Lúxus laugardagur.

 Ég fór með mömmu minni, ömmu og systir mömmu minnar til Reykjavíkur í morgun og áttum við huggulegan dag saman. Byrjuðum á því að fá okkur að borða á Jómfrúnni, enda byrja allir ljúfir laugardagar á góðum hádegisverði þar. Svo röltum við um Laugaveginn og skoðuðum margt fínerí í búðum og drukkum mikið kaffi, semsé afslappaður og ljúfur laugardagur. 

 Móðir mín hún Sigurrós og systir hennar hún Sesselja Laufey. Glæsilegar systur. 
 Amma Stína alltaf glæsileg. 
 Smurbrauðin dásamlegu.
 Ég og amman mín.
 Í Andersen&Lauth voru svo margir fínir kjólar að  ég stóðst ekki mátið og mátaði nokkra fallega sumarkjóla, sumarið er alveg að koma svo það má nú.
Einn Swiss mokka með miklum rjóma í lok dagsins, lúxus kaffi á lúxus laugardegi.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *