðvitað algjört sælgæti og eru frábærar í salöt, páskamaturinn þarf alls ekki að vera þungur í maga og tilvalið fyrir þá sem kjósa léttari rétti að bera þennan rétt fram um páskana. Andasalat með stökkum valhnetum og geitaosti 2 andabringur 1 poki klettasalat 1 granatepli 2 perur 1 tsk ólífuolía 1 tsk smjör Handfyll ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Salatdressing 1 tsk rauðvínsedik 1 dl jómfrúarolía 2 skallottulaukar 1 tsk dijon sinnep Salt og pipar Aðferð: Skerið aðeins í andabringurnar og steikið á pönnu. Kryddið bringuna til með salti og pipar og steikið bringurnar í…