Að búa til sykurmassaskraut á bollakökur.

Bollakökur eru í miklu eftirlæti hjá mér eins og þið hafið líklega tekið eftir. Það eru óteljandi mögulegar þegar kemur að skreytingum og ég prufaði í fyrsta sinn um daginn að búa til sykurmassaskraut. Hjördís hjá mömmur.is var svo yndisleg að kenna mér einfaldar skreytingar með sykurmassa. Það tók enga stund að búa til skrautið og nú vil ég helst ekki annað skraut en sykurmassablóm á mínar bollakökur. 
 Nú eru fermingar á næsta leiti og líklega margir að spá í fermingarkökunni. Þegar ég og systir mín vorum að skoða kökur fyrir brúðkaupið hennar þá kom sú hugmynd upp á borðið að baka margar bollakökur og skreyta fallega, við kusum þó að fara hefðbundnu leiðina en bollakökuhugmyndin þótti mér alltaf mjög sniðug. Það er svolítið flott að bera fram bollakökur í stærri veislum, raða þeim fallega upp og skreyta þær með allskyns skrauti. 
Um að gera að leyfa fermingarbarninu að spreyta sig í skreytingum. 
Ég hef fengið talsvert mikið af póstum hvað varðar veitingar í stærri veislum, margir að spá í fermingarveislum þessa dagana og því langar mig að benda foreldrum og þeim sem eru að fara að halda stórar veislur á skemmtilegt námskeið hjá Salt Eldhús sem haldið verður þann 21.febrúar. Á námskeiðinu er lög áhersla á fermingarveislur,  farið verður  í  gerð hinna ýmsu smárétta sem henta á slík smárétta-hlaðborð og galdraðar verða fram 10 tegundir af dásamlegum munnbitum. Ég mæli með að þið kynnið ykkur námskeiðin hjá Salt Eldhús. Dásamlegt eldhús og úrval af flottum námskeiðum. 
Ég er sjálf búin að skrá mig á makkarónunámskeið hjá þeim  og ég hlakka mikið til. 
Nú ætla ég að deila með ykkur nokkrum myndum sem sýna hversu einfalt það er að búa til sykurmassaskraut.
Það sem til þarf er auðvitað sykurmassi, ég keypti hann tilbúinn en auðvitað er hægt að búa hann til sjálfur. Svo þurfum við mót, sykurmassa lím, kökukefli og skraut. Þá getum við byrjað að dúlla okkur við skreytingagerð. 
1. Byrjið á því að skera lítinn bút af sykurmassanum.
2. Hitið hann í höndunum með því að rúlla honum upp í kúlu í smá stund. 
3. Fletjið sykurmassann út með kökukefli eða sérstöku sykurmassakefli. 
4. Passið ykkur á því að hafa sykurmassann ekki of þunnan. Veljið ykkur mót og pressið mótinu á sykurmassann.

5. Þrýstið mótinu svolítið fast á sykurmassann.
6. Losið mótið frá og þrýstið ofan á mótið, þá dettur skrautið af mótinu.

 Einfaldara verður það ekki. Falleg fiðrildi og falleg blóm. Hægt er að skreyta sykurmassann með allskyns skrauti en mér finnst mjög fallegt að hafa þetta frekar einfalt og stílhreint. 
Það sem þið þurfið til þess að skreyta sykurmassann er sykurmassa lím, perlur og glimmer. Það er einnig til aragrúa af öðru skrauti svo það er um að gera að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Ég fékk allar mínar vörur hjá www.mömmur.is og ég mæli svo sannarlega með að þið skoðið úrvalið hjá þeim. Verðið er líka mjög fínt hjá þeim og það er margt á tilboði þessa dagana. Góðar vörur sem endast afar lengi. 
 Bollakökur í spariklæðum eru algjört augnayndi. 
Ég vona að þið njótið vel kæru vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)