Grísk píta með ljúffengu nautakjöti og tzatziki sósu Pítur eru ómótstæðilega góðar og þessi píta með grískum blæ er sérlega góð. Nautakjötið verður ferskara með mintunni og tzatziki sósunni. Það er líka mikið sport fyrir hvern og einn að setja saman sína eigin pítu eftir smekk hvers og eins. • 600 g nautakjöt • 1 msk ólífuolía • 2 stk hvítlauksrif • 1 tsk paprikukrydd • 1 tsk cuminkrydd • Salt og pipar • 1 msk smátt söxuð minta • Börkur af hálfri sítrónu • Pítubrauð • Ferskt salat • Agúrka • Svartar ólífur • Rauðlaukur • Hreinn fetaostur • 1 skammtur tzatziki sósa, uppskrift hér að neðan Aðferð: 1. Skerið nautakjötið í jafn þykkar sneiðar. 2. Kryddið kjötið með paprikukryddi, cuminkryddi, salti, pipar, smátt…