Pönnusteiktur fiskur er alltaf brjálæðislega góður og ég elska glænýjan fisk í smjörsósu, það er einfaldlega best. Það tekur enga stund að útbúa þessa máltíð og það má eiginlega flokka þennan rétt sem skyndibita, þar sem vinnuframlagið er lítið sem ekki neitt en útkoman stórkostleg! Ég eldaði þennan fisk fyrir viku og get ekki beðið eftir kvöldmatnum í kvöld en það er einmitt fiskur á boðstólnum. Stórgóð byrjun á vikunni og við þurfum stórgóða byrjun til þess að þola þessa rigningu. Pönnusteikt langa með blómkálsmauki, ferskum aspas og lauksmjöri. Fyrir 3-4 800 g langa, roð- og beinlaus Olía Smjör Salt og pipar 4 dl Mjólk 4 dl Hveiti Aðferð: Skerið lönguna í jafn stóra bita, setjið hvern bita ofan í mjólkina og því næst…