Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum

Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum

  • 1 msk ólífuolía
  • ¼ blaðlaukur, smátt skorinn
  • 150 g kurlað beikon
  • 1 rauð paprika, smátt skorin
  • 1 hvítlauksrif, marin
  • 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga
  • salt og nýmalaður pipar
  • 10 kirsuberjatómatar
  • 4 – 5 egg fersk
  • Steinselja
  • Parmesan ostur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í  180°C.
  2. Hitið olíu á  pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikon kurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar.
  3. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberjatómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°c í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð.
  4. Þegar kartöflubakan kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir réttinn ásamt því að rífa duglega niður af parmesan osti.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *