Archives

Bragðmiklar kjúklinganúðlur sem allir ættu að prófa

Ég fékk svo hrikalega góðan kjúklinganúðlurétt hjá góðum vinum um daginn og fékk leyfi til þess að birta uppskriftina hér. Þetta er einn af þessum réttum sem þið hættið ekki að hugsa um og viljið helst sleika diskinn, hann er það góður. Ég held mikið upp á einfaldar, fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir og það má með sanni segja að þetta sé ein af þeim. Bragmikill kjúklingur með fersku grænmeti, góðri sósu og stökkum wasabi hnetum… allt í einum bita! Ég er að segja ykkur það, þið verðið að prófa þennan rétt. Njótið vel. Kjúklinganúðlur með wasabi sósu 800 g kjúklingakjöt (ég notað úrbeinuð læri) 2 dl sojasósa 2 dl sweet chili sósa 200 g núðlur 1 rautt chili 1 agúrka 1 rauð paprika 2 stilkar…

Ofnbakaðir þorskhnakkar í paprikusósu

  Ofnbakaður fiskur er alltaf í miklu uppáhaldi, þó það þurfi ekki að hafa mikið fyrir góðu hráefni þá er virkilega gott að gera djúsí fiskrétti af og til. Ég elska þá að minnsta kosti og ég hef tekið eftir því hér á síðunni að lesendur mínir eru sammála. Ég eldaði þennan góða rétt í vikunni, ég tók bara það sem ég átti til inn í ísskáp og útkoman var mjög góð. Svo góð að ég borðaði yfir mig og gott betur en það. Mæli með þið prófið fiskréttinn og ég vona að þið njótið vel.     Ofnbakaðir þorskhnakkar með paprikuosti 1 msk ólífuolía eða smjör 1 laukur, smátt saxaður 4 gulrætur, smátt skornar 1 rauð paprika, smátt skorin 1/2 blómkálshöfuð, smátt skorið 1/2…

Sænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi

Sænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi Í síðasta þætti af Matargleði var sænsk matargerð í aðalhlutverki og ég eldaði meðal annars þessar ljúffengu kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu, góðri sultu og súrum agúrkum… virkilega gott. Sænskar kjötbollur Smjöreða ólífuolía 1 stórlaukur 2 msk smáttsöxuð steinselja 500 g svínahakk 500 g nautahakk 3 msk sýrður rjómi 1 egg 3 – 4 msk brauðrasp salt ognýmalaður pipar Aðferð: Hitiðsmjör eða ólífuolíu á pönnu, steikið laukinn í smá stund eða þar til hann fer að mýkjast. Saxið niður steinselju og bætið út á pönnuna. Blandiðöllum hráefnum saman í skál og mótið litlar bollur úr hakkblöndunni. Steikiðbollurnar á pönnu, snúið reglulega og leggið í eldfast mót. Klárið að elda bollurnar í ofni við 180°C í 10 – 15 mínútur. Beriðbollurnar fram með kartöflum, brúnni…

Mexíkósk pizza með djúsí ostasósu á örfáum mínútum

Mexíkóskur matur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og fæ aldrei leið á þessum góða mat, möguleikarnir eru líka svo margir sem gerir þessa matargerð enn betri. Ég sá sérstakar pizza tortillur út í búð um daginn og var ekki lengi að grípa þær með mér ásamt öðru góðu hráefni. Ég útbjó mjög einfalda pizzu og það var frekar fínt að sleppa við að baka venjulegan pizzabotn, stundum er maður einfaldlega ekki í stuði fyrir mikið tilstand í eldhúsinu. Botninn var þunnur og stökkur en þannig finnst mér pizzabotnar bestir. Pizzan var einstaklega ljúffeng og þið ættuð að prófa þessa uppskrift.   Mexíkósk pizza með kjúkling og djúsí ostasósu 2 tortilla pizzakökur 1 dós sýrður rjómi 1 mexíkóostur, rifinn salt og nýmalaður pipar 500 –…

Stökkir kjúklingabitar í kornflexmulningi með hunangssósu

Ég elska stökka kjúklingabita með góðri sósu og það er fátt sem jafnast á við safaríka, bragðmikla og stökka bita. Í síðasta þætti af Matargleði eldaði ég þessa einföldu kjúklingabita sem þið ættuð að prófa, hollari útgáfa að gómsætum kjúklingabitum. Stökkir kjúklingabita í kornflexmulningi Kartöflubátar 7 – 8 kartöflur, fremur stórar 1 rauðlaukur 4 hvítlauksrif salt og pipar ólífuolía   Aðferð: Skeriðkartöflurnar í fjóra bita. Skeriðrauðlaukinn í sneiðar og pressið hvítlauksrifin. Blandiðöllu saman í skál með ólífuolíu og kryddið til með salti og pipar. Leggiðí eldfast mót og bakið við 200° C í 40 – 45 mínútur. Mér finnst best að steikja kartöflurnar á pönnu í smá stund áður en ég læt þær í eldfast mót og inn í ofn.   Marinering 1 dóssýrður rjómi…

Mac & Cheese með beikoni og rjómasósu.

Í síðasta þætti mínum lagði ég áherslu á matargerð frá Bandaríkjunum og þessi réttur er einn þekktasti og vinsælasti rétturinn þar í landi. Ég gjörsamlega elska þennan rétt en hann inniheldur allt það sem mér þykir gott. Pasta, beikon, ost og rjóma… ég þarf ekki meira. Mæli með að þið prófið og ég vona að þið njótið vel.   Ofnbakað Mac & Cheese  250 g makkarónupasta 1 msk ólífuolía 150 g beikon, smátt skorið 300 g sveppir 1 rauð paprika 1 msk smátt söxuð steinselja 1 msk smátt saxað tímían 2 msk smjör 1 laukur, sneiddur 500 ml matreiðslurjómi 200 ml grænmetissoð (soðið vatn + einn græntmetisteningur) 100 g rifinn Parmesan ostur 100 g rifinn Cheddar ostur 1 msk smátt söxuð steinselja salt og pipar…

Spaghetti Bolognese með einföldu hvítlauksbrauði

Í síðasta þætti af Matargleði Evu lagði ég áherslu á klassíska rétti og Spaghetti Bolognese eða hakk og spaghettí eins og við köllum það hér heim er án efa einn af þeim. Ég fæ aldrei leið á þessum rétt og elda hann aftur og aftur. Mjög einfaldur og á mjög vel við á haustin. Spaghetti Bolognese 1 msk. ólífuolía 100 g beikon 1 laukur 2 stilkar sellerí 2 hvítlauksrif 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn 1 krukka niðursoðnir tómatar 3 lárviðarlauf 1 msk tómatpúrra fersk basilíka Handfylli fersk steinselja Aðferð: 1. Hitið smá ólífuolíu á pönnu. 2. Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið…

Ítalskt Caprese salat

Þetta salat inniheldur kannski ekki mörg hráefni en engu að síður er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er nefnilega þannig að þegar góð hráefni eiga í hlut þá er algjör óþarfi að flækja málin. Einfalt, fljótleg og ómótstæðilega gott. Caprese salat  1 askja kirsuberjatómatar 2 kúlur Mozzarella fersk basilíkublöð 1 pakki hráskinka eða eins og 6 hráskinkusneiðar 1 skammtur basilíkupestó Basilíkupestó 1 höfuð fersk basilíka handfylli fersk steinselja 150 g ristaðar furuhnetur 50 g parmesanostur 1 hvítlauksrif safinn úr ½ sítrónu 1 dl góð ólífuolía salt og nýmalaður pipar Aðferð:   Skerið kirsuberjatómata í tvennt og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið þá til með salti og pipar. Bakið við 180°C í 20 mínútur. Útbúið pestóið á meðan tómatarnir eru…

Sesar Salat með ljúffengri hvítlaukssóu

Sesar salat Þetta salat er eitt vinsælasta salat í heimi og er það ekki að ástæðulausu. Kjúklingur, stökkt beikon, gott kál og annað ljúfmeti saman í eitt. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana! Við byrjum á því að útbúa sósuna sem fylgir salatinu. Hvítlaukssósa 1 dós sýrður rjómi 1 tsk dijon sinnep 2 – 3 tsk majónes 1 tsk hvítvínsedik 1 tsk sítrónusafi salt og pipar 2 hvítlauksrif 50 – 60 g nýrifinn parmesan ostur Aðferð: Maukið allt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymið í kæli áður en þið berið fram með salatinu. Salatið. 3 kjúklingabringur, skornar í teninga Ólífuolía Salt og pipar Kjúklingakrydd 100 g beikon Kál, magn eftir smekk (helst Romain salat) 1 agúrka 10 kirsuberjatómatar Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið upp…

Pönnupizza með bbq kjúkling

Ég fékk svakalega fína pönnu frá systkinum mínum í afmælisgjöf og hef ég notað hana í mjög margt. Þessi panna má fara inn í ofn og veitir mér þess vegna þann möguleika að gera pönnupizzur sem eru að mínu mati mikið betri en venjulegar pizzur. Mig langar að deila uppskrift að ómótstæðilegri pizzu með bbq kjúkling, klettasalati og nýrifnum parmesan. Hljómar það ekki vel? Fullkomin helgarpizza. Pizzabotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2 ½ tsk þurrger 1 msk hunang 400 – 450 g brauðhveiti frá Kornax (í bláa pakkanum) 1 tsk salt 2 msk olía Aðferð: Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur….

1 10 11 12 13 14 17