Ómótstæðileg marengsterta með Marskremi

Í dag deili ég með ykkur æðislegri uppskrift að marengstertu sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en kakan er bæði ótrúlega góð og einföld – uppskriftin kemur úr uppskriftabók eða uppskrifabækling sem amma mín gaf mér, bókin/bæklingurinn heitir Önnur veisla við Lækinn. Bæklingurinn er greinilega svolítið gamall en uppskriftirnar eru frábærar og því tilvalið að deila þeim áfram! Marengsterta með miklum rjóma, ómótstæðilegu kremi og ferskum berjum. Hvað getur klikkað?

Marengsterta með marskremi

Marengsbotn:

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  •  1 dl púðursykur
  • 2 dl Rice Krispies

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150°C (blástur)
  2. Þeytið eggjahvítur þar til byrjar að freyða í skálinni, bætið þá sykrinum smám saman við og þeytið vel saman þar til marengsblandan er orðin stíf.
  3. Merjið Rice Krispies og blandið varlega saman við deigið í lokin.
  4. Setjið marengsblönduna á pappírsklædda ofnplötu og myndið hring.
  5. Bakið við 150 °C í 45 – 50 mínútur.

Marskrem:

  • 4 eggjarauður
  • 3 msk sykur
  • 150 g Mars súkkulaði
  • 70 g suðusúkkulaði
  • 70 g smjör

Ofan á kökuna:

  • 300 ml rjómi
  • Fersk ber
  • Mars súkkulaði

Aðferð:

  1. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður mjög létt og ljós.
  2. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita, kælið aðeins og bætið síðan saman við eggjarauðurnar.
  3. Setjið kremið yfir marengsbotninn og síðan fer þeyttur rjómi yfir og í lokin er kakan skreytt með ferskum berjum og smátt skornu Mars súkkulaði.

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *