Archives

Vinkonukvöld

Helgin er búin að vera róleg og frekar ljúf. Fór í afmæli í dag hjá syni bestu vinkonur minnar, þar voru fleiri vinkonur mínar og við ákváðum að hittast núna í kvöld og fá okkur drykki og hafa það huggulegt. Svo nú er ég búin að blanda kokteila og bíð eftir vinkonum mínum. Það er nauðsynlegt að eiga eitt og eitt vinkonukvöld. Bætir og kætir.  Ég vona að þið eigið ljúfa helgi kæru vinir.  xxx Eva Laufey Kjaran

Grænmetispítsa

Heimagerðar pítsur eru að mínu mati langbestar. Þegar við vorum yngri þá var mamma dugleg að baka pítsur og við fengum að setja áleggið á, hver fékk að velja sitt álegg og það var svolítið sport. Það góða við heimagerðar pítsur er að við stjórnum því hvað fer í deigið og hvað fer ofan á pítsurnar. Það er ótrúlega einfalt að baka pítsu og tekur sennilega styttri tíma en að panta pítsu á pítsustað. Svo er það nú líka hollara að gera þetta sjálfur, eins og allt annað. Ég sá svo girnilega uppskrift að pítsabotn á www.cafesigrun.com og sá botn er í miklu eftirlæti hjá mér. Ég ætla að deila ljúffengri grænmetispítsu með ykkur í dag. Einfalt, fljótlegt og ljúffengt.  Pítsabotn frá CafeSigrún Botn sem…

Falleg blóm og ferskir ávextir.

 Morgunstund gefur gull í mund, þá sérlega ef maður er með svona fallega Lilju á skrifborðinu. Í dag er ég að fara í miðannarpróf, eina miðannarprófið sem ég fer í svo það er ágætt. Dagurinn fer því í lestur og meiri lestur…  Ferskir ávextir í morgunsárið gera daginn enn betri. Ég hlakka til  að deila með ykkur uppskrift í kvöld að pizzu sem ég geri mér mjög oft. Spelt grænmetispizza sem er að mínu mati ferlega góð. Læt uppskriftina inn beint eftir prófið í kvöld.  Ég vona að þið eigið ljúfan dag kæru vinir.  xxx Eva Laufey Kjaran

Franskar makrónur og smáréttir fyrir fermingarveisluna.

Franskar makrónur eru svo ljúffengar og sérlega mikið augnayndi. Ég hef nokkrum sinnum bakað makrónur og hér finnið þið uppskrift.  Ég skráði mig á makrónunámskeið hjá Salt eldhúsi og námskeiðið er í dag. Vinkona mín ætlar einnig að koma með svo það verður frekar ljúft. Ég er nýlega búin að uppgötva þetta skemmtilega eldhús og það eru mörg námskeið í boði, ég hvet ykkur til þess að skoða úrvalið. Þann 28. febrúar er t.d. námskeið þar sem áherslan er lögð á fermingarveisluna. Farið verður í gerð hinna ýmsu smárétta sem henta í fermingarveislum og galdraðar verða fram 10 tegundir af dásamlegum munnbitum. Ég mæli því með þessu námskeiði fyrir foreldra sem ætla að sjá um veitingarnar í fermingarveislunum hjá börnum sínum og sömuleiðis mæli ég með þessu námskeiði…

Lemon

Sælkerasamloku og djússtaðurinn Lemon opnar þann 8.mars næstkomandi. Ég var svo heppin að fá að smakka nokkrar kræsingar sem í boði verða á Lemon og mikið sem ég er hrifin. Ég kann svo vel að meta veitingastaði sem leggja aðal áherslu á ferskleika. Ég hef varla hætt að hugsa um samlokuna sem var í eftirlæti hjá mér í dag, sú samloka var með tómötum, basilíku og ferskum mozzarella. Ég á eftir að heimsækja Lemon frekar oft og gæða mér á ljúffengum og ferskum kræsingum. Ég mæli svo sannarlega með að þið gerið ykkur ferð á Lemon þegar staðurinn opnar.  xxx Eva Laufey Kjaran

Lúxus laugardagur.

 Ég fór með mömmu minni, ömmu og systir mömmu minnar til Reykjavíkur í morgun og áttum við huggulegan dag saman. Byrjuðum á því að fá okkur að borða á Jómfrúnni, enda byrja allir ljúfir laugardagar á góðum hádegisverði þar. Svo röltum við um Laugaveginn og skoðuðum margt fínerí í búðum og drukkum mikið kaffi, semsé afslappaður og ljúfur laugardagur.   Móðir mín hún Sigurrós og systir hennar hún Sesselja Laufey. Glæsilegar systur.   Amma Stína alltaf glæsileg.   Smurbrauðin dásamlegu.  Ég og amman mín.  Í Andersen&Lauth voru svo margir fínir kjólar að  ég stóðst ekki mátið og mátaði nokkra fallega sumarkjóla, sumarið er alveg að koma svo það má nú. Einn Swiss mokka með miklum rjóma í lok dagsins, lúxus kaffi á lúxus laugardegi. xxx Eva Laufey Kjaran

Súkkulaðiást í Gestgjafanum

 Ég gerði mjög skemmtilegan súkkulaðiþátt fyrir nýjasta tölublað Gestgjafans. Það er alltaf skemmtilegt að vinna með súkkulaði því það kemur alltaf eitthvað gott út úr því. Ég hef að minnsta kosti ekki smakkað neitt vont sem inniheldur súkkulaði.  Ég er mjög hrifin af nýjasta tölublaðinu, þar er rík áhersla lögð á veislur og tilefni. Aragrúa af flottum uppskriftum og fallegum myndum. Mæli með að þið nælið ykkur í eitt eintak kæru vinir.  Súkkulaði er allra meina bót… það held ég nú.  xxx Eva Laufey Kjaran

Kaffibolli með góðri vinkonu.

 Það er ótrúlega notalegt að brjóta upp daginn og fá sér kaffibolla með góðri vinkonu. Ég er svo heppin að eiga marga góða vini en í amstri dagsins þá getur verið svolítið erfitt að skipuleggja kaffihittinga. En mikil ósköp sem það er gott þegar maður loksins nær að hitta góða vini, spjalla um allt milli himins og jarðar yfir ljúffengum cappuccino.  Þetta er hún Elísabet Sara mín, einstaklega vel heppnuð manneskja. Við kynntumst í Menntaskólanum á Egilsstöðum þegar við bjuggum báðar á heimavistinni á busaárinu okkar. Mikið sem ég er heppin að hafa kynnst henni. Hún flutti suður eftir menntaskólann og er að læra arkitektúr. Hörkudugleg og dásamleg vinkona.  Nauðsynlegt fyrir okkur öll að brjóta upp daginn og hitta góða vini.  xxx Eva Laufey Kjaran

Að búa til sykurmassaskraut á bollakökur.

Bollakökur eru í miklu eftirlæti hjá mér eins og þið hafið líklega tekið eftir. Það eru óteljandi mögulegar þegar kemur að skreytingum og ég prufaði í fyrsta sinn um daginn að búa til sykurmassaskraut. Hjördís hjá mömmur.is var svo yndisleg að kenna mér einfaldar skreytingar með sykurmassa. Það tók enga stund að búa til skrautið og nú vil ég helst ekki annað skraut en sykurmassablóm á mínar bollakökur.   Nú eru fermingar á næsta leiti og líklega margir að spá í fermingarkökunni. Þegar ég og systir mín vorum að skoða kökur fyrir brúðkaupið hennar þá kom sú hugmynd upp á borðið að baka margar bollakökur og skreyta fallega, við kusum þó að fara hefðbundnu leiðina en bollakökuhugmyndin þótti mér alltaf mjög sniðug. Það er svolítið flott að bera…

1 27 28 29 30 31 80