Grilluð tortillapizza með hvítlauksrækjum

Grilluð tortilla pizza með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa

Hvítlauksrækjur

  • 300 g risarækjur
  • 2 – 3 msk ólífuolía
  • 50 g smjör, brætt
  • 2 hvítlauksrif
  • 1/2 rautt chilialdin
  • safi úr hálfri sítrónu
  • salt og pipar
  • 1 msk smátt söxuð steinselja

Aðferð:

Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, smátt söxuðu chili, salti, pipar og steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn.

Tortillapizzur

  • Tortillakökur
  • Hreinn rjómaostur
  • Risarækjur
  • Ólífuolía

Aðferð:

Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er smurður með ólífuolíu, grillið tortillapizzuna í örfáar mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tortillakakan gullinbrún. Berið pizzuna fram með fersku salsa.

Salsa

  • 12 kirsuberjatómatar
  • ½ Rauð paprika
  • 2 – 3 msk smátt saxaður vorlaukur
  • Ólífuolía
  • Safi úr hálfri límónu
  • 1 lárpera
  • handfylli kóríander
  • salt og pipar

Aðferð:

Skerið öll hráefnin afar smátt og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar. Kreistið safa úr hálfri límónu yfir ásamt smávegis af ólífuolíu. Gott er að kæla salatið áður en þið berið það fram með pizzunni.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *