Vikuseðill

Gleðilega vinnuviku allir saman! Ég vona að þið hafið haft það einstaklega gott um páskana. Sjálf átti ég frábæra páska með fólkinu mínu og kom endurnærð til vinnu í morgun. Markmið vikunnar er að minnka súkkulaðiát haha og þá er tilvalið að hefja vikuna á þessum græna og fína drykk sem þið sjáið hér að ofan, æðislegur avókadó drykkur með sítrónu. Hér fyrir neðan finnið svo tillögur að kvöldmat út vikuna og ég vona að þið fáið nóg af hugmyndum.
Njótið vel.
Einföld grænmetisbaka með fetaosti er alltaf góð hugmynd eftir veisluhöld í marga daga. Það er upplagt að nota afganga í þessa böku t.d. kjöt eða kjúkling. 
Fiski takkós er frábær leið til þess að fá alla fjölskylduna til þess að borða meira af fisk og grænmeti. Ljúffengur réttur sem slær alltaf í gegn. 

Góðar og matarmiklar súpur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér og gúllassúpan hennar mömmu er ein af þessum súpum sem ég fæ ekki nóg af. Það er líka tilvalið að elda hana í vikunni þar sem veðurspáin er heldur köld og þá er nú ekkert betra en matur sem yljar að innan. 

Kjúklinganúðlur með bragðmikilli sósu er frábær föstudagsmatur og réttur sem allir í fjölskyldunni ættu að elda. Algjört sælgæti!

Hví ekki að skella í Indverska veislu um helgina? Tikka Masala kjúklingur er náttúrlega himneskur og ég mæli með honum á laugardaginn. 

Helgarbaksturinn er súkkulaðiskyrkaka með jarðarberjum. En ekki hvað? Við þurfum öll okkar súkkulaði. 
Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups. 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *