Franskar makrónur og smáréttir fyrir fermingarveisluna.

Franskar makrónur eru svo ljúffengar og sérlega mikið augnayndi. Ég hef nokkrum sinnum bakað makrónur og hér finnið þið uppskrift.  Ég skráði mig á makrónunámskeið hjá Salt eldhúsi og námskeiðið er í dag. Vinkona mín ætlar einnig að koma með svo það verður frekar ljúft. Ég er nýlega búin að uppgötva þetta skemmtilega eldhús og það eru mörg námskeið í boði, ég hvet ykkur til þess að skoða úrvalið. Þann 28. febrúar er t.d. námskeið þar sem áherslan er lögð á fermingarveisluna. Farið verður í gerð hinna ýmsu smárétta sem henta í fermingarveislum og galdraðar verða fram 10 tegundir af dásamlegum munnbitum. Ég mæli því með þessu námskeiði fyrir foreldra sem ætla að sjá um veitingarnar í fermingarveislunum hjá börnum sínum og sömuleiðis mæli ég með þessu námskeiði fyrir þá sem eru að fara að halda stærri veislur. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *