Archives

Ljúffeng spergilkálssúpa

Það jafnast fátt á við góða og matarmikla súpu á köldum dögum. Þessi súpa er bæði svakalega einföld og góð. Ég mæli hiklaust með að þið prófið. Spergilkálssúpa 1 msk ólífuolía 300 g spergilkál 2 stórar kartöflur, um350 g 2 hvítlauksgeirar ½ laukur 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) Salt og nýmalaður pipar Smjör Aðferð: Skerið lauk, hvítlauk, spergikál og karöflur í litla bita. Hitið ólífuolíu í potti, steikið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er mjúkur í gegn. Bætið kartöflum og spergilkáli saman við og steikið í smá stund. Kryddið með salti og pipar. Hellið kjúklingasoði saman við og leyfið súpunni að malla í hálftíma eða lengur við vægan hita. Maukið súpuna með töfrasprota (þess þarf ekki en mér finnst hún betri þykkari…

Rjómalagað spaghettí með beikoni og grænmeti

Ég er ekki búin að hugsa um annað undanfarna daga en rjómalagað pasta og ég í kvöld var kvöldið til þess að elda gott pasta! Ég ætla að skella þessu á óléttuna, ég þrái kolvetni í hvert mál og mér þykir ekkert betra en gott pasta. Uppskriftin sem ég gerði í kvöld er sáraeinföld og ég notaði bara eitt og annað sem ég átti til í ísskápnum, útkoman var að mínu mati ofboðslega góð og þess vegna ætla ég að deila henni með ykkur. Það er aldrei slæmt að eiga uppskrift að einföldum pastarétt sem tekur enga stund að búa til, ég meina hver elskar ekki rjóma og pasta? Rjómalagað spaghettí með beikoni og grænmeti   350 g spaghettí Ólífuolía 8 sneiðar beikon 1/2 rauð…

Surf and Turf – hin fullkomna nautalund

Safarík og silkimjúk nautalund er eitt af því betra sem ég veit um! Ég smakkaði bestu nautalund sem ég hef smakkað hjá Atla vini mínum fyrr á þessu ári en hann eldaði hana með sous vide eldunargræju en slík matreiðsla felur í sér að elda matinn á jöfnu hitastigi í vatni. Ég hef oft smakkað góða nautalund og tel mig alveg ágæta að elda slíka en þessi eldunaraðferð er skotheld og útkoman verður fullkomin – ég er að segja ykkur það, fullkomin! Haddi átti afmæli í mars og við fengum fjölskylduna hans í mat og buðum upp á „surf and turf“ eða nautalund og humar. Ég hef alltaf verið svolítið stressuð að elda nautalund fyrir marga, þá verð ég stressuð um að ofelda steikina eða…

Sælkerasalat með mozzarella og hráskinku

Mér finnst voða  gott að skella í einföld og bragðgóð salöt, það sakar ekki ef uppskriftin er einnig fljótleg. Þetta sælkerasalat er einmitt eitt af þeim og þegar mig langar í eitthvað létt og gott þá verður salatið yfirleitt fyrir valinu, eins er tilvalið að bera það fram í saumaklúbbnum, það er svo gott að hafa smá salat með öllum kökunum. Góð hráefni gegna lykilhlutverki í uppskriftinni og þau fá svo sannarlega að njóta sín.     Sælkerasalat 150 g klettasalat2 kúlur Mozzarella ostur300 – 400 g hráskinka1 askja kirsuberjatómatar8 – 10 jarðaberRistaðar furuhnetur, magn eftir smekkBalsamik gljáiAðferð: Leggið klettasalatið á fallegan disk, skerið Mozzarella ostinn í jafnstóra bita og dreifið ofan á salatið. Setjið hráskinkuna yfir salatið og skerið jarðaber og tómata smátt og dreifið…

Einfaldasti pastarétturinn

Orðið Arrabbiata þýðir “ævareiður” en þá er verið að vísa í hve sterkur rétturinn er.  Ég vann á litlu veitingahúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og þessi pastaréttur var einn sá vinsælasti. Það var ekki aftur snúið þegar ég var búin að smakka hann, enda er hann mjög bragðgóður og sérstaklega einfaldur. Ég hvet ykkur til þess að prófa þennan rétt, það tekur enga stund að elda hann og ég er handviss um að hann eigi eftir að slá í gegn á heimilinu.  Þó nafnið vísi í að þetta sé MJÖG sterkur réttur þá hafið þið hann eins og þið viljið, ég myndi segja að eftirfarandi uppskrift væri miðlungs sterk. Ég vona að þið njótið vel. Pasta Arrabbiata Undirbúningstími 10 mínútur Eldunartími 20 mínútur  Fyrir…

Fiskibollurnar hennar ömmu með asísku twisti

 Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu eru í miklu uppáhaldi og  ég elskaði að koma í heimsókn til ömmu og gæða mér á bollunum ásamt brúnu sósunni sem borin var fram með bollunum. Nú þegar ég hugsa um þessar heimsóknir finn ég ósjálfrátt lyktina af matnum… og ylja mér við ljúfar minningar. Amma er best og allt sem hún eldaði og bakaði var á einhvern hátt miklu  betriaen hjá öðrum, ég get ekki útskýrt það með orðum beint en ég hugsa að fleiri tengi við þessa tilfinningu. Ég nota uppskriftirnar hennar ömmu mjög mikið og mér finnst  gaman að þróa þær áfram. Uppskriftin hér að neðan er í grunninn frá ömmu en ég setti smá asískan blæ á bollurnar sem að mínu mati kom vel út og…

Djúpsteiktur ostur hjúpaður í Doritos mulningi

Í gærkvöldi ætlaði ég ekki að sofna, pínu vandræðalegt að segja frá ástæðu þess en ég var með hugmynd að djúpsteiktum ost í huga. Já, stundum valda uppskriftir mér andvökunætum sem er mjög hressandi. Þegar ég vaknaði í morgun var ég staðráðin í því að prófa uppskriftina sem ég var búin að setja saman í huganum og útkoman var miklu betri en einhver draumur, ég held að þetta sé ein besta uppskrift að djúpsteiktum Camenbert sem ég hef smakkað. Mögulega ætti maður að vera hógvær þegar um ræðir uppskriftir frá manni sjálfum en þessi er of góð til þess, það er ekkert hægt að vera hógvær þegar djúpsteiktur ostur á í hlut og hvað þá ef hann er hjúpaður Doritos mulning. Þetta er einn einfaldasti…

Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti

Þetta er langt frá því að vera jólaleg uppskrift en hún á samt sem áður vel við þessa dagana þegar flestir eru á ferð og flugi að undirbúa jólin og lítill tími gefst fyrir matargerð en allir eru á því að vilja njóta.. þá er gott að eiga eina svona uppskrift sem mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum í fjölskyldunni. Tilvalið sem einfaldur kvöldmatur eða þá sem snarl með vinum, með einum öl eða svo. 🙂 Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti Hráefni 1 poki Doritos (ég notaði appelsínugulan) 300 g eldað kjúklingakjöt, bragðsterkt 1 dl gular baunir 1 rauð paprika 5-6 msk hreinn rjómaostur 100 g rifinn ostur kóríander, magn eftir smekk salsa sósa sýrður rjómi Aðferð: Steikið kjúklingakjötið eða notið foreldað…

Í dag er föstudagur sem þýðir að það er eflaust pizza á matseðlinum á flestum heimilum í kvöld geri ég ráð fyrir, að minnsta kosti höfum við haft það fyrir venju að baka saman (eða stundum pantað) pizzu á föstudagskvöldum. Ég elska góðar og matarmiklar pizzur og ég bakaði þessa einn föstudaginn fyrir ekki svo löngu síðan og svei mér þá ef þetta er ekki ein af bragðbetri pizzum sem ég hef smakkað, þökk sé hægeldaða svínakjötinu eða pulled pork. Ég fæ vatn í munninn á því að tala um þessa pizzu og ég verð að hvetja ykkur til þess að prófa þessa – ég er fullviss um að þið verðið jafn ánægð með hana og ég. Njótið vel og góða helgi kæru lesendur! Pulled…

Mangó Chutney Kjúklingur

Þessi einstaklegi ljúffengi kjúklingarétti kemur úr safni móður minnar sem er algjör meistarakokkur og þessi réttur er mjög vinsæll á mínu heimili. Þið eigið eftir að gera hann aftur og aftur, ég lofa! Hér kemur uppskriftin, hún miðast við fjóra til fimm manns.  Olía 800 g kjúklingakjöt 2 dl mangó chutney 250 ml rjómi 1- 2 msk karrý 1 tsk sítrónupipar 1/2 kjúklingateningur Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð   Hitið olíu á pönnu, setjið karrý á pönnuna og leyfið því að hitna. Steikið kjúklingakjötið á pönnunni í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til bitarnir brúnist vel. Leggið kjúklingabitana í eldfast form og útbúið því næst sósuna. Hellið 250 ml af rjóma og 2 dl af mangó chutney í pott…

1 6 7 8 9 10 17