Lemon

Sælkerasamloku og djússtaðurinn Lemon opnar þann 8.mars næstkomandi. Ég var svo heppin að fá að smakka nokkrar kræsingar sem í boði verða á Lemon og mikið sem ég er hrifin. Ég kann svo vel að meta veitingastaði sem leggja aðal áherslu á ferskleika. Ég hef varla hætt að hugsa um samlokuna sem var í eftirlæti hjá mér í dag, sú samloka var með tómötum, basilíku og ferskum mozzarella. Ég á eftir að heimsækja Lemon frekar oft og gæða mér á ljúffengum og ferskum kræsingum. Ég mæli svo sannarlega með að þið gerið ykkur ferð á Lemon þegar staðurinn opnar. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *