Archives

Kalt pastasalat sem tekur enga stund að búa til

Fyrir fjóra – sex 350 g pasta að eigin vali Handfylli basilíka Handfylli spínat 1 hvítlauksrif Safi úr hálfri sítrónu 1 dl ólífuolía Salt og pipar 1 rauðlaukur 1 rauð paprika 12 kirsuberjatómatar 2 dl fetaostur Hnetukröns (blandaðar hnetur að eign vali + smá sojasósa) Aðferð: Sjóðið pastað í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og kælið þegar það er tilbúið. Útbúið einfalt pestó með því að setja basilíku, spínat, hvítlauk, safa úr hálfri sítrónu, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél þar til pestóið er orðið fínt, þið stjórnið þykktinni með ólífuolíunni. Saxið rauðlauk, papriku og kirsuberjatómata smátt. Útbúið hnetukröns með því að þurrrista hneturnar á heitri pönnu og þegar þær eru gullinbrúnar bætið þið smá sojasósu út á og blandið vel saman. Blandið…

EGG BENEDICT

Egg Benedict – besti brönsréttur fyrr og síðar! Fyrir 2  Hráefni: 4 egg 2 l vatn ½ tsk salt 2 brauðsneiðar, til dæmis gott súrdeigsbrauð 100 g spínat Smjörklípa 2 sneiðar hráskinka 2 sneiðar reyktur lax Paprikuduft Hollandaise sósa 5 eggjarauður 250 g smjör 1 msk sítrónusafi Salt og pipar Aðferð: Byrjið á því að útbúa sósuna. Setjið eggjarauður í skál og hitið yfir vatnsbaði, hrærið stöðugt í eggjunum og gætið þess að þau ofhitni ekki. Ef skálin er orðin of heit þá er nauðsynlegt að taka hana af hitanum og kæla örlítið, en það verður að hræra stöðugt í á meðan. Skerið smjör í teninga og bætið þeim smám saman út í, pískið á meðan smjörið bráðnar og þegar allt smjörið er komið út…

Syndsamlega einfalt og fljótlegt eplapæ á örfáum mínútum

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við KELLOGGS  Syndsamlega gott og einfalt eplapæ 4 epli 1 tsk kanil 4 msk smjör 1 tsk vanilludropar 5 dl KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum 2 dl grískt jógúrt 1 msk hunang 1 vanillustöng ½ tsk vanilludropar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Flysjið epli, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og veltið upp úr kanil. Setjið eplin í eldfast mót, hellið vanilludropum yfir og skerið smjörið í bita og dreifið yfir. Að lokum fer KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum yfir og inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur eða þar til pæið er orðið gullinbrúnt (best er að hræra í pæinu einu sinni til tvisvar á meðan það er í ofninum). Blandið grísku…

Egg Benedict

Um síðustu helgi fékk ég nokkra vini í brunch og það var svo næs, ég eeeelska brunch og reyni að bjóða fólkinu mínu eins og oft og ég mögulega get. Uppáhalds rétturinn minn er án efa Egg Benedict..og svo elska ég pönnukökur.. og mímósur. Jæja, þið áttið ykkur á þessu. Ég elska semsagt brunch! Egg Benedict **Hér getið þið séð myndband af sambærilegri uppskrift sem ég gerði í fyrra Fyrir fjóra  4 egg 2 L vatn Salt Góð skinka Gott brauð til dæmis ciabatta eða súrdeigsbrauð,skorið gróft Hollandaise sósa eða Bernaise sósa (mér sú síðarnefnda bragðmeiri og nota hana þess vegna yfirleitt) Salt og pipar Saxaðaur graslaukur eða steinselja Aðferð: Skerið brauðið í þykkar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið smávegis af olíu yfir…

Einfalt og fljótlegt hummus sem bragð er af

Ég er búin að vera með æði fyrir hummus í nokkra daga og ég fæ bara ekki nóg af því! Ég elska að fá mér hummus ofan á hrökkbrauð eða með fersku grænmeti, ótrúlega einfalt og gott. Þessi uppskrift sem ég deili með ykkur í dag er afar einföld og fljótleg, en ég nota tilbúnar kjúklingabaunir en þið getið auðvitað keypt þær ósoðnar, lagt þær í bleyti og eldað. Það tekur aðeins lengri tíma en stundum hefur maður meiri tíma í eldamennskuna 🙂 Einfalt og fljótlegt hummus (Sem klárast eins og skot) 1 dós kjúklingabaunir 2 msk tahini mauk handfylli kóríander skvetta úr sítrónu 2 hvítlauksrif 1/2 dl góð ólífuolía 1 tsk paprikukrydd salt og pipar Aðferð: Kjúklingabaunirnar eru skolaðar og þerraðar Setjið öll hráefnin…

Morgunverðar parfait með berjasósu og stökku múslí

Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi Æðislegt morgunverðar parfait með berjasósu og stökku múslí Parfait er fullkomið á brönsborðið eða bara þegar þið viljið gera einstaklega vel við ykkur í morgunsárið. Vinnuframlagið er í lágmarki en útkoman er dásamleg, þið eigið eftir að gera þessa uppskrift aftur og aftur. Morgunverðar parfait 200 g grískt jógúrt 200 g vanillu jógúrt 1 msk rjómi KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum Fersk jarðarber Fersk bláber Berjasósa 250 g frosin blönduð ber ½ dl appelsínusafi ½ vanillustöng 2 msk sykur Aðferð: Setjið berin, appelsínusafa, vanillustöng og sykur í pott og náið upp suðu. Lækkið hitann og leyfið sósunni að malla þar til hún byrjar að þykkna, þá er gott ráð að ýta aðeins á berin…

Amerískar pönnukökur með Ricotta osti og æðislegt túnfisksalat

Bröns er í miklu uppáhaldi hjá mér eins og ég hef nú komið að hér áður, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég elska þegar tími gefst fyrir brönsboð um helgar og mig langar að deila með ykkur uppskriftum sem eru skotheldar í slík boð. Annars vegar safaríkar og ótrúlega góðar pönnukökur sem eru að mínu mati ómissandi í brönsinn.. að þessu sinni inniheldur uppskriftin Ricotta ost en osturinn gerir pönnukökurnar einstaklega safaríkar og ‘fluffy’, fullkomnar pönnukökur sem ég mæli með að þið prófið. Hin uppskriftin er að æðislegu túnfisksalati sem ég fæ ekki nóg af. Vonandi eigið þið eftir að prófa þessar uppskriftir og ég vona auðvitað að þið njótið vel. Góða helgi! Amerískar pönnukökur með Ricotta osti 5 dl hveiti 3…

Nutella pönnukökur

Ég elska, elska, elska amerískar pönnukökur með allskyns góðgæti og þessar einföldu pönnukökur með Nutella eru algjört sælgæti. Ég bakaði þessar í gær, jájá konur sem eru komnar 38 vikur á leið þurfa ekki að afsaka pönnukökubakstur í virkum dögum 😉 Ég fékk allt í einu löngun í pönnukökur og var ekki lengi að skella í þessar enda er uppskriftin afar einföld og fljótleg… sem er alltaf plús og ég verð að mæla með að þið prófið þessar sem allra fyrst. Nutella pönnukökur 260 g hveiti 2 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 3 msk sykur 2 tsk vanilla 2 egg 4 msk smjör, brætt 250 ml mjólk Nutella, magn eftir smekk Aðferð: Blandið þurrefnum saman í skál. Pískið eggin saman við mjólk og vanilludropa. Bræðið…

Æðislegt múslí á örskotstundu

Ég hef nú nefnt það við ykkur einu sinni eða tvisvar sinnum hvað ég elska heimalagað múslí og hér er uppskrift sem er mjög einföld og fljótleg. Ilmurinn sem fer um heimilið þegar múslíið er í vinnslu er dásamlega hlýlegur og fullkomið á haustin. Uppáhaldið mitt er að hræra saman grísku jógúrti og smá hunangi, síðan læt ég vel af múslíinu og svo fersk ber til dæmis jarðarber. Algjör lostæti – og það má gjarnan bera jógúrtið fram í háu glasi en allt sem er fallega borið fram smakkast betur 😉 Þið getið séð aðferðina á Instastory hjá mér en þið finnið mig á Instagram undir nafninu evalaufeykjaran   1 bolli haframjöl 1 bolli kókosmjöl 1 bolli hörfræ 1 bolli graskersfræ 1 bolli saxaðar möndlur…

Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum

Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum 1 msk ólífuolía ¼ blaðlaukur, smátt skorinn 150 g kurlað beikon 1 rauð paprika, smátt skorin 1 hvítlauksrif, marin 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga salt og nýmalaður pipar 10 kirsuberjatómatar 4 – 5 egg fersk Steinselja Parmesan ostur Aðferð: Hitið ofninn í  180°C. Hitið olíu á  pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikon kurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberjatómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°c í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út…

1 2 3