Entrecôte með chili bernaise og frönskum kartöflum

Í þætti kvöldsins lagði ég áherslu á lúxus matseðil og setti saman þrjá ljúffenga rétti sem tilvalið er elda þegar þið viljið gera vel við ykkur. Nautasteik með öllu tilheyrandi er eitt af því besta sem ég get hugsað mér og ef ég ætla að elda eitthvað gott handa okkur Hadda þá verður þessi réttur yfirleitt fyrir valinu. Að vísu geri ég þá tvær sósu, annars vegar piparostasósu og hins vegar þessa ómótstæðilegu chili bernaise sósu sem ég fæ hreinlega ekki nóg af og gæti borðað hana eina og sér. Hún er algjört æði! Þið vitið hvernig þetta er, ef smjörið er í aðalhlutverki þá er bókað mál að rétturinn sé góður.

Entrecôte með chili bernaise og ljúffengum kartöflum

  • 5 eggjarauður
  • 250 g smjör, skorið í teninga
  • 1 msk Bernaise Essence
  • 2 – 3 tsk. Fáfnisgras, smátt saxað
  • Salt og nýmalaður pipar

 

Bernaise Essence
  • 1 dl hvítvínsedik
  • 8 svört piparkorn
  • 2 tsk fáfnisgras
  • 3 skallottulaukar, smátt saxaðir
  • ½ rautt chili, smátt skorið

 

Aðferð:
  1. Útbúið Bernaise
    Essence, setjið hvítvínsedik, skallottulauk, fáfnisgras, chili og svört
    piparkorn í pott og sjóðið saman þar til 1 msk af vökva er eftir. Sigtið
    vökvann og geymið til hliðar.
  2. Þeytið eggjarauður
    yfir vatnsbaði og bætið smjörinu smám saman við, þetta er smá handavinna en er
    vel þess virði. Ef skálin er of heit takið þið hana af vatnsbaðinu og kælið, en
    haldið alltaf áfram að hræra. Það er mjög mikilvægt að skálin sé ekki of heit
    en annars eldast eggjarauðurnar.
  3. Bragðbætið með
    Bernaise Essence, salti og pipar.
  4. Gott er saxa niður
    ferskt fáfnisgras og chili og sáldra yfir sósuna rétt í lokin.

 

Franskar kartöflur
  • Bökunarkartöflur
  • Ólífuolía
  • Salt

 

Aðferð:
  1. Skerið
    bökunarkartöflurnar í jafn þykka strimla og leggið í ískalt vatn í nokkrar
    mínútur. Þerrið kartöflurnar mjög vel og leggið í eldfast mót eða á
    pappírsklædda ofnplötu.
  2.  Bakið við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til
    kartöflurnar eru gullinbrúnar. Snúið kartöflunum einu sinni til tvisvar á meðan
    þær eru í ofninum.

 

Nautakjöt
  • Ólífuolía
  • 2 entrecôte steikur (ca. 1 steik eða  200-250 g á mann)
  • Salt og nýmalaður pipar
  • Rósmarín grein
  • 1 Hvítlaukur

 

Aðferð:
  1. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið kjötið við háan hita í 2-3 mínútur á
    hvorri hlið. Kryddið til með salti og pipar.
  2. Gott er að setja rósmarín grein og
    hvítlauksrif út á pönnuna rétt í lokin ásamt smjörklípu. Leyfið kjötinu að
    hvíla í 5 mínútur áður en þið berið það fram.
Missið ekki af Matargleði Evu á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 klukkan 19:25.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *