Archives

Pavlova fyllt með Daim rjómafyllingu og ferskum berjum

MARENSBOTNAR 6 stk Stk eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk mataredik 1 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi  Aðferð: Forhitið ofninn í 100°C. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. eiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst í ofninum eða yfir nótt eins og ég geri gjarnan. Rjómakrem með Daim súkkulaði 200 ml rjómi 2 – 3 msk flórsykur 100 g Daim súkkulaði  Aðferð: Léttþeytið rjóma og bætið flórsykrinum út í.   Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið…

Toblerone jólaterta

Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Toblerone kremið góða. 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð:   Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í…

Piparkökukaka

Hráefni 500 g sykur 280 g smjör, við stofuhita 6 egg við stofuhita 500 g hveiti 2 tsk lyftiduft 4 dl rjómi 4 tsk vanilludropar 2,5 tsk kanill 1 tsk malaður negull 1 tsk hvítur pipar 1 tsk engifer krydd Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk. Smyrjið þrjú jafn stór kökuform og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið kökubotnanna við 180°C í 35-37 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem. Karamellukrem 500 g…

Piparkökuís með saltaðri karamellu

Það er fastur liður á mörgum heimilinum fyrir jólin að útbúa jólaís. Á mínu heimili hefur aldrei verið sérstök eftirréttahefð en tengdamóðir mín býr alltaf til svo góðan ís og í ár langaði mig til þess að gera minn eigin sem ég ætla að bjóða upp á jólunum. Ég notaði grunnuppskrift frá Ingibjörgu, tengdamóður minni en það er ein eggjarauða á móti einni matskeið af sykri og þeyttur rjómi. Magnið fer svo eftir því hvað þið ætlið að gera mikið af ís. Piparkökur eru algjört lostæti og eru sérstaklega góðar í þennan ís, en þið getið auðvitað bætt t.d. súkkulaði eða karamellu út í ísinn. Ég mæli þó með að þið prófið þessa uppskrift, silkimjúkur ís og „crunch“ af piparkökunum. Ég bauð upp á salta…

TÍU JÓLAEFTIRRÉTTIR

Ris A La Mande – Jólalegasti eftirréttur allra tíma og einstaklega ljúffengur. Algjörlega ómissandi um jólin! Jóla Pavlova með Daim súkkulaðikremi og ferskum berjum. Þetta er kakan sem er fullkomin á jóladag. Súkkulaði Panna Cotta sem hreinlega bráðnar í munni.  Með dökku súkkulaði og hvítu súkkulaði. After Eight ísterta með berjum og súkkulaðis. Algjört sælgæti! Tiramisu og Skyramisu  – báðir tveir einstaklega ljúffengir og fullkomnir með kaffibollanum. Piparkökuís með saltaðri karamellusósu. Guðdómlega góður og einfaldur! Bökuð ostakaka með sítrónu og ferskum berjum. Eitt sinn smakkað þið getið ekki hætt – ég lofa ykkur því. Créme Brulée – ómissandi um jólin! Súkkulaðibúðingurinn sem allir elska og fá ekki nóg af. Súkkulaðikaka með mjúkri miðju. Svo góð að ég á erfitt með að lýsa henni – þið…

Jól í glasi – Æðislegur berjakokteill og stökkar parmesanflögur

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við AVA aldinvatn  Jól í glasi er nafnið á þessum kokteil, hann er einfaldlega svo jólalegur að þetta nafn smellpassar. Ég elska desember og allt sem honum fylgir, jólaboð og hittingar með vinum og fjölskyldu.. svo ekki sé minnst á spilakvöldin! Það er ferlega skemmtilegt að bjóða upp á góða kokteila í boðum og þessi er tilvalin. Einfaldur og bragðgóður… borin fram með stökkum og guðdómlega góðum parmesanflögum sem þið verðið að prófa. Berja moijto með jólaívafi Uppskrift fyrir 2 glös 2 límónur handfylli mintulauf 8 tsk hrásykur 8 cl ljóst romm (auðvitað má sleppa áfenginu) handfylli hindber mulinn klaki Sódavatn rósmarín, til skreytingar kanilstöng, til skreytingar 1 tsk flórsykur Aðferð: Skerið límónu í báta og skiptið…

Ekta rúgbrauð!

   Góðar uppskriftir eru eins og fjársjóður og var ég svo heppin að fá uppskriftina að rúgbrauðinu hjá ömmu hans Hadda. Þetta var í fyrsta skipti sem ég baka rúgbrauð og þetta er mun einfaldara en mig grunaði. Uppskriftin er stór og tilvalið að skera brauðið niður og frysta, já eða pakka því fallega inn og gefa með jólapakkanum. Einfalt og stórgott rúgbrauð sem allir ættu að prófa fyrir jólin.   Rúgbrauð frá ömmu Möggu ** 1 bolli = 2 dl 15 bollar rúgmjöl 3 bollar hveiti 2 bollar sykur 1 bolli síróp 20 teskeiðar lyftiduft 1 tsk salt 2 L nýmjólk Aðferð: Hitið ofninn í 100°C (ég notaði blástur) Blandið öllum hráefnum vel saman, þið þurfið stórt fat. Það getur verið svolítið stíft að…

Vanillu Créme Brulée uppskrift

Þessi ofurvinsæla uppskrift slær alltaf í gegn og þá sérstaklega um jólin, ég tengi hana að minnsta kosti við jólahátíðarnar og mér finnst hún mjög mikið spari. Ég prófaði að búa til Créme Brulée í fyrsta sinn um daginn og það kom mér á óvart hversu einföld hún er. Það eina sem skiptir mestu máli er að kæla eftirréttinn vel og best að gera eftirréttinn degi áður en þið ætlið að bera hann fram, að vísu þykir mér slíkar uppskriftir algjör snilld og það getur sparað smá stress að vera búin að undirbúa hluta af matnum degi áður. Silkimjúkur vanillubúðingur með stökkum sykri ofan á… einfaldlega of gott til þess að prófa ekki! Vanillu Créme Brulée Fyrir 6 – 8 500 ml rjómi 1 vanillustöng…

Silkimjúkur súkkulaðibúðingur

Ég held áfram að deila með ykkur uppskriftum að girnilegum eftirréttum, fyrst ég er nú byrjuð! Um helgina var ég í miklu eftirréttastuði, það er í alvörunni hægt að vera í stuði fyrir ákveðnum réttum 🙂 Ég ákvað að búa til þennan einstaklega góða súkkulaðibúðing sem er í miklu uppáhaldi hjá manninum mínum honum Hadda. Þetta er líklega mest „save“ eftirréttur sem ég veit um, en það er mjög erfitt að klikka á þessari uppskrift og öllum finnst súkkulaðibúðingur góður, ég þori eiginlega að lofa því. Ég hef að minnsta kosti ekki hitt þann sem finnst súkkulaði vont 🙂 Ef þið eruð í stuði fyrir súkkulaði um jólin þá mæli ég eindregið með þessum eftirrétt. Silkimjúkur súkkulaðibúðingur 40 g smjör 240 g súkkulaði (til dæmsi…

Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu

Ég er svolítið að vinna með piparkökur og saltaða karamellusósu þessa dagana, einfaldlega vegna þess að mér þykir þessi tvenna svo óskaplega góð og hún virðist ganga með öllu! Fyrst voru það súkkulaðibollakökur og nú elsku skyrið… þessi skyrkaka er lygilega einföld og þið getið útbúið hana degi áður en þið ætlið að bera hana fram, með því móti getið þið losnað við allt auka stress 🙂  Þessi kaka er hrikalega góð og ég mæli með að þið prófið hana sem fyrst. Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu Piparkökubotn: 400 g piparkökur 100 g smjör, brætt Aðferð: Bræðið smjör í potti og setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og myljið fínt, þið getið líka notað kökukefli í verkið. Hellið smjörinu saman við piparkökublönduna og blandið vel saman. Hellið blöndunni…

1 2 3